Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 37

Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 37
skjóli. Útlit þeirra var svo langt frá því að hugsanlegt væri að það vekti nokkrum léttúðartilfinningar. Þær höfðu lamandi áhrif á sálina, þessar biskupsbuxur. Þær risu eins og voldugur turn hreinleikans í þessum heimi hálfhyljandi fatnaðar. Enginn myndi gæddur slíku ímyndunarafli, að hann gæti hugsað sér mann í slíkum buxum eiga hina minnstu tilhneigingu til eltingaleiks við kvenfólk. Hvert einasta dýr merkurinnar hefði skjögrað skelfingu lostið til bælis síns, hefði það séð þær. Vitanlega þekkjum vér ekki til hlítar hugsanir bisk- upsins, á meðan hann var að fást við að fylla þessar nær- buxur með sj álfum sér. En óhætt mun að gera sér í hugar- lund, að er hann stóð í hrifningu frammi fyrir speglinum og virti þær fyrir sér af gaumgæfni, allt til hinnar síðustu vandlega hnepptu brókartölu — en slíka athöfn mun venjulegum leikmönnum sjaldan eða aldrei auðnast að sjá -— þá hafi Waller biskup sagt við sjálfan sig: „Sem biskup kann ég að hafa mína galla, en enginn getur fundið neitt’ að brókunum mínum. Enginn einasti biskup í öllum Bandaríkjunum getur komið með full- komnari buxur en þessar.“ Þetta verður að nægja um biskupinn í bráðina, fyrst hann er nú kominn klakklaust í nærbuxur sínar og hefur girt sínar lendar — ekki fegurð, heldur hreinleika. 2 Nærbuxur Jósefínu Duval voru af allt öðru sauðahúsi. I sannleika sagt var varla hægt að kalla þær nærbuxur. Þær minntu öllu heldur á eldsnögga hugsun eða örstutt- ar frímínútur. í samanburði við hinar nýju fullkomnu brækur biskupsins — ef nokkur þorir að hætta sáluhjálp sinni í slíkan samanburð — þá voru nærbuxur Jóu eins og ekki neitt. Ekki einu sinni eins og selbiti í skallann. Maður getur stundum orðið alveg grallaralaus yfir þeim ótölulega aragrúa mismunandi útlítandi hunda, sem maður mætir á götunni á einum degi eða einni viku. Og ennþá meira hissa á því, að öll þessi kvikindi, svo ger- ólík að útliti, skuli flokkast undir samheitið hundur. En þrátt fyrir þetta leiðir maður aldrei eða sjaldan hugann að því, hversu margar ólíkar nærbuxur séu til í veröld- inni, ýmist til prýði eða óprýði á mannlegum líkömum. Þetta kann að stafa af því, að tækifærin eru miklu fleiri til að horfa á hunda heldur en nærbuxur, og er það vafa- laust heppilegast fyrir alla hlutaðeigendur. Hvað um það, sannleikurinn er sá, að nærbuxur geta verið svo ótrúlega ólíkar, og þó fallið undir samheitið. Munurinn á nærbuxum biskupsins og Jóu var svo mikill, sem orðið getur í veröldinni — munur á tilgangi og þrám, munur á lífsskoðun — heilt úthaf, sem aldrei myndi verða brúað, nema undir hinum allra ótrúlegustu kringumstæðum, sem engin ástæða er til að ræða nánar hér. Frekari samanburður getur ekki leitt til neins góðs. Væru nærbuxur Jóu athugaðár frá rökrænu sjónar- miði — sem raunar var ákaflega erfitt, þegar búið var í þeim eins og Jóa ein gat búið í þeim — þá skyldi eng- inn geta séð, að tilvera þeirra hefði yfirleitt nokkra þýð- ingu. Þó að sagt væri, að þær væru alger andstæða þess, sem á miðöldunum var þekkt undir franska heitinu ceinture de chasteté, þá mætti segja að komizt yæri ákaf- lega gætilega að orði. Ekki svo að skilja að tilgangur- inn með þessum stuttu hugleiðingum um hina ennþá styttri flík Jóu sé sá að mæla með því, að lásabuxurnar séu teknar upp á ný. Þvert á móti. I heiminum eru þegar allt of margir lásar. Raunar hefur aldrei verið fyllilega upplýst, hve vel lásabuxurnar hafa svarað tilgangi sín- um. Astin hefur æfinlega átt síðasta hláturinn, en ekki lásasmiðurinn. Ennfremur eru ýmsir ágætir fræðimenn á þessu sviði sammála um það, að notkun lásabuxnanna hafi verið bein orsök þess, að í einu vetfangi skapaðist heil stétt herramanna, sem voru fjarverandi eiginmönn- um til armæðu og skapraunar vegna óþreytandi fingra- fimi. Er stundir liðu og þessum herrum jókst leikni, urðu hinir heiðarlegu eiginmenn þess varir, að öryggisleysi þetta snerti ekki aðeins konur þeirra, heldur einnig fj ár- hirzlur þeirra og dýrgripaskrín. Þá var skörin komin helzt til langt upp í bekkinn. Á meðan stríð og kross- ferðir utan lands stóðu yfir, urðu þessir frægu, heima- kæru lásabrjótar svo starfsamir, að miðalda lásasmiðir áttu ekki öðru fremur að venjast en hæðnishlátrum. En ef segja má, að þá hafi verið líf í tuskunum, þá má einnig segja að nú séu állar tuskur bandóðar. Sú tíð, þegar kvenfólk valdi sér nærklæði af skynsamlegu viti, er löngu liðin. Nú er aðeins hugsað um að þau séu sem allra mest freistandi. Og karlmennirnir eru nú ekki burð- ugri en það, að þeir eru ánægðir yfir þessu og telja það framför. Jafnvel nafnið sjálft þykir ekki lengur nógu fínt, þykir jafnvel hlægilegt. Þó að karhnenn af hvaða stétt sem er, baxi ennþá áfram með glöðu geði í sínurn nærbuxum — og nefni þær blátt áfram og umbúðalaust sínu gamla og góða nafni, nærbuxur — þá hefur kven- fólkið algerlega yfirgefið það nafn. Næst því komast þær með nöfnum eins og undirbuxur og kvenbuxur. Jæja, hvað sem annars verður sagt um þetta nýtízku snið á nærfötum, þá verður að viðurkennast að það er snoturt. Að minnsta kosti voru buxur Jóu það. Þennan morgun, einmitt á sömu stundu og hinn ágæti biskup var að velta vöngum yfir sínum jafn ágætu brók- um, bylti Jósefína Duval ónotalega fallegum kropp fram úr rúminu sínu. Hún átti þennan kropp sjálf og hún setti hann niður á rúmstokkinn og svo hleypti hún nokkrum geysilegum geispum út á milli rauðra og óstýrilátra var- anna. Síðan teygði hún sig og þannig var hún töfrandi. Jörðin hlýtur að hafa numið staðar í snúningi sínum augnablik. Á meðan litlir og hreint ekki ólaglegir fætur VINNAN 259
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.