Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 27
25
þá. Þeir eru og jafnframt áberandi samtímis í öllum héruðunum, enda
mega heita ná þeirri allsherjar útbreiðslu á einum mánuði eftir að
þeir fá lausan taum. Mörg heimili í landinu sluppu þó við mislingana,
sum þeirra fyrir beinar varnir, og hið sama jafnvel heilar byggðir,
einkum í hinum afskekktari sveitum á Norður- og Austurlandi og í
Skaftafellssýslum. Langflestir læknar telja mislingana væga, sumir
með afbrigðum væga (Sauðárkróks, Vestmannaeyja), nokkrir meðal-
þunga, en fáir í þyngra lagi eða fremur (Borgarnes, Vopnafj.). En
reyndin varð sú, að mislingafaraldur þessi reyndist mannskæðari en
2 síðustu faraldrar, þar sem 55 töldust dánir úr mislingum á árinu, og
er þó faraldrinum þá ekki að fullu lokið, en í mislingunum 1924—’26
dóu 34 og 1928—’29 aðeins 15 eða 16, og er ekki líklegt, að sjúklinga-
talan hafi verið það hærri nú, að það skýri allan muninn, nema af vera
skyldi í hinum fyrra faraldri. En stórum munar á hinn veginn frá
þvi sem var í mislingunum 1916—1917, er urðu að bana 118 manns,
að ekki sé talað um ósköpin, ef trúa má dánartölunum frá fyrri misl-
ingafaröldrum: 1907—’08: 354. 1882: 1700 og 1846: 2026 eða af þús-
undi landsmanna: 4,3%a, 24%c, 33%c (nú 0,5%c). Ýmsir læknar reyndu
nú serum frá mislingasjúklingum i afturbata til lækningar öðrum
mislingasjúklingum eða til að gera menn ónæma fyrir mislingum, og
eru dómar þeirra mjög á einn veg, að að því geti verið mikill styrkur.
Um athuganir lækna á frábrigðileguin smitunarháttum mislinganna
vísast til umsagna þeirra.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Mislingar voru hér mjög útbreiddir, en yfirleitt mjög vægir.
Skipaskaga. Bárust hingað lir Reykjavík í síðari hluta maímánaðar.
Höfðu ekki gengið hér síðan 1928. Gengu í byrjun fremur dræmt yfir.
Mest bar á þeim á Akranesi, en bárust einnig upp um sveitir. Komu
tiltölulega harðar niður á þeim, sem höfðu varið sig í fyrri faröldr-
um. Yfirleitt var sóttin væg og fylgikvillar fátíðir. Mest bar á eyrna-
bólgu, en tiltölulega fáir fengu kveflungnabólgu. Sá elzti, sem sóttina
tók, var 52 ára kona. Enginn dó.
Borgarfj. Mislingafaraldur gekk hér yfir í maí—sept. Mörgum stóð
stuggur af þessum faraldri, því að mislingar hafa ekki náð að breið-
ast almennt út í héraðinu í fjöldamörg ár. Jafnvel heilir hreppar hafa
varizt þeim síðan 1880. Sem betur fór, varð þessi faraldur ekki mjög
þungur og lítið um fylgikvilla, en fór þó víða. Ekkert mannslát. 66
ára bóndi veiktist hættulega af lungnabólgu og fékk upp úr henni
mjög þrálátan herpes corneae, sem svifti hann að lokum sjón á aug-
anu að mestu leyti. Margir létu sprauta sig með reconvalescent-serum
frá Rannsóknarstofu Háskólans til varnar, og reyndist það afbragðs
vel. Ég gaf yfirleitt ekki stærri skammt en 15 ccm., og dugði það svo
vel, allt að 6 vikum eða lengur, að enginn fékk nema aðkenningu af
veikinni (en það taldi ég æskilegra en að sleppa alveg) nema einn,
sem var að því kominn að veikjast, þegar hann var sprautaður og
fékk veikina miðlungi þunga. Það er mikilsvert að eiga kost á slíku
varnarlyfi handa rosknu fólki og veikluðu.
Borgarnes. Mislingar voru aðalfarsóttin, komu í maí, geisuðu hér
júní og júlí og hurfu snemma í ágúst. Mér virtust þeir leggjast þungt
i