Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 40

Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 40
INGEBORG REFLING HAGEN: Líkþorn djöfulsins Ævintýrið urn það, livernig peningarnir komust í mannheim í upphafi var himininn. Og ofar himninum ríkti Ijósið. A hægri hönd stóð Eden í skrúða, og frá vinstri barst þyturinn í skógi heimsins. — En undir himninum og ljósinu og jörðinni var þögn og myrkur. — Og herra ljóssins leit niður í aldingarðinn og yfir heiminn. Og rósirnar sprungu út, og skógurinn varð grænn, vegna þess að hann leit á þau. Og umhverfis gullroðið hásæti sólguðsins svifu englarnir eins og hvítar skýjaslæður og glöddust af hjarta yfir öllu því, sem dafnaði og óx, hneigðu sig og tilbáðu guð ljóssins og sungu honum dýrð. — Söngur þeirra steig upp til hásætis hans í mjúkum og þýðum bylgjum, eins og þegar vorþeyrinn leikur í sefi. En englarnir, sem næst stóðu hásæti Guðs, héldu að það væru þeir, sem réðu gróandinni í Eden og á jörð- inni, héldu, að Ijósið stafaði frá augliti þeirra, og þeir tóku að öfunda Drottin og hrópuðu til hans að stíga ofan úr hásæti sínu, svo að þeir gætu tekið þar sæti, og til hinna englanna hrópuðu þeir, að nú fyrst skyldu þeir hefja lofsönginn fyrir alvöru, því að nú myndu þeir setjast í hásæti, en Drottinn þoka. — Og Guð brosti og vék sæti, svo að kjánarnir gætu komizt að. — En eld- urinn úr augum hans brenndi vængi þeirra, og þeir ráku upp tryllingslegt vein og steyptust blindaðir af ljósi hans ofan úr hásætinu beina leið niður í grafmyrkur undirheima. — Þar börðust þeir og brutust um. — Þeir rifu og bitu, kröfsuðu og húðflettu hver annan — og hver reyndi að krafla sig upp á annars herðar til að verða efstur. — Og að lokum urðu þeir allir örmagna og uppgefnir að undanskildum einum. Hann var í við- urkenningarskyni kjörinn höfðingi myrkursins, og engl- arnir skírðu hann „Djöful“, til minningar um það, hvernig eldtungurnar teygðust frá fjöðrum hans, er hann steyptist með örskotshraða í undirdjúpin. -— Og þannig komst Djöfullinn í Helvíti, og eldurinn ríkti áfram í undirheimum. — 111 var hin fyrsta ganga; en þó tók enn verra við. Því að Djöfullinn batnaði ekki með aldrinum. Hann varð æ önugri og viðskotaverri. — Hann fékk harðar neglur af ofbeitingu klónna og lík- þorn á hverja tá af því að sparka í smádjöflana og þegna sína, og hann þeytti skónum út í horn, þegar hann klæddi sig á morgnana. Hann hætti að geta neytt matar og honum kom ekki dúr á auga. Hann gnísti tönnum, þegar hann heyrði hina tyggja, og hann lá andvaka og dæsti, þegar hinir hrutu. Hann hafði ekki vald yfir þeim lengur. — Þeir hlupust á brott frá hon- um og stríddu honum. — Og enginn fékkst framar til að nudda bak hans, þegar hann þjáðist af gigt, og eng- inn fékkst framar til að skera líkþornin af tám hans, því að Djöfullinn var orðinn gamall og ósjálfbjarga. Hann braut heilann nætur og daga til að reyna að finna eitthvert ráð, sem að haldi kæmi —- öllum stund- um leitaði hann lausnarorðsins. Og eina nóttina, þegar hann lá andvaka að vanda og hlýddi á hrotur hinna, fann hann leið út úr ógöngunum. — Hann læddist um allt Helvíti og safnaði saman öllum mat og drykk og fötum og skóm, sem til voru, bar það í eina hrúgu í skoti bak við rúmið sitt, klöngraðist upp á binginn og settist þar. Þegar djöflarnir vöknuðu og ætluðu að taka til matar síns, fundu þeir ekki nokkurn brauðbita til að seðja hungur sitt né vatnsdropa til svölunar þorstanum, og nú brauzt út alls herjar hungursneyð í Helvíti. Þegar neyðin var orðin nógu mikil og allir voru orðnir nógu fátækir, hrópaði höfuðdjöfullinn, að sá, sem vildi gera honum þann greiða að naga neglur hans og sérstaklega sá, sem vildi skera af honum líkþornin, skyldi fá eitt brauð fyrir hverja flís, sem hann skæri. Og svo að fram komnir voru þeir, að þeir gengu að þessum ofurkostum, fyrst sá aðþrengdasti, síðan hver af öðrum. Og líkþornsagnirnar voru harðar sem málmur og í þeim miðjum var eins konar stimpill eftir líkþorns- rótina. Og Djöfullinn greiddi hið umsamda gjald fyrir hverja flís. — Og launin voru eitt brauð. — Þannig björguðu djöflarnir í Helvíti lífi sínu. Og smám saman tóku allir að bera virðingu fyrir Djöflinum. — Hann varð hin glæsta fyrirmynd öllum börnum Helvítis. — Með fulltingi líkþornaskipulagsins náði hann því tak- marki, sem hann hafði þráð, allt frá því, er hann var öfundsjúkur engill frammi fyrir hásæti Guðs. Hann var dýrkaður og tilbeðinn sem heilagur guð. — Og á sama hátt og englar Ijóssins krupu við fótskör Guðs í bæn og 262 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.