Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Side 17

Vinnan - 01.12.1947, Side 17
Gamall sveitabœr: Akrar á Mýrum Fyrst fann Österlund til vonbrigða. Hann hafði ætlað sér að fá sel. En á meðan hann sat þarna á ísnum fann hann út, að nærri 200 kíló af vaxi væri miklu meira virði en selur, og þessi útreikningur hans var ekki svo fjarri lagi. Jafnframt reiknaði hann út að fylgzt mundi hafa verið með veiðiför hans frá vitanum. Þar var ungur vitavarðarglópur, sem hafði horn í síðu hans. Hann varð því að tilkynna fundinn og láta bjóða hann upp. Ekki var nú líklegt að margir færu að bjóða á móti honum á þessu eyðilega vitaskeri langt frá öllurn lögum og rétti, ef hann vildi sjálfur eignast það, sem hann þannig hafði fundið. Hér var því möguleiki fyrir gróða. Hann fór að höggva ísinn í kringum tunnuna ög losa hana. Með því að nota skriðborðið og skutullínuna náði hann henni loks með miklum erfiðismunum upp á ísinn. En erfitt var að velta henni í land og það var farið að rökkva þegar hann var loks búinn að koma henni fyrir uppi í sjóbúðinni. Mamma gamla skamm- aðist og hitaði kaffi, en hann var niðursokkinn í áætl- anir og útreikninga. Honum fannst hyggilegast að fara til Stokkhólms með vaxið og selja það þar sjálfur. Or- lofið fengi hanrí í júní. Hann hafði ekki komið til Stokk- hólms síðan hann var fimmtán ára skipsstrákur á Eld- ingunni. Hann var þá nokkrum sinnum sendur í land til að kaupa mat, á meðan þetta ágæta skip lá í höfn höfuðstaðarins. Og hann kom matarlaus aftur. Og hann var barinn af matsveini, stýrimanni og skipstjóra. Minn- ingar hans frá þessari borg voru því ekkert sérstaklega hugðnæmar. En nú var hann í þjónustu ríkisins og haf ði fjórtán daga orlof með fullum launum. Þess vegna skyldi hann nú ferðast þangað í verzlunarerindum og nota um leið tækifærið til að skemmta sér einu sinni á ævinni. * Vaxið hans var fínt. Hann varð að kaupa það dýru verði á Uppboðinu. Vaxið var rússneskt — einn toll- þjónninn þekkti stafina á fatinu. Rússar framleiða mik- ið af vaxi og búa til úr því kerti í kirkjurnar. Toll- þjónninn bölvaði sér upp á að þetta væri kirkjuvax. Tunnan var stórmikils virði og Österlund hefði fengið hana allt of ódýrt. En nú skyldi hann ekki gera neina glópsku, þegar hann kæmi til borgarinnar. Hann skyldi halda sem lengst í vaxið og ekki láta leika á sig. Því að í Stokkhólmi úir og grúir af bófum og glæpamönnum, sem nota sér fáfræði manns, sem eiginlega hefur aldrei séð annað en Snoppuskerið, þó að hann sé kominn af sokkabandsárunurn. Erfiðast varð Ósterlund að skiljast við mömmu sína. En hann lét hina starfsmennina lofa sér því að líta til hennar á hverjum degi — koma í kaffi á hverjum degi VINNAN 239

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.