Heimilispósturinn - 15.06.1950, Qupperneq 15

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Qupperneq 15
gekk þreytulega að hananum og lok- aði fyrir hann. En það var eins og seytlið hætti ekki fyrir það. Það var sem vatnið seytlaði áfram í þögninni. Þegar hún lá á bakinu í rúminu, án þess að sofa, jafnvel án þess að hugsa. Það seytl- aði áfram bak við stirðnað og kval- ið andlit hennar meðan hún lauk hin- um óhjákvæmilegu skyldustörfum að borða morgunverðinn og kveðja. Amman sat milli þeirra Pauls í eina sætinu, sem i bílnum var. Jafnvel vélarhljóðið í bílnum gat ekki kæft það, þar til henni varð allt í einu ljóst, hvað það var. „Það eru veg- skiltin“, sagði hún við sjálfa sig, um leið og hún horfði á þau hverfa í fjarska. „Ég man jafnvel eftir þessu; nú eru það aðeins tvær mílur. Ég ætlá að bíða eftir því næsta; þá skal ég . . .“ ,,Paul,“ sagði hún. Hann leit ekki á hana. Viltu giftast mér?“ ,,Nei.“ Hún leit ekki heldur á hann. Hún horfði á hendur hans hreifa stýrishjólið örlítið til og frá. Milli þeirra sat amman, keik, með svart- an, gamaldags hatt á höfðinu, og starði beint fram undan sér, eins og vangamynd klippt úr pergamenti. ,,Ég ætla að spyrja þig einu sinni enn. Svo verður það of seint. Ég segi þér, svo verður það of seint. Paul . . . Paul?“ „Nei. Þú elskar mig ekki. Ég elska þig ekki. Við höfum aldrei sagt, að við gerðum það.“ „Allt í lagi. Við skulum sleppa ást- inni: Viltu giftast mér án hennar? Mundu, það verður of seint.“ „Nei. Ég vil það ekki.“ „En hversvegna ekki. Hversvegna ekki, Paul?“ Hann svaraði ekki. Bíll- inn þaut áfram. Nú var það fyrsta skiltið, sem hún hafði tekið eftir; hún hugsaði með sér: „Við hljótum að vera rétt komin. Það er næsta beygj- an.“ Hún sagði upphátt, og talaði yf- ir gömlu, heyrnarlausu konuna, sem var á milli þeirra: „Hversvegna ekki, Paul? Ef það er þetta með negra- blóðið, þá trúi ég því ekki. Mér er sama.“ „Já,“ sagði hún við sjálfa sig, „þetta er beygjan." Vegurinn tók sveig og varð brattari. Hún hallaði sér aftur á bak og þá tók hún eftir því, að amma hennar starði á hana. En nú reyndi hún ekki að hylja and- lit sitt, augu sín, fremur en hún hefði reynt að dylja rödd sina: „En ef ég eignast barn?“ „Segjum að þú gerir það. Ég get ekki bjargað því héðan af. Þú hefðir átt að hugsa út í það. Mundu, að þú sóttir mig. Ég bað ekki um að koma aftur.“ „Nei. Þú baðst ekki um það. Ég sótti þig. Ég náði í þig. Og þetta er í síðasta sinn. Viltu það? Fljótur!“ „Nei.“ „Allt í lagi,“ sagði hún. Hún hall- aði sér aftur á bak í sætinu; á þessu augnabliki var sem vegurinn dokaði við áður en hann steyptist niður brattann á brún hengiflugsins; hvítu grindurnar fóru að þjóta framhjá. Um leið og Elly svifti ábreiðunni til hliðar, sá hún að amma hennar horfði enn á hana; í sömu andrá og hún kastaði sér yfir hné gömlu konunn- ar, einblíndu þær hvor á aðra — föl örvita stúlkan og gamla konan, sem fyrir löngu var hætt að heyra neitt en sá allt — í óralangt augnablik örvæntingarfullra úrslitakosta og ósveigjanlegrar synjunar. „Deyðu þá!“ æpti hún framan í gömlu kon- una; deyðu,“ og þreif um stýris- hjólið um leið og Paul reyndi að hrinda henni til baka. En henni tókst að koma olnboganum milli hjólspæl- ana, með því að leggjast yfir ömmu sína, og gat snúið þvi snöggt til hlið- ar, um leið og Paul sló hana á munn- inn með hnefanum. „Ó, hrópaði hún, ,,þú slóst mig. þú slóst mig!“ Þegar bíllinn rakst á grindurnar, losnaði hún, svo að hún hvíldi andartak létt 13 $ 2 ? HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.