Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 23

Vinnan - 01.12.1947, Page 23
Frá 20. þingi Alþýðusambands íslands: Atvinmi- og dýrtíðarmál 20. þing A. S. í. telur að sú nýsköpun atvinnuveg- anna, sem framkvæmd var á árunurn 1944—46, hafi veriö eitt mesta framfaraátak, sem unnið hefur verið í þjóðarbúskap Islendinga. Sá grundvöllur, sem lagður var með nýsköpunar- stefnunni, veitir þjóðinni aðstöðu til betra lífs og auk- innar menningar, ef réttilega er á málum haldið. Þingið átelur hins vegar þá stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar, sem nú hefur ríkt að undanförnu, þar sem framhald hennar hlýtur óhj ákvæmilega að leiða af sér algjöra stöðvun nýsköpunarinnar og almennt atvinnu- leysi verkafólks. Þihgið mótmælir þeirri stefnu, að auka álögur á almenning með auknum tollabyrðum og þeim kröfum afturhaldsins, sem miða að því að velta byrðum dýrtíðarvandamálanna yfir á herðar alþýðunnar. Það er staðreynd, að meiri auður er nú í fárra manna hönd- um á Islandi, en nokkru sinni áður. Það er einnig stað- reynd, að þjóðartekjurnar eru meiri nú en áður. Alþýð- an getur því ekki samþykkt að fórna neinu af sínum lífskjörum, sem myndi verða til þess að auka enn við gróða hinna ríku og gera tekjuskiptinguna ennþá órétt- látari en hún er. Eins og atvinnumálum landsins er nú háttað, telur þingið brýna nauðsyn á að þegar í stað verði gerðar öflugar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi og til þess að tryggja framleiðslu þjóðarinnar. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við aðra aðila í landinu um ráðstafanir í þessu efni. Þær ráðstafanir, sem gerðar verða, þurfa að fela í sér það meginatriði, að tryggja almenningi í landinu að minnsta kosti jafngóð lífskjör og að undanförnu. Þing- ið vill benda á eftirgreind atriði í sambandi við lausn dýrtíðarvandamálanna: 1. Bátaútvegmnn verði tryggt fast lágmarksverð fyrir fiskinn, sem tryggi hlutasjómönnum réttlát kjör í sam- ræmi við aðrar atvinnustéttir. (Samþ. með 121:29). 2. Að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til þess að létta af bátaútgerðinni óeðlilegum milliliðakostnaði og til þess að koma í veg fyrir okur á útgerðarvörum og óhófseyðslu í útgerðarkostnaði. (119:7). 3. Að útgerðinni og fyrirtækjum, sem rekin eru í beinu sambandi við hana, verði séð fyrir nægilegum lánum ineð hagstæðari lánskjörum, en verið hefur. —• (118:41. 4. Að afurðasalan verði endurskipulögð með það fyr- ir augum að samræma hana meira en nú er, og til þess að tryggja verkalýðssamtökunum eðlilega íhlutun um afurðasöluna. (120:7). 5. Að verzlunarskipulaginu verði gjörbreytt og milli- liðagróði heildsalanna útilokaður m. a. með aukinni samvinnuverzlun og landsverzlun. Verðlagseftirlitið verði skerpt svo, að það nái tilgangi sínum. (120:8). 6. Að tollar verði lækkaðir eða afnumdir á helztu nauðsynjavörum almennings, en í þess stað hækkaðir skattar á hátekjum og stóreignum. (119:3). i 7. Að ráðstafanir verði gerðar til þess að lækka óhóf- lega húsaleigu og koma í veg fyrir hverskonar húsaleigu- okur. Jafnframt sé byggingarfélögum verkamanna og bvggingarsamvinnufélögum gert kleift að halda áfram nauðsynlegum íbúðabyggingum í stórum stíl. (119:3). 8. Að strangar reglur séu settar til þess að tryggja hagnýta notkun gjaldeyris án þess að gengið sé á heil- brigð lífskjör almennings. Þannig sé komið í veg fyrir óþarfa innflutning, óhagstæð innkaup og gjaldeyris- flótta úr landi. Reynt verði að fá uppgefnar og afhent- ar gjaldeyriseignir íálendinga erlendis. (121:2). 9. Að dregið verði í hvívetna úr kostnaði við embætt- isrekstur ríkisins. (122:3). 10. Að framkvæmd skattalaganna verði bætt og reist- ar skorður við því, að fé sé dregið út úr atvinnurekstr- inum til annarra hluta. (121:3). 11. Að jafnhliða framantöldum ráðstöfunum verði tryggt að næg atvinna sé handa öllum og að fjármagni þjóðarinnar sé einbeitt í gagnlega uppbyggingu. (122:3) Þingið vill sérstaklega undirstrika, að það telur, að ekki komi til mála að hlutasjómenn ráði sig til vertíðar upp á aflahlut, nema fast örugglega tryggt fiskverð liggi fyrir í byrjun vertíðar og að það fiskverð sé svo hátt, að það veiti hlutamönnum réttlát kjör borið sam- an við aðrar atvinnustéttir. Kjörorð þingsins er: Uppbygging atvinnuveganna. Aldrei framar atvinnuleysi. Álvktunin í heild samþykkt með 121 gegn 6 atkv. VINNAN 245

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.