Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Side 24

Vinnan - 01.12.1947, Side 24
LÚÐVÍK JÓSEFSSON: Betri lífskjör, en ekki lækkuð laun ÞaS er ekki nýtt að heyra atvinnurekendur og þeirra fulltrúa tala um of hátt kaupgjald, um of mikil hlunn- indi verkafólks og um sligaSan atvinnurekstur vegna hins dýra vinnuafls. Allar kaupbreytingar, sem verkafólk stendur aS, eru eitur í þeirra beinum. Allt slíkt er kallaS „kommún- istabrölt“, „fjörráS viS atvinnuvegina“, „glæpur“ eSa annaS því líkt. Samtök verkafólks þekkja þessar viStökur. Allar kröf- ur samtakanna um leiSréttingu á kjörum hins vinnandi fólks hafa fengiS þessar undirtektir atvinnurekenda. Enginn reyndur fulltrúi úr samtökum verkalýSsins læt- ur þennan venjulega, skilningslausa barlómssöng hafa áhrif á sig. A yfirstandandi ári hafa atvinnurekendur ekki einir sungiS þennan barlómssöng, heldur hefur sjálf ríkis- stjórnin og allt hennar fylgiliS kyrjaS þenna söng. Rík- % isstjórnin hefur beinlínis gengiS fram fyrir skjöldu og skipulagt áróSurinn gegn lífskjörum almennings. Hún hefur fylkt öllu sínu liSi, notaS útvarp, og blöS og sjálfar ríkisstofnanirnar í þessum tilgangi. ÞaS mun óhætt aS segja, aS sjaldan hefur meira kapp veriS lagt á nokkurn hlut en þann aS telja þjóSinni trú um, aS óhjákvæmilegt sé aS skerSa lífskjör almenn- ings. í þessurn áróSri er hamraS á því, aS launin verSi aS lækka, kaupmáttur launanna sé of mikilli og því verSi allir aS fórna. Þessi áróSur er hættulegur. Hann er upphafiS aS fyrirhugaSri árás á lífskjör almennings. Árásin er und- irbúin á þann hátt aS veikja á mótstöSuþol launþega meS ósönnum sögum um ástandiS í fjárhags- og at- vinnumálum þjóSarinnar. VerkalýSssamtökin verSa því aS kunna rétt skil á ástandinu, eins og þaS í raun og veru er. Þau verSa aS greina skýrt á milli aSalatriSa og aukaatriSa, og vísa samkvæmt því á bug blekkingar-áróSri andstæSinganna. Vandamál atvinnuveganna og þjóSarheildarinnar verSa aS kryfjast til mergjar og skoSast í ljósi staSreynda. Þrjú síldarleysissumur eiga ekkert skylt viS dýrtíSar- vandamáliS. Of hátt verSlag í landinu, sem t. d. stafar af okurgróSa heildsala og annarra óþarfra milliliSa, á heldur ekkert skylt viS launakjör verkafólks. Gjaldeyris- eySsla í lúxusbíla, heildsalaráp út um allan heim, og í óþarfa innflutning á heldur ekkert meS launakjör al- mennings aS gera. En áróSur ríkisstjórnarinnar og hennar fylgifiska hrærir öllu þessu saman og gerir lífs- kjör alþýSunnar aS brennipunkti í öllum vandamálum þjóSarinnar. Allt sem önugt er og erfitt á aS stafa af of háu kaupi og af því er kauplækkunin, í einu eSa öSru formi, þeirra einasta bjargráS. Einn gildasti þátturinn í þessum áróSri hefur veriS víliS og væliS um gjaldeyrisskort. Allar gjaldeyriseignir þjóSarinnar eru sagSar uppétnar, eyddar og aS engu orSnar. Gj aldeyrisskorti er svo boriS viS uni alla hluti, en vilja- og skilningsleysi stj órnarvaldanna er afsakaS meS því, aS enginn gjaldeyrir sé til. FjárhagsráS hefur gefiS út tvær skýrslur um gjald- eyrismálin. Þær áttu báSar aS sýna þjóSinni, aS óhjá- kvæmilegt væri, vegna gjaldeyrisskorts, aS stöSva mik- inn hluta atvinnulífsins og stórminnka neyzlu lands- manna. BlöS stjórnarinnar sögSu til skýringar á skýrslunum, aS mjog vafasamt væri hvort hægt yrSi aS flytja til landsins á þessu ári ýmsar brýnustu nauSsynjar al- mennings. Skýrslur fjárhagsráSs hafa í ýmsum aSalatriSum reynzt rangar, en niSurstöSur þær, sem stjórnarblöSin hafa fengiS út úr þeim, hafa þó reynzt enn fjær veru- leikanum. Staðreyndir sýna, að í ár ér gjaldeyrisöflun þjóðar- innar meiri en nokkru sinni áður. S.l. ár urSu verSmæti útflutningsins meiri en áSur hafSi orSiS á einu ári. Þá nam útflutningurinn 291 millj. króna. í ár nemur útflutningsverSmæti ársfram- leiSslunnar um 350—360 milljónum króna. í ársbyrj- un nam gj aldeyriseign landsins 223 milljónum króna, en allverulegum hluta þeirrar upphæSar var ætlaS aS ganga til nýsköpunarframkvæmda. ÞaS er augljóst mál, aS gjaldeyristekjur ársins, aS viSbættri gjaldeyriseigninni í ársbyrjun, mun auSveld- lega nægja til áframhalds nýsköpunarinnar í ár og inn- flutnings á öSru því, sem eSlilegt athafnalíf landsmanna og óskert lífskjör krefjast. ÞaS er fjarri sanni, aS allur gjaldeyrir landsins sé uppétinn. Fyrir mikiS af gjald- 246 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.