Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 26

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 26
mér, hvenær fékkstu bréf frá móður þinni síðast?“ „I síðustu viku, held ég.“ „Minnist hún nokkurn tíma á mig?“ „Já, oft.‘ „Gerir hún það?“ Sonurinn tók ekki eftir ákefðinni í rödd föðurins. „Hvað segir hún?“ „Ýmislegt — spyr hvernig þér líði og svoleiðis.“ „Svo? Jæja, þegar þú skrif- ar henni næst skaltu segja henni —“ En Steve heyrði ekki til hans. Hann var þotinn tli félaga sinna, sem voru komnir fremst í göngin. Sársauka brá fyrir í svip Joes, þegar hann hélt á eft- ir syni sínum. Á vinnunni í jarðgöngunum varð aldrei hlé. Ein vaktin tók við verkfærunum úr höndum annarrar. Klukkustund eftir klukkustund var baráttunni við fljótið haldið áfram. Flokkur Stóra-Tims tók þegar til starfa: sumir mokuðu sandi í kerrur, aðrir fóru að vinna við járnplöt- ur, sem þöktu göngin að inn- an. Hérna fremst í göngunum, undir fljótinu, var líkast og í vitfirtum heimi. Verkamennirn- ir, naktir niður að beltisstað og löðrandi í svita, hömuðust eins og árar í brennandi hitanum. Hvinurinn í þrýstiloftinu, mistrið, glamrið í verkfærunum og stritandi mennirnir minntu á víti. Undir gólfinu heyrðist draugalegt skvamp og rennsli, þar sem vatn seitlaði inn í göng- in gegn þrýstingnum. Á trépalli, sem reistur var þvert yfir göngin, stóð járn- smiðaflokkurinn. Risavaxnir negrar frá Sengal og Jamaica hömuðust við að skrúfa járn- plöturnar fastar með geysistór- um skrúflyklum. Niðri á gólf- inu unnu þeir, sem mokuðu sandinum í kerrurnar, og þeir sveifluðu skóflunum eins og þeir ættu lífið að leysa. Fremst í göngunum var skjöldurinn. Þessi geysistóri stálsívalningur féll nákvæmlega í fremstu hluta ganganna. Hann var styrktur með stoðum bæði lóðrétt og lárétt. Þvert yfir miðjan skjöldinn var verkpall- ur, en lóðréttar stoðir skiptu efri og neðri hluta hans í sex hólf. Skjöldurinn var rekinn inn í jarðveginn með þrýstitækj- um. Joe Redman og sonur hans klifruðu upp í efra miðhólfið. Með þeim var Frank Webber. Aðstoðarmenn þeirra fóru að safna saman verkfærum og hey- pokum. Hættan frá fljótinu var mest hér. Sandstálið í enda gangannæ nötraði. Fyrir ofan var fljótið og reyndi að brjóta hinn ósýni- lega múr með milljónum smá- lesta af vatni. Mennirnir, sem stóðu undir stálskildinum, hófu verk sitt. Það var þröngt um þá, því að pallurinn var aðeins fjögur fet á breidd. Steve fór að athuga hólfið til hægri, en Frank Webber sneri sér að vinstra hólfinu. Joe Redman var í miðj- unni. Hann tók dálítið af sandi í lófa sinn og lét hann renna gegnum fingurna. Hann varð vandræðalegur á svipinn. Aftur tók hann handfylli af sandi og athugaði hann. „Mér lízt ekki á þetta. Hanu hefur breyzt mikið síðan í gær.“ 24 HEIMILISPÓSTURINN ? 9 5;

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.