Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 52
50
þar er margbýli. Það, sem mér kom helzt á óvart í þessu, var útkoman
á Skálum, þar sem ekki hefir verið kunnugt um berkla fyrir. Þar
voru 9-j- af 13 börnum.
Hróarstungu. Héraðslæknir segir eftirfarandi hryllilega sögu af
berklaheimili: Heimili þetta er afskekkt og fólkið sérkennilegt.
Hefir lítil mök við nágranna sína, og vissu þeir því lítið um hag þess.
Um veturinn fer húsbóndinn að fá óstöðvandi niðurgang og gat með
naumindum gegnt starfi sínu. Elzta dóttirin alltaf eitthvað veik öðru
hverju. Jafnvel þótt nágrannarnir vildu, að þau létu sækja lækni,
vildu þau ekki taka það í mál. Gerði ég mér þá ferð þangað til að at-
huga málið. Var ekki glæsileg sjón að sjá þetta heimili. Húsakynni
hin lélegustu og öll aðbúð eftir því. Konan geðveik (hafði verið á
G,amla Kleppi). Húsbóndinn í rúminu sóttveikur, með hósta og
töluverðum uppgangi. Elzta dóttirin, sem var á fótum, þegar ég kom,
reyndist subfebi'il og hafði alltaf annað slagið verið að fá hitaköst
og verki í bakið. Börnin voru 3, 5, 10 og 14 ára. Gerði ég Pirquet á
þeim og reyndust þau öll en annars var ekkert sérstakt við þau að
athuga. Gamall maður var þar á heimilinu, en ekkert fann ég at-
hugavert við hann. Heimilið tekið upp. Konan send á geðveikrahæli.
Feðginin á sjúkrahús. Börnunum komið í dvöl.
Fljótsdals. Berklaveiki svipuð og árið áður. 1 smitbera fann ég á
árinu, gamlan mann, sem ekki varð vitað, að hefði haft berkla áður,
og engir berklar á heimilinu. Hann var sendur á Kristnes.
Seyðisfí. Pirquet-positiv börn reyndust dálítið fleiri en tvö undan-
farandi ár, en ég tel það ekki merki um neina aukningu á smitunar-
möguleikum. Gæti frekar sett það í samband við kikhósta og misl-
inga, sem gengi hafa hér 2 undanfarin ár.
Norðfí. Breytingar litlar á árinu. Á sumrinu bar að berklayfirlækn-
inn, og átti ég kost á að fá gegnumlýsta grunsama sjúklinga á meðan
Súðin stæði við. Var það til mikilla þæginda, og væri gott að mega
eiga von á því aftur — við og við.
Fáskrúðsfí. Virðist fara rénandi.
Vestmannaeyja. Veikin virðist vera í rénun. Allt gert til að grafa
upp smitbera og koma þeim fyrir á spítala og hælum. Voru hér sums-
staðar berklahreiður út frá þeim. Með góðri samvinnu lækna hér í
héraði og svo við berklayfirlækni vona ég, að árangurinn fari stöð-
ugt batnandi með ári hverju. Pirquet- og Morospróf gerð á börnum
í skóla adventista. Óskólaskyld börn 5 ára 1 -r- 6 ára 3 4- 17 h-, 7
ára 8 -f-, 8 ára'2 -j- 2 -f-, 9 ára 1 -þ, 3 -f-, 10 ára 1 -h, 11 ára 1 —j- 2 -f-.
12 ára 1 -þ, 3 13 ára 1 -f-, alls 46 börn. Kennarar allra skólanna
hafa verið skoðaðir sem og starfsfólkið við þá, og hefir enginn fund-
izt með smitandi berklaveiki.
Rangár. Með langfæsta móti skrásett. Fullyrði, að nú um 4—5
síðastliðin ár hefir langtum minna borið á berklaveiki en áður, sér-
staklega lungna- og heilahimnuberklum.
Grímsnes. Enginn af þeim sjúklingum, sem heima eru, hefir smit-
andi berkla, að því er ég bezt veit. Kirtlaveiki í börnum er hér mjög
lítil. Því miður hefi ég ekki ennþá getað komið því við að gera Pirquet-
próf á skólabörnum vegna f jarlægðar.