Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 27

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 27
25 þá. Þeir eru og jafnframt áberandi samtímis í öllum héruðunum, enda mega heita ná þeirri allsherjar útbreiðslu á einum mánuði eftir að þeir fá lausan taum. Mörg heimili í landinu sluppu þó við mislingana, sum þeirra fyrir beinar varnir, og hið sama jafnvel heilar byggðir, einkum í hinum afskekktari sveitum á Norður- og Austurlandi og í Skaftafellssýslum. Langflestir læknar telja mislingana væga, sumir með afbrigðum væga (Sauðárkróks, Vestmannaeyja), nokkrir meðal- þunga, en fáir í þyngra lagi eða fremur (Borgarnes, Vopnafj.). En reyndin varð sú, að mislingafaraldur þessi reyndist mannskæðari en 2 síðustu faraldrar, þar sem 55 töldust dánir úr mislingum á árinu, og er þó faraldrinum þá ekki að fullu lokið, en í mislingunum 1924—’26 dóu 34 og 1928—’29 aðeins 15 eða 16, og er ekki líklegt, að sjúklinga- talan hafi verið það hærri nú, að það skýri allan muninn, nema af vera skyldi í hinum fyrra faraldri. En stórum munar á hinn veginn frá þvi sem var í mislingunum 1916—1917, er urðu að bana 118 manns, að ekki sé talað um ósköpin, ef trúa má dánartölunum frá fyrri misl- ingafaröldrum: 1907—’08: 354. 1882: 1700 og 1846: 2026 eða af þús- undi landsmanna: 4,3%a, 24%c, 33%c (nú 0,5%c). Ýmsir læknar reyndu nú serum frá mislingasjúklingum i afturbata til lækningar öðrum mislingasjúklingum eða til að gera menn ónæma fyrir mislingum, og eru dómar þeirra mjög á einn veg, að að því geti verið mikill styrkur. Um athuganir lækna á frábrigðileguin smitunarháttum mislinganna vísast til umsagna þeirra. Læknar láta þessa getið: Hafnarfj. Mislingar voru hér mjög útbreiddir, en yfirleitt mjög vægir. Skipaskaga. Bárust hingað lir Reykjavík í síðari hluta maímánaðar. Höfðu ekki gengið hér síðan 1928. Gengu í byrjun fremur dræmt yfir. Mest bar á þeim á Akranesi, en bárust einnig upp um sveitir. Komu tiltölulega harðar niður á þeim, sem höfðu varið sig í fyrri faröldr- um. Yfirleitt var sóttin væg og fylgikvillar fátíðir. Mest bar á eyrna- bólgu, en tiltölulega fáir fengu kveflungnabólgu. Sá elzti, sem sóttina tók, var 52 ára kona. Enginn dó. Borgarfj. Mislingafaraldur gekk hér yfir í maí—sept. Mörgum stóð stuggur af þessum faraldri, því að mislingar hafa ekki náð að breið- ast almennt út í héraðinu í fjöldamörg ár. Jafnvel heilir hreppar hafa varizt þeim síðan 1880. Sem betur fór, varð þessi faraldur ekki mjög þungur og lítið um fylgikvilla, en fór þó víða. Ekkert mannslát. 66 ára bóndi veiktist hættulega af lungnabólgu og fékk upp úr henni mjög þrálátan herpes corneae, sem svifti hann að lokum sjón á aug- anu að mestu leyti. Margir létu sprauta sig með reconvalescent-serum frá Rannsóknarstofu Háskólans til varnar, og reyndist það afbragðs vel. Ég gaf yfirleitt ekki stærri skammt en 15 ccm., og dugði það svo vel, allt að 6 vikum eða lengur, að enginn fékk nema aðkenningu af veikinni (en það taldi ég æskilegra en að sleppa alveg) nema einn, sem var að því kominn að veikjast, þegar hann var sprautaður og fékk veikina miðlungi þunga. Það er mikilsvert að eiga kost á slíku varnarlyfi handa rosknu fólki og veikluðu. Borgarnes. Mislingar voru aðalfarsóttin, komu í maí, geisuðu hér júní og júlí og hurfu snemma í ágúst. Mér virtust þeir leggjast þungt i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.