Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 20
JÓN JÓHANNESSON:
Hverf glaður brott -
Hin væru kvöld og vakan hlý og góð,
hið vota bláa gras sem il þín tróð,
það feimna hús sem blóm á þekju bar,
sá blær sem þuldi gömul næturljóð,
og fuglar þeir sem flugu í tún og hlað
og felldum vængjum námu gististað,
er týnt sem fokið trjálauf skemmtigarðs,
og tilgangsleysi eitt að harma það.
— Hvað er hún gömul?
— Mamma er níræð. Er það ekki nóg?
— Níutíu ár er enginn aldur fyrir Sænska vaxmynda-
safniS. Væri hún hundraS og fimmtán eSa hundraS og
tuttugu ára, þá gæti þaS komiS til mála.
— Já, en hún hefur veriS svo fjarska fátæk og búiS
ein í koti á Snoppuskerinu í svo afskaplega mörg ár og
aliS upp þrjú börn án þess aS fá eyris styrk og stritaS
meira en nokkur annar kvenmaSur í allri SvíþjóS.
— ÞaS er ekki til neins, herra Osterlund. VeriS þér
sælir, herra Österlund!
— Jæja, veriS þér þá sælir, forstjóri, og ég verð að
biSja ySur mikillega afsökunar fyrir aS hafa eytt ySar
dýrmæta tíma!
Österlund gekk niður á strætiS í þungum hug. Hann
gat ekki fengiS inn í sinn haus að kona eins og mamma
hans ætti ekki skiliS aS komast í röS þessara stórmenna.
Því í hans augum bar hún langt af þeim öllum. Hann
skildi ekki þessi köldu fjármálasjónarmiS forstjórans.
Hjartalaus. Skilningslaus.
Hann gekk niSur götuna aS gamla leikhúsinu. En allt
í einu nam hann staSar og á andlit hans hrá ljóma af
innri birtu. Honum datt nokkuS í hug, og nú hélt hann
sig skilja VaxmyndasafniS, forstjóra þess og alla þá
erfiSleika, sem nýstofnaS fyrirtæki á viS aS stríSa.
Hann sneri viS, barSi aS dyrum og var aftur vísaS
inn til forstjórans. Hann hafSi allt í einu munaS eftir
vaxinu, sem enn var óselt, og hann' sagSi:
— AfsakiS, forstjóri, aS ég eySi enn ySar dýrmæta
tíma, en mér datt nokkuS í hug. Ef til vill eiga herr-
arnir ekki nægilegt vax? En þá á ég það, bara aS
mamma komist inn. En þaS verS ég aS segja forstjór-
anum, aS hún hefur aldrei stoliS!
Þú hefui glatað öllu efsta sinn,
sem aldasöfn og guðir hringdu inn,
fyrst harmgrá flugbraut hörðu bliki skyggnd
nú hylur lítinn jarðarblettinn þinn.
Þó lýsir hér af íslands unga svip,
hér æfast flugmanns höndum stoltust grip:
um skýjamarans mistursvala djúp
fer mjúku flugi loftsins hvíta skip.
Sjá þú sem dapur styðzt við gamlan staf,
hvar stýrir létt og öruggt blámans kaf
hátt ofar jörð og silfurfáðum sæ
þinn sonur út á morgunroðans haf.
Hans meitilskorna svip í hverri sveit
er sælast braut vor lög og fyrirheit
og fúsast hefur guðum símim gleymt
og gjarnast kropið ungri trú ég leit.
Hann leysir ei en heggur sérhvern hnút,
sem hnýtir fátæk þjóð og niðurlút,
hann kvistar grein og klýfur stofn og rót
svo klukka tímans gangi hraðar út.
Hann sáldrar rór því gulli á glæ sem hér
að gjöf hin bljúga einsemd rétti þér.
Máski hann fljúgi flugvél sinni heim
með frelsi nýrrar jarðar handa sér.
Svo mörg ein spá mér reyndist ráðvillt hjal.
Hér ríkir tómlát þögn í myrkum sal.
Hvern grunar okkar gleði um næstu ár?
Hvern grunar harmleik þann sem koma skal?
Hverf glaður brott, nýtt land skal ljóma hér
og ljóð hins nýja dags skal óma hér
er skýgrá fjarlægð skýlir þinni smæð,
og skuld mun öðrum birta dóma hér.
Um kvöldiS fór hafnsögubáturinn með Österlund,
vaxiS, sjaliS, brjóstnæluna og nokkrar smálestir af
reynslu, aftur til Snoppuskersvitans. Österlund var bú-
inn aS fá nóg af Stokkhólmi.
Sigurður Kristjánsson þýddi.
242
VINNAN