Heimilispósturinn - 15.06.1950, Síða 6

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Síða 6
WILLIAM FAULKNER: ELLY TRÉGRINDURNAR á brún hengi- flugsins minntu á barnaleikfang. Þær lágu með fram bugðóttum veg- inum eins og þráður og runnu saman í móðu, þegar horft var á þær úr bílnum. Svo rykktust þær til baka og hurfu eins og strengdur borði, sem klipptur er með skærum. Svo fóru þau framhjá vegskiltum, fyrsta skiltinu, Mills City, 6 mílur, og Elly hugsaði undrandi með sjálfri sér: ,,Nú erum við bráðum komin. Það er of seint núna,“ og hún horfði á Paul við hlið sér, á hendur hans á stýrishjólinu, á vanga hans, þegar hann starði á veginn, sem þaut fram- hjá. Hún sagði: „Jæja. Hvað get ég gert til þess að þú giftist mér, Paul?“ og hún hugsaði um leið: „Það var maður að plægja akurinn, hann horfði á okkur, þegar við komum út úr skóginum með bílaábreiðuna, sem Poul hélt á, og fórum upp í bílinn'," hún hugsaði þetta rólega, eins og hana varðaði ekki beinlínis um það, af því að það var eitthvað annað sem skyggði á það. „Eitthvað hræði- legt, sem ég er búin að gleyma,“ hugsaði hún með sér og horfði á skilt- in, sem skutust framhjá og fjölgaði og færðu Mills City nær og nær. „Eitthvað hræðilegt, sem ég man eftir rétt strax,“ og hún sagði um leið upphátt, rólega: „Og nú er ekk- ert annað sem ég get gert, er það?“ Paul leit ekki enn á hana. „Nei,“ sagði hann. „Það er ekkert annað, sem þú getur gert.“ Þá mundi hún eftir þvi, sem hún hafði gleymt. Hún mundi eftir ömmu sinni og fór að hugsa í undrandi og þögulli örvæntingu um gömlu kon- una með slæmu heyrnina og óum- flýjanlegu köldu augun, sem beið í Mills City. „Hvernig gat ég gleymt henni ? Hvernig gat ég það ? Hvernig gat ég það?“ Hún var átján ára. Hún átti heima í Jefferson, tvö hundruð mílur í burtu, hjá föður sínum, móður og ömmu, í stóru húsi. Á því var breið verönd, hulin vafningsviði og ljós- laus. 1 þessum skugga hvíldi hún næstum hvert kvöld hjá einhverjum karlmanni — fyrst ungum mönnum og unglingum úr borginni, en seinna með svo að segja hverjum sem var, hverjum aðkomumanni í bænum, sem hún hitti annaðhvort i samkvæmum eða af hendingu, aðeins ef þeir voru sómasamlegir í útliti. Hún fór aldrei í bíltúra með þeim á kvöldin, og þeir þóttust allir vita ástæðuna, enda þótt þeir gæfu ekki alltaf upp alla von strax — ekki fyrr en klukkan á dómhöllinni sló ellefu. Þá hvísluðu þau ákaft í svo sem fimm mínútur. Þau höfðu sama og ekkert talað í klukkustund eða lengur: „Nú verður þú að fara.“ „Nei. Ekki strax.“ „Jú. Strax.“ , ,Hversvegna ? “ „Af því að ég er þreytt. Mig lang- ar að fara að hátta.“ „Ég skil. Hingað og ekki lengra. Er það svoleiðis?“ „Ef til vill.“ Nú var hún vör um sig í skugganum, róleg, þegar flúin, án þess að hreyfa sig, bak við ein- hvern leyndan hlátur. Og hann hafði sig á brott og hún fór inn í dimmt húsið og horfði á Ijósferninginn, sem féll á ganginn uppi, og varð þegar 4 HEIMILISPÓSTURINN 9 2 2

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.