Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 100
98
járnsþök og, þegar nær er komið, sprungnir og holóttir steinveggir,
sem e. t. v. aldrei heí'ir komizt í verk að húða, eða húðin er löngu
dottin af í stórum skellum. Ef garður er við hús, er girðingin skæld
og sligúð timburgirðing eða hálfgerður eða hálfhruninn steinsteypu-
garður. Brenglaðar og bramlaðar timburtröppur eru fyrir dyrum eða
steintröppur, sein oft eru sprungnar frá húsunum og líkastar apal-
hrauni upp að ganga, en handrið ýmist engin eða verri en engin,
hafa oftast aldrei verið sett, ella e. t. v. alveg á burtu annars vegar,
en lafandi hins vegar. Þakrennur, ef nokkrar eru, verri en engar. Rúður
sprungnar í flestum gluggum, en sumsstaðar með öllu burtu og tusk-
um troðið í gáttina eða neglt fyrir með fjölum, og dúsir svo árum
saman. Salernum, ef þau eru nokkur, þarf ekki að lýsa, enda mundi
skorta viðeigandi orð yfir. Þeg'ar inn er komið, tekur litlu betra við.
Snagarnir í forstofunum segja þegar sína sögu, og er ekki óalgengt,
ef snagatré' er í andyri, að það hangi á illa reknum nagla á öðrum
endanum og lafi þannig niður. Hurðir eru meira og minna skekktar og
signar á ískrandi hjörum, en skrár, snerlar allir og hurðarhúnar af
göflum gengið. í stofunum gisin þil, sem allir vindar blása í gegnum,
og rifið og tætt veggfóður, en pappinn lafandi niður úr loftunum eða
gegnstunginn, eftir að einhverntíma hefir þurft að hleypa í gegnum
hann lekavatni. Gluggakistur vanhirtar og grautfúnar. Stigar inni
í sama stíl og tröppur úti. Póstur fyrir sig, en þessu skyldur, er út-
gangurinn á húsgögnunum. Fótbrotnir stólar, sliguð borð og bekkir,
skáphurðir gengnar af hjörum. Heilar sveitir eru í stuttu máli þannig
útleiknar að þessu leyti, að engu er líkara en að geisað hafi þar
borgarastyrjölduld og á öllu föstu dunið kúlnaregn úr hríðskota-
byssum, en barizt í návígi með húsgögnunum. Margt af því, sem
hér hefir verið talið, á sér að sálfsögðu eðlilega afsökun í getuleysi
vegna fátæktar, samfara skorti á lagtækum mönnum á heimilunum,
en engan veginn allt, og' veldur miklu óafsakanlegur sofandaháttur
og trassaskapur, m. ö. o. menningarleysi, sem gera verður út herferð
á móti. Er héraðslæknum skyldara en öðrum að gerast liðtækir í
þeirri baráttu.
En meðal annara orða: Hafa veðhafarnir í fasteignunum í land-
inu, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, að Iangmestu leyti er sjálft
ríkið, ráð á að Iáta afskiptalaust, að þær séu látnar grotna niður á
þenna hátt? Væri ekki ástæða til, að hafa opinbert eftirlit með við-
haldi húseignanna úti um landið, eins og með þjóðvegunum og sím-
anum. Áreiðanlega mundu sveitirnar geta tekið miklum stakkaskipt-
um að þessu leyti, þó að ekki væri nema einn maður í hverri sýslu,
fjölhæfur srniður á föstum launum, sem jafna mætti niður á ríki,
sýslu og hreppa, eða taka með sérstökum mjög óverulegum fasteigna-
skatti, og hefði það starf að ferðast um sýsluna, segja fyrir um við-
haldsaðgerðir úti og inni, vinna að þeim sjálfur með heimilisfólkinu,
vekja tilfinningu þess fyrir nauðsyn þessa þrifnaðar og kenna sem
flestum nauðsynlegustu handbrögð hér að lútandi.
í kaupstöðum og kauptúnum er iðnaðarlöggjöfin því miður líkleg
til að torvelda viðhald hviseigna og gerir það a. m. k. í Reykjavík,
einkum að því er snertir allt hið smærra viðhald. Þrennt skeðnr i