Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 94
92
Hafnarjj. Sjúkrahús er aðeins eitt, spítali St. Josephs systra, gott
sjúkrahús, og er því vel stjórnað.
Skipaskaga. í sjúkraskýlismálinu hefir lítið verið gert í ár, nema
safnað peningum í sjóðinn. Hefir Kvenfélag Akraness sérstaklega sýnt
áhuga i þeim efnum. Sjóðurinn mun nú vera orðinn um 26000,00 kr.
Borgarnes. Sjúkrahús er hér ekki, en sjúkrahússjóður er nú orðinn
rúm 2000 krónur.
Dala. Sjúkraskýlið rekið með sama móti og áður, eftir að héraðs-
læknir kom heim, og var aðsókn og skurðaðgerðir með mesta móti.
Þingegrar. Aðsókn að sjúkrahúsinu með minna móti vegna þess,
að færri erlendir sjómenn dvöldu þar en næstu ár á undan. Fyrir 2
árum síðan eignaðist sjúkrahúsið mynda- og gegnlýsingartæki. Er það
Coolinaxtæki No. V. Er hér full reynsla fengin á því. Má fullyrða, að
það reynist ágætlega. Notkun þess fer í vöxt. Nokkur aðsókn úr öðr-
um héruðum.
Flategjar. Læknisbústaðarmálið á erfitt uppdráttar.
Ögur. í ársskýrslu 1933 er þess getið, að 2 herbergi í læknisbústaðn-
um séu ætluð sjúklingum. Annað þessara herbergja er í kjallara, og
hefir það reynzt ónothæft, sökum raka.
Regkjarfj. Sjúkraskýli er hér að nafninu til í sambandi við læknis-
bústaðinn, en lítið hefir það verið starfrækt, enda engin hjálp fáan-
leg, þar sem hreppurinn hefir ekki ennþá haft efni á að ráða hjúkr-
unarkonu að skýlinu.
Hólmavíkur. Sjúkrahúsið var allt málað innan á árinu.
Miðfj. Aðsókn að sjúkrahúsinu nokkru minni en undanfarin ár.
Ljóslækninga nutu 7 sjúklingar á áriu, 1 innan sjúkrahússins og 6
utan. Engar breytingar á sjúkrahúsinu né rekstri þess á árinu.
Blönduós. Aðsókn að sjúkrahúsinu á Blönduósi var að þessu sinni
yfir 20% lægri en árið áður. Fjárhagsafkoma sjúkrahússins er því
með lakasta móti þetta ár, enda var talsvert lagt í kostnað, því að
byrjað var á ýmsum endurbótum, svo sem endurnýjun gólfdúka,
málningar og rúmfatnaðar, enda var þetta allt talsvert úr sér gengið.
Röntgentæki og ljóslækningaáhöld sjúkrh. voru allmikið notuð á árinu.
Sauðárkróks. Röntgentækin hafa verið notuð all-mikið bæði til
myndatöku og gegnlýsingar. Þau eru tæplega nógu ljóssterk til þess
að taka aug'nabliksmyndir, sérstaklega af meltingarfærum. Kvarts-
ljósin hafa ekki komið að sömu notum vegna megns ólags, sem
verið hefir á Ijósastraum kauptúnsins. Auk þeirra, er verið hafa á
sjúkrahúsinu og notið Ijóslækninga, hefir 61 manneskja sótt ljós-
lækningar. Tilefni þess voru: Blóðleysi 14, kirtlaveiki í hálsi og víðar
10, innvortis eitlaþroti og kvartanir 14, taugaóþol (neurastheni) 6,
hryggskekkja 1, beinkröm 12, afleiðing mænusóttar 1, brjósthimnu-
bólga 2, salpingitis 1. Það er öllum, sem til þekkja, ljóst, að lengur
verður vart unað við hið gamla sjúkrahúshróf hér á staðnum. Það
er þegar orðið Skagfirðingum til hneysu, svo lélegt er það, dýrt í
rekstri og þægindalaust.
Höfðahverfis. Þriggja manna nefnd var kosin í júlí til þess að at-
huga málið í sambandi við skipulagsskrá sjúkraskýlissjóðsins. Sjúkra-
skýlissjóðurinn er nú orðinn kr. 7767,37.