Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 28

Vinnan - 01.12.1947, Page 28
BJORN ÞORSTEINSSON Marshal ofursti og Tékkar Hjálpsamt íólk Tékkar eru mjög hjálpsamir við útlendinga, og ég sá ýmis dæmi þess, að þeir eru einnig snúningaliprir innbyrðis. Ef ferðamaður veit ekki gjörla, hvert halda skal í Praha, nægir að draga fram kortið og athuga það, þótt hann viti, að það eitt komi sér að litlu haldi. Þetta herbragð hafði þær afleiðingar í París, að hópur leynisala þyrptist að manni, en í Praha ber ekki á þeim flokki manna. A samri stundu og kortið er komið á loft, safnast að manni 6—10 Tékkar, sem tala álitlegan hluta af tungumálum Evrópu og bjóðast til að leiða mann á rétta braut. Meira að segja afgreiðslufólk og sporvagnsstjórar fylgdu mér oft nokkurn spöl til þess að sjá um, að ég tæki ekki skakkan pól í hæðina. í sölu- búðum var ég stundum í þann veginn að kaupa köttinn í sekknum, þegar einhver náungi gaf mér bendingu. „Þér eigið ekki að kaupa þetta. Það er ekki góð vara.“ Ferðaþættir Síðan fræddi þessi kompáni mig ef til vill á því, hvar bezt mundi að nálgast þessa vörutegund, ef hann taldi hana kaupandi í landi sínu. Ég varð þess var, að slík- um bendingum var óhætt að treysta. Þessi framkoma Tékka kemur sér oft vel, en nálgast þó stundum að vera þreytandi. Sumir telja hana vera slettirekuskap, aðrir forvitni, þriðju exhibitionisma (Tékka langi til að láta á sér bera og sýna málakunnáttu sína), fjórðu minnimáttarkennd gagnvart því, sem erlent er, og þeir finimtu telja þetta komið af hreinni og flekklausri gest- risni. Af hvaða rótum, sem þetta er runnið, gerir þessi framkoma ferðamanninum fremur auðvelt að kynnast landi og þjóð. Ijjpljl11 Bygging tryggingastofnana ríkisins í Prag 250 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.