Heimilispósturinn - 15.06.1950, Síða 16

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Síða 16
eins og fugl á brjósti Pauls, munnur hennar var opinn og augun kringl- ótt af undrun og ótta. „Þú slóst mig,“ kjökraði hún. Svo sveif hún í lausu lofti og hrapaði ein í fullkominni og friðsælli kyrrð. Andlit Pauls, amma hennar, bíllinn, allt var horfið. Það var eins og það hefði verið galdrað burt; í hæð við augu hennar voru brotnir stúfar hvítu grindanna, hrun- in brún hengiflugsins, þar sem lítið rykský gaus upp, hékk í loftinu eins og blaðra og sveif hljóðlaust upp í geyminn. * Einhversstaðar fyrir ofan heyrð- ist hljóð, sem fór fram hjá og dó út — mal í vél, langdregið hvæs hjól- barða á möl, svo þaut vindurinn aft- ur í trjánum og bærði laufkrónurn- ar. Upp við einn trjábolinn lá sund- urtætt flakið af bílnum, og Elly sat í hrúgu af glerbrotum og starði sljó á það. „Eitthvað kom fyrir,“ snökti hún. „Hann sló mig. Og nú eru þau dauð; það er ég, sem er meidd, og enginn kemur." Hún stundi dálítið og kjökraði. Svo lyfti hún hendinni rugluð og forviða. Lófinn var rauð- ur og votur. Hún kjökraði lágt og fór að þukla lófann. „Það eru gler- brot i honum og ég get jafnvel ekki séð þau,“ sagði hún, snökti og starði á lófann, en heitt blóðið lak hægt of- an á pils hennar. Aftur þaut hljóðið framhjá fyrir ofan, og dó út. Hún leit upp og fylgdi þvi eftir. „Þarna er annar,“ kjökraði hún. „Þeir stanza jafnvel ekki til þess að aðgæta, hvort ég sé meidd.“ 14 HEIMILISPÓSTURINN $22

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.