Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 102

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 102
100 Hóls. Vatn var sent úr 4 vatnsbólum til rannsóknar í Reykjavík síð- astliðið haust, og reyndist það í 2 þeirra ónolhæft til drykkjar. Var í þeim töluvert af ristilgerlum og úrgangsefnum. Þörf á vatnsleiðslu er mikil og brýn í þessu þorpi. Ráðstafanir hafa verið gerðar í þá átt að hrinda því máli frarn á næsta sumri. Fráræslu er einnig mjög ábótavant, og væri hin mesta nauðsyn og færi bezt á því, að geta bætt hana um leið. Ögur. Nokkur ný steinsteypuhús hafa verið byggð undanfarið, öll með miðstöðvarhitun og vatnsleiðslu. Vatnssalerni eru sett í flest ný hús. Þrifnaði fer ekki fram, svo að sýnilegt sé. Má það m. a. nokkuð marka af lús meðal skólabarna. Fló er að minnsta kosti á 4 bæjum, sem mér er kunnugt um, en nú hefir verið hafin herferð gegn þess- um óþrifaófögnuði. Hesteyrar. Húsakynni sæmileg. Hreinlæti í góðu meðallagi. Reykjar/]. 3 hús all-sæmileg hafa verið reist á árinu, og fleiri eru væntanleg á næstunni, svo að húsakynni eru heldur að færast í átt- ina til hins betra. Þrifnaði mjög ábótavant. Lús og fló mjög víða. Salerni, jafnvel af einföldustu gerð, vantar algerlega á fjölmörg heimili. Miðfj. Nokkrar nýbyggingar á árinu í sveitinni, og mun frekar vand- að til þeirra. Fækkar með því verstu hreysunum. Þrifnaður víðast góður eða þá sæmilegur, en sumsstaðar mun honum þó talsvert ábótavant. Blönduós. Húsbyggingar hafa lítið batnað á árinu. Þó hafa baðstofur verið byggðar upp á 4 bæjum, en ekkert íbúðarhús, sem því nafni getur nefnzt, verið reist í sveitunum, nema hvað byrjað var á bygg- ingu eins nýbýlis í Langadal. Nokkur hús voru reist á Skagaströnd, en ekkert á Blönduósi. Engar nýjar rafveitur bættust heldur við að þessu sinni. Sauðárkróks. Húsakynni alþýðu eru afar léleg, víðast bæði köld og rök. Vantar víðast næga upphitun til þess að útiloka rakann. Fólk er víðast orðið svo fátækt, að það hefir ekki ráð á að hita upp húsa- kynni sín. Sérstaklega eru kjallaraíbúðir hér í kauptúninu bæði kaldar og rakar. Svarfdæla. Byggingaöld sú hin mikla, er leiddi af landskjálftunum 1934, var nú í þverrun, en lokið var við smíði ýmsra af húsum þeim, er voru ófullgerð frá fyrri árum. Auk þess voru fáein hús reist við Dalvík, utan kauptúnsins þó, og 2 í Svarfaðardal. Innanhússþrifnað- ur hefir stórum batnað í seinni tíð, enda er auðveldara að halda hin- um nýju húsum hreinum en mörgum gömlu bæjanna. Vatnsveitum í hús hefir og mikið fjölgað til sveita síðustu áratugina. Utanhússþrifn- aði er hins vegar víða mjög ábótavant. Höfðahverfis. 2 ný steinhús verið reist á árinu. Eru gömlu bæirnir, sem óhæfir eru til íbúðar, nú óðum að hverfa. En sá galli er á sum- um þessum nýbyggingum, að aldrei er fullgengið frá þeim. Hefi ég séð fleiri en eitt dæmi til þess, að ný hús, reist fyrir lán úr byggingar- og landnámssjóði, hafa farið að skemmast áður en fullgengið er frá þeim. Öxarfj. Hygg 7—8 hús byggð. Hefir gengið mikil bygging'aralda yfir þetta hérað nú í 7—10 ár. Svo komið, að sumir byggja að nauðsynja-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.