Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 18

Vinnan - 01.12.1947, Page 18
og heimsóknir oft á dag. Hann ætlaði að kaupa gjafir handa gömlu konunni. Hún skyldi fá vandað sjal, og hatt, eins fallegan og fallegri en þann. sem frú hafn- sögumannsins var með, þegar hún kom til Snoppu- skers í sumar. Og svo átti hún að fá staf með silfur- handfangi í staðinn fyrir birkilurkinn, sem hún notaði til að styðjast við. Og brjóstnælu og nýja sálmabók. Því að Österlund hafði- með tímanum dregið saman dálítið af peningum. Reyndar hafði hann drukkið dá- lítið, en enginn ríkisins þjónn verður fátækur fyrir það, því að brennivínið er ódýrt. Sú gamla hafði nú reyndar haft vald á kútnum og skammtað honum aðeins þennan reglulega morgunsnaps, sem hver karlmaður þarfnast. Og hann ætlaði ekki að vera að heiman nema fjórtán daga. Österlund fór með hafnsögubátnum. sem kom til Snoppuskers einu sinni í mánuði með olíu og póst og mat og aðrar nauðsynjar. Yaxtunnan lians var traust- lega fjötruð á þilfarinu og sjálfur sat hann á henni, hálf-órór út af mömmu gömlu, en með forvitni bland- inni tilhlökkun eftir dýrð höfuðstaðarins og stórgróða- sölunni, sem framundan var. I nýsaumuðum vasa innan á vestinu var þrýstin seðlabók. Hann var klæddur ein- kennisbúningi, og með mikla. rauða skeggið og sæblá augun var hann æði mikilúðlegur og sæhetjulegur. Mamma hans hafði prjónað handa honum úlnliða- smokka með bláum og rauðum bekkjum. Slíkt þótti fínt í æsku hennar. Þeir fóru reyndar ekki sem bezt við einkennisbúninginn, en mamma hafði prjónað þá og þess vegna skyldi hann nota þá. * Österlund komst til Stokkhólms og lét flytja vaxtunn- una sína í land og kom henni í geymslu í verzlun einni við Rósarvík. Sjálfur fékk hann að halda til í hafn- sögubátnum í bráðina, og svo íleygði hann sér út í heimsglauminn. Stokkhólmur var honum alveg nýtt fyrirbrigði. Hann var gamall piparsveinn og hafði alltaf — svo að segja — hangið í pilsum mömmu sinnar. Nú kom stórborgin með allar sínar hættur og freistingar og þreif hann eins og þúsundarma krossfiskur: Hann þurfti ekki lengi að vera einmana. A Skipsbryggjunni, við Sæbergspallinn, í Syðra og í Dýragarðinum hitti hann kunningja, sem komið höfðu til Snoppuskers og notið gestrisni hans þar. Hann hitti gamla skipsfélaga — suma, sem enn voru á sjónum og aðra sem komnir voru í land — og hann slóst í félagsskap þeirra. En hann lenti ekki út í neitt svínarí, því að hann bar virðingu fyrir einkennis- búningnum, sem hann var alltaf í. En hann skemmti sér. Hann fór í Látúnsstöngina og Friðinn og Vega og borðaði stærðar buffsteikur með miklum lauk og hann saup stóra sopa. Og í miðjum skeggfeldinum var gleði- bros frá rnorgni til kvölds — hann var í Paradís. En á kvöldin, þegar hann var kominn fram í hafnsögubát- inn, lá hann snöktandi og hugsaði til níræðu mömmu sinnar, sem ekki var enn búin að fá silfurstafinn né fína sjalið. Hann reyndi að selja vaxið sitt, en þótti verðið alltaf of lágt. Félagar hans reyndu að leika á hann, en hann sá við þeim. Hann fór til lyfjabúða og efnagerða, en þær buðu hver annarri lægra, og bráðum myndi hafnsögubáturinn fara. Þá yrði hann að flytja í hótel. Og hann hafði frétt að öll hótel væru morandi í lús og veggjatítlum. Það líkaði honum ekki, því að hann var hreinlegur og þrifinn og átti einkennisbúning, sem var öllum öðrum virðulegri og þýðingarmeiri. Hann var frá vitamálastjórninni og á hann inátti eng- inn blettur falla. Hvernig væri hægt að hugsa sér sjó- menn án vita og vita án manna, sem sæju um þá og ábyrgðust þá? Nehei! Stokkhólmur var ekki fyrir hann. Það var ein djöfulsins borg. En vaxið? 0, skollinn hafi vaxið. Hann ætlaði að fara með það heim með sér aftur og búa til úr því jólakerti handa mömmu. Og engin kerling í öllum heimi skyldi hafa aðra eins ljósadýrð og mamma hans. Hafnsögubátnum dvaldist. Hann þurfti ekki að flytj- ast í lúsugt hótel. Þegar hann vissi þetta, færði hann drottni þakkir og fór út og keypti sjalið og brjóstnæl- una handa mömmu gömlu. Loks rann upp síðasti dagur Stokkhólmsdvalarinnar. Hann hafði nú kynnzt borginni nokkuð, en ennþá var hann sami saklausi fimmtíu og fimm ára drengsnáðinn, sem í öllum heiminum átti aðeins níræða mömmu sína að treysta á. Án hennar var hann rótarlaus og hjálpar- vana. Hann hafði eignazt marga kunningja í borginni, því að hann var glaður og kátur og barnalegur. Og nú skyldi kveðjuhátíðin haldin í stofunni uppi yfir kjallar- anum Friðnum. Þar var glatt á hjalla og notalegt, há- vaði og hnittnar sögur. Þar undu sér skipstjórar og hafnsögumenn og skerjabúar. Sjálfur hef ég hvergi lært eins mikið um sælífið og skerjagarðinn eins og uppi yfir kjallaranum Friðnum á þeim dögum. Og Österlund veitti sexu, eins og kallað er. Hann var að kveðja borgina og ætlaði aldrei að koma þangað aftur, því að nú tæki hann við starfi sínu á ný og fengi aldrei framar orlof. Hann varð svo óskaplega fullur, að timburmennirnir á eftir voru eins og tvö bjarndýr í fangbrögðum. Morguninn eftir rölti hann út í borgina og kom þá að Kóngstrjágarðinum og rak augun í Vaxmyndasafnið, sem þá var alveg nýtt. Ég held það hafi verið opnað árið 1889. Ósterlund stakk sér strax inn í vaxfnyndasafnið og vegna ástands síns þá um morguninn varð hann afar hrifinn af allri dýrð þess. Hugmyndin, sem lá að baki. og allt þarna inni var honum nýstárlegt, og honum fór 240 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.