Vinnan - 01.12.1947, Síða 29
Amerískur áróður
Afslaða Tékka til annarra þjóða er yfirleitt mjög
vinsamleg, þegar Þjóðverjum sleppir. Þýzka er næstum
því annað móðurmál Tékkanna og þurfa þeir oft á
þessari tungu erfðafjandans að halda. Mér virtist þeir
njóta þess fyllilega flestir að skrafa á þessu máli, en
mér var sagt, að vafasamt væri fyrir útlendinga að vera
mjög mælskir á þýzku. I Austurríki og Sviss talar
meginhluti íbúanna þýzku. Þegar þeir koma til Tékkó-
Slovakíu festa þeir á sig merki, sem gefa það til kynna,
að þeir séu ekki Þjóðverjar, heldur tali þeir austur-
ríksku eða svissnesku, og þarf enginn Tékki að skamm-
ast sín fyrir að tala við slíka menn.
Fyrstu dagana þótti mér nóg um dálæti Tékkanna á
Bandaríkj amönnum og því, sem ameríkst er. Þegar við
hjónin vorum komin út á götur Praha klædd eftir nýj-
ustu Reykjavíkurtízku, kom oft fram, að fólk hélt, að
við værum úr ríki Trumans, og lét á ýmsan hátt í ljós
fögnuð sinn yfir að sjá Bandaríkjamenn. Ég rakst
einnig á tvær stórar upplýsingaskrifstofur á vegum
bandaríkska sendiráðsins, þar sem Abraham Lincoln og
Roosevelt forseta var stillt út og heilmikið veður gert
úr lýðræðisást og frelsishug hinnar vestrænu þjóðar. Á
aðalskrifstofu æskulýðsfélaganna í Praha var stærðar-
mynd af Trumani fremst í gangirjum, en síðastir kornu
félagarnir Stalin og Churchill hlið við hlið. Attlee og
Bevin sáust hvergi. I bókabúðum sá ég fjölda af bók-
um um vestræn efni. Ævisaga Eisenhowers var nýkomin
út, einhverjir bæklingar voru til urn Roosevelt og fleiri
merkismenn þar vestra. Ég átti tal við nokkra Tékka
um það, hvort Bandaríkjamenn og þeirra fylgifiskar
væru að auka áróðurinn í landinu. Þeir gerðu lítið úr
því, að þetta væri nýtt fyrirbrigði og bentu mér á, að
hér væri um enga pólitík að ræða. Bókaverzlanir
kommúnistanna lægju t. a. m. sízt á liði sínu við að
auglýsa ameríkskar bækur bæði í þýðingum og á frum-
málinu. Þjóðinni væri í heild mjög vel við Bandaríkja-
menn, sökum fornrar og nýrrar hjálpar þeirra við
Tékka. Wilson forseti er næstum því þjóðhetja Tékka,
Bandaríkj aherinn átti mikinn þátt í því að reka Þjóð-
verja úr Bæheimi, og síðast en ekki sízt hafa Banda-
ríkjamenn hjálpað fjölmörgum tékkneskum fjölskyld-
um um fæði og klæði gegnum Unra á sínum tíma.
Marshalplan, útþenslustefna Bandaríkjanna og maður
með Battersby á höfðinu á götum Praha eru tvö óskyld
fyrirbæri. Þeir vilja sýna höfðinu með barðastóra
hattinn, að þeir eru langminnugir á það, sem þeim
er vel gert, en það raskar ekki ákvörðunum þeirra um
öryggismál sín.
Margir virtust vera alluggandi um þróun stjórnmál-
anna í vestanverðri Evrópu, sérstaklega í Bretlandi.
Bandaríkin eru ekki hættuleg að þeirra áliti, nema þau
fái sterka bandamenn í Evrópu, helzt í Englandi og
Jóhanns Huss-torgið í Prag. Nikulásarkirkjan í baksýn
og Pragkastali
Þýzkalandi. Þess vegna eru rnargir forvitnir að vita
eitthvað um stjórnarandstöðuna þar og uppreistina í
Verkamannaflokknum brezka. Ég varð var við, að
tékkneskum verkamönnum lék sérstök forvitni á að
frétta um kjör stéttarbræðra sinna í Englandi: „Sie
miissen geld haben,“ var viðkvæði þeirra. Þeir höfðu
þá nasasjón af þjóðfélagsfræði, að þeir vissu, að stéttir
og stéttasamtök eru máttlaus til allra góðra hluta, ef
þau eru ekki efnalega sjálfstæð.
Ekki okkur að kenna
Mér finnst afstaða Tékka til Marshals-plansins lýsa
þeim talsvert vel og afstöðu þeirra til umheimsins. Ég
held, að talsverður hluti af Tékkum veigri sér við að
hafna boði eða bæn erlendra þjóða og einstakra manna.
Þótt þeir veiti ekki afsvar eða láti að nokkru líklega, þá
er það engin sönnun þess, að þeir bregðist vel við boð-
inu eða bæninni. Þegar minnka tók um gjaldeyri minn
VINNAN
251