Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 29
27
fjórði veiktist aldrei, enda fann ég síðar í bókum mínum, að 1916
hafði ég verið sóttur til hans og margra systkina hans, sem öll voru
með mislinga. Fullyrti þó móðir hans nú, að hann hefði aldrei haft
þá veiki. Ennfremur kom það síðar í ljós, að tveir unglingar, aðrir en
þeir, sem fyrr er getið, höfðu komið til G. Ó. þann 17. Um annan
þeirra hafði amma hans fullyrt fyrir mér, að hann hefði haft misl-
inga áður, en nú lagðist hann þann 27., þó ég fengi ekki um það að
vita fyrr en nokkru síðar. Var hann nú einangraður og börn á 5 öðrum
heimilum, sem hann hafði haft mök við. Tókst þannig að stöðva
veikina hér. En annar hinna fyrrnefndu sjúklinga, E. J., hafði aðeins
snöggvast stungið höfðinu inn í næsta herbergi við sjúkraherbergi
G. Ó., en opið á milli. Hafði hann þar tal af konunni, en hún gleymt
að minnast á hann við mig, er hún taldi gestina fram. En E. J. þessi
fór til Rvíkur, veiktist þar af mislingum, og breiddist veikin þaðan
út um landið og kom hér við aftur seinna á árinu. Alls veiktust hér
14 manns af mislingum í febrúar og marz. Barn G. Ó., 5 mánaða
gamalt, sem oftast var hjá pabba sínum, meðan hann lá veikur, veikt-
ist aldrei. Veikin var fremur væg, og' enginn dó. Af þessu mætti draga
þessar ályktanir, sem líklega eru þó flestum kunnar áður: Mislinga-
sjúklingar smita ekki frá sér á meðgöngutímabilinu, ekki fyrr en hiti
kemur í sjúklinginn. En eftir það er jafnvel loftið í næstu herbergjum
við sjúkraherbergið bráðsmitandi. Börn, 5 mánaða gömul ög yngri,
eru ekki móttækileg fyrir mislinga. Ekki er treystandi umsögn eða
vottorði mæðra almennt um æfiferil barna þeirra, er um heilsufar
þeirra er að ræða.
Þingeijrar. Bárust í héraðið úr Reykjavík í byrjun júnímánaðar.
Gengu hér nokkuð í júní og júlí. Náðu þó aldrei mikilli útbreiðslu, en
stungu sér niður hér og þar um héraðið. Voru í meðallagi þungir, en
fylgikvillalitlir og höfðu eigi alvarleg eftirköst.
Hóls. Mislingar gengu í júní, júlí, ágúst og fram í september, allerf-
iðir á sumu eldra fólki. 2 börn fengu kveflungnabólgu. Enginn dó.
ísafi. Fluttust hingað frá Reykjavík síðast í aprílmánuði. Veikin
var frekar væg og lítið um fylgikvilla, nema hvað einstaka fengu
bronchitis eftir á með háum hita. Enginn dó úr veikinni eða afleið-
ingum hennar.
Ögnr. Mislingar gengu hér alla sumarmánuðina. Máttu teljast frem-
ur vægir. Sumt miðaldra fólk var þó talsvert þungt haldið, þótt allir
slyppu við eftirköst. Á nokkrum heimilum hafði enginn fengið
mislinga áður, og tókst algerlega að verjast þessum faraldri, þrátt
fyrir allmikla umferð fólks á þeim slóðum.
Reykjarfj. Faraldur kom hér upp í júní og gekk dreift yfir héraðið
frá í ágúst. Veikin yfirleitt létt og virtist miklu minna smitandi og
meira hægfara en venja er til.
Hólmavíkur. Mislingar komu hingað með sjómanni frá Reykjavík
í maímánuði. Reynt að einangra hann, en um seinan. Breiddist veik-
in síðan hægt og hægt út um allt héraðið og hélzt fram í september.
Einstaka heimili tókst að verjast veikinni. Áf fylgikvillum bar mest
á kveflungnabólgu og eyrnabólgu. í að minnsta kosti einu tilfelli bloss-