Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Síða 10

Vinnan - 01.12.1947, Síða 10
/---------------------------->1 AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v.___________________________J 79. ársþing brezku verkalýðsfélaganna, T.U.C., var haldið í Southport 1.—5. sept. síðastliðinn. 836 fulltrúar 7.540.397 verkamanna sátu þingið, og hafði meðlimum sambandsins fjölgað um 800.000 frá síðasta þingi. Fulltrúi Alþjóðasambandsins á þinginu var E. Kypers, auk hans mættu þar fulltrúar frá verka- lýðssambandi Kanada, Belgíu, brezka hernámssvæðinu í Þýzkalandi og frá A.F.L. í Bandaríkjunum. Fulltrúi A.F.L., G. J. Richardson, réðist í ræðu er hann flutti á þinginu mjög harkalega á Alþjóðasam- bandið og verkalýðssamtök Ráðstjórnarríkjanna, en þingmenn tóku því illa og kölluðu ákaft fram í og varð ræðumaður að hætta þegar ekki heyrðist lengur til hans fyrir hrópum eins og „seztu niður“ og „þetta er að misbjóða málfrelsinu“. Fulltrúa Alþjóðasambands- ins, Kypers, var tekið með miklum fögnuði af þing- heimi. Þingið ræddi mikið um hinar erfiðu efnahagsástæður brezku þjóðarinnar og gerði margar ályktanir í því sambandi, svo sem um kolaframleiðsluna, þjóðnýtingu stáliðnaðarins, álagningu ög verðlag, byggingarmál, þátttöku.verkamanna í stjórn framleiðslunnar o. fl. o. fl. Landsfélag klæðskera og fatnaðarverkamanna lagði fram ályktun um utanríkismál, er féllst á stefnu Bevins í þeim málum. Um hana urðu mjög harðar umræður og kom fram breytingartillaga frá landsfélagi slökkvi- liðsmanna, þar sem deilt var á stefnu Bevins. I umræð- um um þá breytingartillögu sagði Bond meðal annars: „Með því að snúa baki við Evrópu setur England sig í niðurlægjandi og hættulega afstöðu gagnvart auð- valdi Bandaríkjanna. England er nú bandamaður Ame- ríku, ekki Bandaríkjaþjóðarinnar, heldur auðhringanna og þrælalaganna gegn verkalýðshreyfingunni. Er það hugsanlegt,“ spurði hann, „að þessi öfl vilji styðja sósíalisma í Bretlandi? Verkalýður Ráðstjórnarríkj- anna, Póllands og annarra ríkja Austur-Evrópu væri óefað vinsamlegri í garð brezkra verkamanna en Gen- eral Motors, Pierpont Morgan, Standard Oil og derno- kratar Suðurríkjanna með sitt kynþáttahatur og skyndi- aftökur. Að setja allt traust sitt á dollarinn þýðir dauða fyrir brezkan sósíalisma og fjárhagslegt hrun. Utanríkis- stefna Breta verður að byggjast á framsækni við hlið sósíalistisks áætlunarbúskapar í Evrópu, en ekki á því að reyna að stöðva rás tímans með afturhaldsöflum Bandaríkjaverzlunarauðmagnsins.“ Álvktunin var að lokum samþykkt án breytinga. Samþ. var ályktun gegn Franco-stjórninni á Spáni, en ályktun sem krafðist þess að brezka stjórnin endur- skoðaði afstöðu sína til Grikklands var vísað til sam- bandsstjórnar. Samþykkt var ályktun er fól sambandsstjórn að halda fast á kröfunni um sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort sem karl eða kona eigi í hlut og að konur hafi að öllu sömu tækifæri og karlar. Þingið samþykkti ályktun um utanríkisverzlunina, þar sem lögð er áherzla á að auka beri viðskiptin við Ráðstjórnarríkin, einnig voru samþykktar kveðjur til hinna nýju ríkja, Pakistan og Hindustan. Forseti var kosinn Florence Hancock. (Stytt úr W.F.T.U. Bulletin) * Á fyrra helmingi ársins 1947 bættust 87 skip við norska verzlunarflotann, samtals 348.000 tonn. Sænski verzlunarflotinn bætti við sig 27 skipum, samtals 78.000 tonn, og sá danski 39 skipum, samtals 192,300 tonn. * I Skotlandi hafa nú undanfarið farið fram tilraunir með að nota aluminium í lestarskilrúm á fiskiskipum. 14 togarar, sem nú eru í byggingu í skozkum skipa- smíðastöðvum, verða með slíkum lestarskilrúmum. Þau eru talin hafa þá kosti fram yfir skilrúm úr öðru efni, að vera mjög auðveld að hreinsa, og geymi þar af leið- andi fiskinn miklum mun betur. Auk þess eru þau létt og sterk. Skilrúmin eru þannig gerð, að á milli alumin- ium-þynna er notað gúmmíefni (oransit), sem er bæði létt og sterkt, svo styrkleiki slíkra skilrúma er talinn meiri en með venjulegri gerð. Aluminium í yfirbyggingar skipa virðist eftir þeim tilraunum er gerðar hafa verið með notkun þess, eiga mikla framtíð. I. T. F. * Sænsku samvinnufélögin hafa í undirbúningi að reisa í sambandi við hina stóru keramikverksmiðju sína í nágrenni Stokkhólms, verksmiðju er framleiðir baðker. Verður hún sú stærsta í heimi í sinni grein og á að geta fullnægt þörfum allra Norðurlandanna. I verksmiðj- unni verða 5 pressur, sem hver um sig mótar eitt bað- ker á mínútu. Álíka stórvirkar verða glerhúðunarvél- arnar. Á hver þeirar að húða 500 baðker á dag. Framhald á bls. 261 232 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.