Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 35
lagðist æði þungt á. Unglingar og' einlcum fullorðið fólk varð mikið
veikt, og nokkrir náðu sér ekki fyrr en eftir margar vikur.
Keflavíkur. Bárust fyrst til Sandgerðis og svo til Keflavíkur, og
breiddust svo út um altt héraðið í marz—júlí. Veikin fór hægt vfir,
var yfir höfuð væg. Þó var nokkuð af otitum með henni. Ég' vissi um
einstaka tilfelli, er kornbörn fengu ekki veikina, þótt báðir foreldr-
arnir væru með hana. Gekk siðast fyrir 8 árum hér í héraðinu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafíöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl........ 1 „ 998 1858 325 4 3 2 16
Er getið í 3 héruðum (Síðu, Vestmannaeyja og Rangár), en náði
engri teljandi útbreiðslu, fremur en undanfarin ár, er hún hefir hér
og þar stungið sér niður eftir landfaraldurinn 1929—’31, hvaðan sem
hana kann að bera að í hvert sinn.
Læknar láta þessa getið:
Vestmannaeijja. Ókunnugt, um, hvaðan hún hefir borizt. Breidd-
ist ekki verulega út.
Rangár. Barst hingað í desember og kom á 2 bæi í Holtum. Fyrst
veiktist telpa, sem fyrir nokkru var komin úr Reykjavík, á Beru-
stöðurn í Holtum, og síðan sýktust 5 systkini hennar. Þaðan barst
veikin á næsta bæ, og þar veiktust 2 unglingar. Einkenni veikinnar
voru svo skýr, að ég tel tvímælalaust, að um hettusótt hafi verið
að ræða, þótt mér tækist ekki — þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan
— að komast fyrir um uppruna veikinnar. Sennilegast hefir hún
komið frá Reykjavík með telpunni, sem fyrst sýktist, þótt ekki væri
talið, að hettusótt væri þá í Reykjavík.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafíöldi 1927—1936:
1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936
Sjúkl.i) .. .. 1262 875 795 851 788 583 461 530 905 548
— 1 2) .. . . 218 183 241 274 392 303 199 226 194 151
Dánir . . . . 95 84 112 152 157 107 104 137 101 102
Lungnabólga, einkum kveflungnahólga, með minna móti, en dánar-
talan ekki að sama skapi lág.
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Skipaskaga. Varð lítilsháttar vart, aðallega i sambandi við misl-
ingana.
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.