Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 26
24
Flateijrar. Skráð inflúenzutilfelli voru hásetar á þýzkum togara.
Voru skipsmenn ekki látnir hafa samband við land, nema hvað ég
athugaði sjúklingana með þeirri varúð, sem mér var möguleg, og sendi
þeim nauðsynleg lyf.
Hólmavíkur. í október og fram til áramóta gekk hér faraldur, sem
ekki varð greindur frá inflúenzu. Var það allþung hitaveiki með bein-
verkjum og kvefi, sem á mörgum varð langvinn kveflungnabólga.
Veiktust margir, einkum á Hólmavík. Þó kom sú typiska inflúenza
í algleymingi sínum ekki fyrr en eftir áramót.
Hofsós. Með ininnsta móti.
Svarfdæla. Kom ekki fyrir, og ekkert í fari kvefsóttarfaraldurs þess,
sem áður var getið, minnti svo á inflúenzu, að nokkur grunur vakn-
aði um, að þar gæti verið um grímuklædda inflúenzu að ræða.
Seijðisfj. Inflúenza talin í febr., marz og apr. Þó vafasamt, að hér
hafi verið um sérstakan faraldur að ræða. Virtist samt greina sig frá
venjulegri kvefsótt með meiru sóttnæmi og 2ja—3ja daga febrilia,
án mikilla kvefeinkenna.
Fáskrúðsfj. Væg inflúenza gekk í marz—maí. Síðan bar ekki á henni
þar til í nóvemberbyrjun. Gekk hún svo til áramóta í Búðakauptúni
og nærsveitum og lagðist þungt á fólk, einkum börn. Hár hiti, upp í
41°, með lungnabólgu og eyrnabólgum.
Berufj. Hefir ekki gengið á árinu, en skömmu fyrir áramót barst
slæmt kvef frá Fáskrúðsfirði á nokkra bæi, og líktist það að ýmsu
leyti inflúenzu, en breiddist ekki út.
Hornafj. í marz eru skráðir 11 sjúklingar með inflúenzu, allt sjó-
menn frá Austfjörðum.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl......... 1 2293 3026 „ 31 132 „ „ 16 8245
Dánir ........ „ 2 13 1 „ „ „ „ „ 55
Mislingar bárust í febrúar með togara frá Englandi til Bíldudals og
þaðan til Reykjavíkur með manni, er slapp undan sóttkvíun vestra.
Með vorinu bárust þeir frá Reykjavík út um allt land, svo að þeir
máttu heita komnir í hvert hérað í maímánuði. Þegar í júnímánuði
nær faraldurinn hámarki og er þá í öllum héruðum nema einu (Höfða-
hverfis), en víðast hjá genginn, er september lýkur. Eftir þann tíma
er þeirra aðeins getið í 10 héruðum, aðallega á Norðurlandi og á Snæ-
fellsnesi, en slæðingur í 5 héruðum fram yfir áramót (Hofsós, Siglufj.,
Svarfdæla, Akureyrar og Öxarfj.). Með öllu er faraldurinn genginn
hjá í marzmánuði 1937, eða rúmu ári síðar en hann barst fyrst til
landsins, og er það ekki ósvipuð tímalengd og verið hefir upp og
ofan um mislingafaraldra hér á landi, er náð hafa almennri útbreiðslu,
þó að undanteknum faraldrinum 1924—1926, sem tók 26 mánuði,
enda lá við, að slitnaði sundur í tvo faraldra. Aftur ná nú misling-
arnir víðar til en nokkurntíma áður, er ekkert læknishérað sleppur við