Vinnan - 01.12.1947, Side 14
Riðið í göngur frá Rangárvöllum
Tæki til málmiðnaðar....... — 40%
Dráttarvélar ................... — 72%
Unnið timbur.................... — 10%
Pappír.......................... — 61%
Sement ......................... — 85%
Skór úr leðri................... — 28%
Bómullardúkar ................... — 17%
Ullardúkar....................... — 30%
Áætlun ársins 1947 gerir ráð fyrir mikilli aukningu
frá síðasta ári, sérstaklega í að auka framleiðslu til
heimilisþarfa, svo sem ullardúka og skófatnað. Á fyrsta
fjórðungi þessa árs náðu ýmsar iðngreiriir ekki settu
marki, sem átti aðallega orsakir í erfiðleikum á flutn-
ingum, sem stöfuðu af mjög óhagstæðri veðráttu. En á
öðrum fjórðungi ársins náðu þær sér upp og sýndu í
lok hans aukningu frá 15%—29% miðað við sama
ársfjórðung árið áður. 1 hernumdu héruðunum var
aukningin 27%, miðað við sama tíma.
Þrátt fyrir þessa aukningu framleiðslunnar var aukn-
ing mannaflans við hana aðeins 7%, svo að helmingur
aukningarinnar er að þakka betri vinnuafköstum, er
þýða mikla lækkun á framleiðslukostnaði.
Enn er þó miklu ólokið áður en eyðilegging styrj-
aldarinnar er að fullu bætt, en þeir árangrar, sem þeg-
ar er náð, verða að teljast mjög merkilegir. Þegar í
stríðslok höfðu 33.000 mílum af j árnbrautarkerfinu
verið komið í lag, og % af kolanámum Don-héraðsins
voru teknar til starfa á ný. Ári eftir stríðslok voru
skurðirnir í norðurhéruðunum endurbættir og skipa-
samgöngur milli Efri-Volgu og norðurhéraðanna komn-.
ar í eðlilegt horf. Á þessu ári var lokið við að fullgera
Dnjeprstífluna og sá fyrsti af þrem tröllauknu háofnun-
um í Zaporoshe er tekinn til starfa. í endurbyggingu
stáliðj uversins þar eru þegar kpmin 10 milljón dags-
verk. I hernumdu héruðunum eru % af akurlendi, eins
og það var fyrir stríð, komnar í rækt að nýju og sam-
yrkjubúin hafa nú þegar fengið helming þess kvikfén-
aðar er þau höfðu áður.
Meðan á stríðinu stóð og síðan hefur mikil áherzla
verið lögð á að flýta iðnaðarþróuninni í austri. Ekki
aðeins í Úral, heldur í Mið-Síberíu í Kasakhstan og
austur við Baikalvatn hafa risið stóriðjuver, sem nýta
hinar geysimiklu hráefnalindir austur þar. í hinni nýju
5 ára áætlun er gert ráð fyrir að aðeins helmingur járn-
framleiðslunnar 1950 komi frá hinum gömlu iðjuver-
um í vesturhlutum landsins. 1950 munu 36% af olíu-
framleiðslunni koma frá austurhéruðunum, en fyrir
stríð voru það aðeins 10—11%.
236
VINNAN