Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 90

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 90
88 VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir, heyrnarlausir, blindir og’ deyfilyfjaneytendur. Töflur XIV—XV. Skýrslur bárust úr öllum héruðum nema Rvík. Ná þær þannig til 81117 af 116880 landsmönnum alls eða 69,4%. Tilfinnanlega vantar rúm á geðveikrahælum fyrir óða sjúklinga, og verða menn oft og mjög víða um landið fyrir þungum búsifjum þess vegna. Er varla nokkurt heimiii, sein sættir sig við að annast slíka sjúklinga, jafnvel þótt vandabundnir séu, enda eiga óhægara með það en áður vegna fólksfæðar. Verður mönnum fyrir að koma sjúklingunum frá sér og helzt til Reykjavíkur í nánd við geðveikra- hælin, en þurfa iðulega að bíða lengi, jafnvel mánuðum og misserum saman eftir því að rúm losni, og er kostnaður við slíka dvöl oft óheyrilegur, jafnvel löngum og löngum svo að nemur á annað hundrað krónum á sólarhring á sjúkling. Er fátt meira aðkallandi en að reist verði hin löngu fyrirhugaða deild fyrir óða sjúklinga á Nýja Kleppi. Líkt er að segja um fávitana. Fólk hins nýja tíma sættir sig ekki við að annast fávita á heimilum sínum með öðrum börnum og gerir háværari og háværari kröfur um fávitahæli. Er þetta og ekki láandi, því að það er sjálfsögð menningarlcrafa. Héraðslæknir í Svarfdæla bendir á eitt dæmi um erfiðleika heimilis af fávita — en slík dæmi eru því miður mjög mörg. Jafnvel sú þunga raun er lögð á eina for- eldra að búa í einni hinni afskekktustu byggð landsins alein með 4 fávita börnum sínum. A Sólheimum í Grímsnesi starfar nú fávita- hæli (sjálfseignarstofnun), sem efla þyrfti til að geta orðið fullnægj- andi fyrir fávita börn og konur. En algerlega vantar hæli fyrir stálp- aða pilta og fullorðna karlmenn, og má eklvi lengi dragast að reist verði. Læknar láta þessa getið: Blönduós. Meðferð á þessu fólki er yfirleitt góð. Ólafsfí. Deyfilyfjasjúklingurinn, konan, sem ég hefi getið um und- anfarin ár, er enn á lífi, þótt útlit sé fyrir, að hún lifi ekki langt fram yfir áramótin (dó í febr. 1937). Svarfdæla. Af öllum hjálparþurfum þjóðfélagsins hefir ailra ininnst verið gert fyrir fávitana. Mætti helzt ekki svo búið standa miklu lengur. Þörfin er ekki svo mjög aðakallandi vegna fávitanna sjálfra. því að víðast er meðl'erðin á þeim svo góð sem aðstæður leyfa og ekki verri en á öðrum heimilismönnum. En fyrir heimilin eru fávitarnir hið mesta niðurdrep. Mér dettur í hug bróðir eins fávitans hér og frændkona hans ein, sem er ráðskona hjá honum. Þau hafa bæði gengið flestra þæginda á mis til að geta framfleytt og annast um fá- vitann, sem er einhver sá erfiðasti og ógeðslegasti þeirra, sem hér eru, en fjórði maðurinn á heimilinu er faðir húsbóndans, hátt á átt- ræðisaldri, lasburða og lengstum rúmfastur. Er lítt skiljanlegt, hvernig þau hafa getað klofið framfærslu þeirra, en ömurleg hlýtur æfin löngum að vera á slíku heimili. Hornafj. Einn maður holgóma. Hefir þó fengið talsverða bót á ár- inu með uppskurði á Landakoti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.