Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 50
48
Úr Öxnadalshreppi
— öðrum héruðum
Samtals 113
Tölur berklaprófs (Moros) á börnum í III.—IV. bekk sýna of háa
hlutfallstölu smitaðra barna sökum þess, að þar eru talin positv
bæði þau börn, er nú reyndust -f- og eins hin, er síðastliðin ár höfðu
reynzt -þ, en mjög mikil brögð voru að því, að börn kæmu ekki til
berklaprófsins, og er þeim börnum, sem höfðu verið — og ekki komu
til berklaprófs, sleppt á skvrslunni. Bezta hugmynd um berklasmit-
unina gefur því skýrslan um 5—6 ára börnin, því að þar var gert
Morospróf á 83—90% af börnum á þeim aldri.
Höföahverfis. Pirquetpróf var gert á börnunum, en ekki gat ég
lesið nema á fáum þeirra, vegna þess að óveðurskafli koin, og allan
fjölda barnanna vantaði í nokkra daga í skólann. En af þeim, sem
athuguð voru, var ekkert nýtt barn positivt.
Reykdæla. Moros-berklapróf gert á öllum börnum í Reykdælahreppi,
samtals 21 barni, þar af 1 barn +.
Öxarfj. Skráðir á árinu eru fleiri en nokkru sinni áður. Stafar það
að nokkru leyti af för berklalæknis á hafnir hér, eða um 4 sjúklingar.
Staðfesting fékkst á grun, og 1 fannst beinlínis nýr. Hvorki meira
né minna en 64 menn úr þessu héraði leituðu til berklayfirlæknis
til gegnlýsingar og hefðu orðið miklu fleiri, ef veður hefði leyft og
viðstaða skips. Á þessu ári virtist veikin standa í stað um miðbik
héraðsins, Kelduhverfi, Öxarfjörð og Núpasveit, en færast mjög i
aukana í útjöðrum þess, Raufarhöfn og Hólsfjöllum. Útbreiðslan á
Raufarhöfn gengur liðlega að vonum. Höfuðdrættirnir nýjustu eru
þessir: Þegar rannsakað var 1934 voru örfáir gamlir sjúklingar, er
ekki þótti ástæða til að amast við, nema einum. Hann var hafður
undir eftirliti, fór brátt á hæli og dó. Annar var kona, sem versn-
aði (eða veikin tók sig upp) snögglega að vetrarlagi. Hún fór strax
á hæli, samhliða fyrnefndum, og eru þar enn. En áður en hún fór,
hafði hún smitað öll börnin í 3 fjölskyldum í hvisi sínu, vissulega
á stuttum tíina. Þau eru nú mörg' á skrá og 1 dáið. Þá var og hinn
þriðji ekki óálitlegur. Hann dó nú samt i ársbyrjun 1936. Kona hans
virtist þá og fyrr eigi berklaveik, þó að talin væri hún smituð, enda
bæði börn jieirra Pirquet -f- 1934. Nú leið í fyrra vetur all-langur
tími svo, að ég kom ekki austur, en undir vorið talaði konan við
mig í síma. Ég bað um hráka, er þegar kom og var +. Hún fór á
hæli og dó fljótlega. Þessi kona hefir vafalaust haft smitandi berkla,
svo að vikum skipti, heima. Frá henni hefir eigi sannazt, að neinn
hafi smitazt. Hún var og ein í húsi með börnunum tveim og föður
sinum gömlum. Börnin hafa góða heilsu, en eru margsmituð af foreldr-
um báðum. Það er konan í þriggja fjölskyldu húsinu, sem á smitun
flestra skráðra i ár, eða 5. Sjötti er konan, sem fannst í vor (ekkjan),
og sjöunda barn eins þekkts sjúklings enn (eða fyrrverandi). Það er
skráð af líkum, en eigi beinum fundi. Þó að þetta sé nú mikið í litlu
þorpi, þá er þó útbreiðslan lítil, að þ\4 er ég bezt veit, en viss og
svæsin, eins og ég hafði sagt fyrir 1934 og fyrr. Fyrir 30—40 árum