Heimilispósturinn - 15.06.1950, Qupperneq 27
„Hvað er að pabbi?“ spurði
Steve.
„Ég veit það ekki vel, dreng-
ur minn. En mér lízt ekki á
sandinn. Jarðvegurinn hefur
verið góður hingað til, en nú
lítur út fyrir að við höfum lent
í jökulleir.“
Webber hló. „Hann er byrjað-
ur strax. Hann hefði átt að vita
það. Steve er ekki fyrr kominn,
en Joe fer að hafa áhyggjur.
Það er allt í lagi með jarðveg-
inn, Joe, það ert þú sem ert
smeykur."
„Ef til vill,“ sagði Joe. „En
ég hef unnið undir þessu fljóti
áður. Ég er viss um, að við
rekumst á malarlag hérna áður
en lýkur.“
„Vertu ekki með áhyggjur,“
sagði Steve hlæjandi. „Stálið er
ágætt. Það má sneiða það eins
og ost.“
Hann stakk skóflunni í stálið
og fínn sandur streymdi úr
skóflustungunni og myndaði
hring við fætur hans. Kynlegur
hvinur heyrðist, þegar þrýsti-
loftið streymdi inn í holuna.
„Farðu varlega þarna,“ sagði
Joe höstugt. „Fljótið er fyrir
ofan þig og það langar að kom-
ast inn.“
Steve hló. Faðir hans var af
gamla skólanum. Varkárni —
nákvæmni — það var það, sem
gömlu mennirnir hugsuðu um.
Hraði — það var kjörorð nú-
tímans. Áfram með jarðgöngin,
áfram með skjöldinn — það var
aðferð ungu mannanna.
Hann hamaðist svo að svit-
inn bogaði af honum. Hann
sneri sér Við, þreif planka frá
aðstoðarmanni sínum og skorð-
aði hann upp við stálið. Hann
þrýsti á hann með hnénu og
tróð heyi með brúnunum. Svo
tók hann þvingu og skrúfaði
plankann þar til brast í honum.
„Þetta er allt í lagi, pabbi,“
sagði hann.
Hann hélt áfram að vinna.
Hvinur loftsins söng í eyrum
hans og blóðið fossaði í æðum
hans af þrýstingnum. Þetta var
reglulegt karlmannsverk: að
berjast við fljótið, gKafa göng
undir ógnandi vatnsflauminn;
beita þekkingu sinni og styrk
gegn náttúruöflunum.
„Farðu þér rólega, piltur
minn,“ sagði Joe aðvarandi. „Þú
ert með skóflu í höndunum, en
ekki sóp. Settu nokkrar fjal-
ir fyrir stálið, áður en þú mok-
ar meiru.“
„Það heldur,“ sagði Steve.
„Ég tefst á því að setja fjalir
fyrir.“
„Tefst — en þú drepur þig,
ef þú gerir það ekki,“ hrópaði
Joe. „Náðu í nokkrar fjalir og
troddu heyi með þeim, heyrirðu
það!“
„Hættu að nöldra í drengnum,
Joe,“ kallaði Webber. „Hann
stendur sig vel.“
„Það var rétt, Frank,“ kall-
aði Steye. „Talaðu við hann.
Hann heldur að ég sé barn.“
Hann stakk skóflunni aftur í
stálið og loftið hvein í holunni
með reiðiþyt.
„Asninn þinn!“ hrópaði Joe.
„Ertu heyrnarlaus. Hlustaðu!
Jafnvel loftið er að reyna að
koma vitinu fyrir þig. Náðu í
fjalir og lokaðu stálinu.“
Steve glotti: „Þú ættir að
heldur að hugsa um það, sem þú
átt að gera — eða á ég að koma
og hjálpa þér?“
„Hvað segir þú — hvolpurinn
þinn!“ Joe reiddi skófluna til
$ ? ?
HEIHILISPÓSTURtNN
25