Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 36
THORNE SMITH : Brækur biskupsins Thorne Smith er afar vinsæll skemmtisagnahöfundur. Nýlega hefur komiS á íslenzku eftir hann sagan Topper. Ein bóka hans heitir „The Bishops Jaegers“ -— „Brækur biskupsins“. Helztu sex persóríur sögunnar eru í formála kynntar lesendum á dálítið sér- kennilegan hátt. Þessar sex persónur lenda síðar í sögunni í mjög skrýtnum œfintýrum saman. Bók þessi er í þýðingu og mun koma út á næsta ári á forlagi Draupnisútgáfunnar. — Hér birtist upphaf sögu þessarar, fyrri hluti formálans, kynning jjögurra af aðalpersónunum. AÖur en biskupinn dró buxurnar upp yfir sínar traust- legu, geistlegu býfur, virti hann þær fyrir sér meö ánægju, sem ekkert átti skylt við neinar trúarskoðanir. Ekki svo að skilja að biskupinn væri á þennan hátt að gæla við nærbuxurnar sínar. Fjarri því. Venjulega gaf hann nærbuxum alls engan gaum, hvorki sínum eigin né sóknarbarna sinna. Hann taldi aðeins víst að þau væru í þeim. Á sínum langa og starfsama góðverkaferli hafði bisk- upinn orðið þess valdandi að fjöldi Suðurhafseyja-höfð- ingja hafði stórspillt útliti neðri hluta líkama sinna með því, að nota ljómandi fallegar nærbuxur. Þó miklaðist hann alls ekkert af þessum nærbuxnasigrum sínum. Langt frá því. Fyrir Walter biskupi voru nærbuxur aðeins fyrsti leikurinn í mjög flóknu tafli við fjandann. I því tafli voru síðar, ógeðslegar nærbuxur sterkur leikur í þá átt, að gera þann gamla heimaskítsmát. Þær voru nauðsyn- legt, en ekki beint unaðslegt skref á hinni þröngu leið til drottins — afkáralegt en mikilvægt þrep í flókinni þjón- ustugerð andlegrar íklæðningar. Aldrei hafði neinn hinna svonefndu frelsuðu villi- manna biskupsins vikið sér að honum og mælt í bljúgum kvörtunarróm: „Þessi félagi þinn kom aldrei í nærbuxur alla sína æfi. Hvers vegna skyldi ég þá gera það?“ Ef til vill var það þess vegna, að sá góði biskup hafði látið und- ir höfuð leggjast að leiða hugann að hinni öflugu and- nærbuxna hreyfingu, sem enn þrífst, án þess að menn skammist sín fyrir hana, fyrst og fremst á þessari jörð, og sennilega líka á öðrurn jarðarhnöttum. Því að Walter biskup var fyrst og fremst afar hrekklaus maður. Honum gat blátt áfram ekki komið til hugar að nokkurt samfélag gæti haft nokkurt samneyti við hann sjálfan né skapara 258 hans, nema að mikill hluti af persónu hvers einasta við- komandi samfélagsþegns væri örugglega varinn nær- buxurn. Áætlun biskupsins var aftur dálítið nákvæmari, að því er kvenfólkið snerti. Kvenfólk var töluvert sérstakt. Það var erfitt að ákveða hvor helmingur líkama þeirra þyrfti fyrst og fremst hulningar við. Báðir helmingarnir voru stórhættulegir, hörmulega viðsjárverðir. Hvor þeirra um sig hafði þau áhrif, að skapandi hugsun um annað líf var ógerningur. Hann hafði þrásinnis orðið þess var, að í návist hinna óhuldu Suðurhafseyjakvenna urðu karlmennirnir óðfúsir að hætta hinni þokukenndu dýrð lífsins hinum megin fyrir hina handvissu, er nær lá. Það var því óhagganleg sannfæring biskupsins, að rétt væri að allar konur væru ætíð alhuldar. Það var öruggara — langsamlega hyggilegra. Karlmennirnir komust nægi- lega snemma á snoðir um slíka hluti, þó að þeim væri ekki beinlínis veifað framan í þá. Af þeirri ástæðu byrj- uðu trúarbrögð karlmanna á nærbuxum og kvenna á skyrtu og nærbuxum — og ekki spillti að þar næst kæmi vænt og viðamikið millipils. Þennan morgun var sérstök ástæða til þess, að biskup- inn veitti nærbuxum sínum svo nána athygli. Þær voru nýjar, vandlega valdar, síðar. Og þó að þær gætu ekki talist nein fegurðaropinberun, þessar ágætu síðbrækur biskupsins, þá var ekki vafi á að þær báru framleiðanda sínum fullkomið vitni sem vandvirkum kunnáttumanni. Hreinni og beinni né hrekklausari nærbuxur gat enginn karlmaður valið sér til að halda vörð um hreinleik sinn. Þegar einu sinni var í þær komið, fann forvitið auga engan snöggan blett á þeim. Walter biskup hélt brókunum sínum fyrir framan sig og virti þær fyrir sér eins og saklaust barn. Hann var svo glaður og ánægður, að hann gleymdi alveg þá stund- ina að sjálfur var hann í fremur óálitlegu ástandi án þeirra. Þetta voru einmitt nærbuxur handa biskupi. Við þaér var ekkert tvírætt. Þær voru ekki að látast vera neitt annað en þær voru — hreinlega og blátt áfram nærbux- ur — síðar. Væri maður einu sinni kominn í öruggt skjól á bak við eða innan í óbreyttum faðmlögum þeirra voru litlar líkur til að nokkur kvenmaður, hversu bjartsýn sem væri, myndu eggja mann á að leita aftur úr því VINNAN 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.