Heimilispósturinn - 15.06.1950, Page 25
Dick Powell .og' Evelyn Reyes í myndinni „Johnny O’clock".
loftið komast inn í kokhlust-
ina, til þess að jafna þrýsting-
inn. Við hliðina á honum sátu
verkamennirnir; þeir göptu og
snýttu sér. Hitinn óx. Vísirinn
hækkaði stöðugt. Þrýstingurinn
hamraði á hljóðhimnunum. Joe
brosti og veifaði til sonarins.
Steve glotti. Smásaman minnk-
aði hvinurinn og hætti að lok-
um. Mælirinn sýndi fjörutíu
pund.
Mennirnir lögðu af stað inn
göngin, sem voru dimm og full
af þoku. Ljósin sáust ógreini-
lega gegnum mistrið. Gólfið í
göngunum var úr tré og eftir
þ)ví miðju lágu kerruteinar.
„Ertu feginn að vera kom-
inn?“ spurði Joe og lagði hönd-
ina á öxl sonar síns.
„Já, ég er himinlifandi,
pabbi. Það er eitthvað við jarð-
göngin — loftþrýstinginn. —
Æ, ég veit ekki, hvað það er. Ég
var vanur að hugsa um þetta,
þegar ég var í skólanum. Loks-
ins gat ég ekki ráðið við mig.
Ég varð að koma.“ ,
„Þú máttir koma,“ sagði Joe.
„En ég vona, að ég sjái aldrei
önnur jarðgöng. Stundum finnst
mér, að ég muni ekki gera
það.“
„Æ, komdu mér ekki til að
hlægja,“ sagði Steve brosandi.
„Meðan svona jarðgöng verða
grafin, heldur þú áfram að
gleypa þrýstiloft.“
„Ef til vill, en ég efast þó
um það.“ Hann hægði á sér, svo
að þeir drógust aftur úr. „Segðu
V $ ?
HEIMILISPÓSTURINN
23