Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 108
106
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Hnfnar/j. Mjólk er seld stassaniseruð, en ef læknir ráðleggur óunna
mjólk, þá eru valin þau fjós, sem hreinlegust eru og viss trygging
fyrir því, að kýrnar séu heilbrigðar.
Skipaskaga. Á Akranesi eru um 200 kýr, svo að ekki skortir mjólk-
ina. Hefir Mjólkurfélagið á Akranesi haft hæði skyr og rjóma til sölu,
ennfremur nýtt smjör, og er það til mikilla þæginda. Umgengni i
mjólkurhúsinu er i sæmilegu lagi. Hinsvegar er langt frá því,
að fjósin séu svo góð sem skyldi. Þau eru flest óviðunandi, að
fáeinum mundanteknum, og þrifnaður er því miður ekki allsstaðar
svo góður sem skyldi. Mjólkin er aðallega seld í Akraneskauptúni,
og gengur hún í gegnum hreinsivél. Sveitamenn selja alla sína mjólk
til Reykjavíkur.
Borgarjj. Mjólkurframleiðsla eykst með hverju ári, og tekur Mjólkur-
samlagið í Borgarnesi við allri þeirri mjólk, sem þangað verður komið.
Er nú lagt kapp á að bæta svo samgöngur, að sem fæstir þurfi að
verða þar útundan. Dýralæknirinn í Borgarnesi ferðast um árlega á
vegum Mjólkursamlagsins, skoðar fjós og kýr á hverjum bæ, sem
mjólk selur, og gefur leiðbeiningar, þar sem þess er þörf.
Borgarncs. Sum fjósin eru slæm enn, og finnst mér merkilegt, að
mjólkin skuli vera nothæf úr skepnum, sem lifa við þau kjör, og að
unnt skuli vera að verja hana óhreinindum, en aftur á rnóti eru sums-
staðar risin upp fyrirmyndarfjós, sem hefðu þótt beztu mannabú-
staðir fyrir fáum áratugum. Mjólkurverksmiðjan selur góða mjólk
og afbragðs skyr, sömuleiðis osta og smjör. Síðari árin hafa bændur
hér lagt meiri áherzlu á mjólkurframleiðsluna en áður, með því að
Mjólkursamlagið kaupir nú mjög mikla mjólk til sölu og vinnslu, en
nú kaupir það aðeins mjólk af þeim, sem eru í Kaupfélagi Borgfirð-
inga. Hinir eru í vandræðum með að Iosna við mjólkina, því að þeir
mega víst enguin selja mjólk og skyr. Hér í kauptúninu eiga margir
kýr, og yfirleitt er mjólk notuð allmikið. Eitthvert eftirlit mun vera
haft með heilbrigði kúa og hreinlæti í fjósum, en hræddur er ég um,
að þar þyrfti að taka dýpra í árinni. Ég hefi séð mörg óhrein fjós og
býst við, að flórar séu víða notaðir fyrir vanhús, þegar ekki er hægt
vegna veðurs að ganga þarfa sinna út um tún og engjar, og er hér
átt við þá bæi, sem eru salernislausir.
ólafsvíkur. Mjólkursala engin til kauptúnanna — framleiðsla þar
nægileg.
Dala. Mjólkursala engin, svo að teljandi sé.
Bíldudals. Vanalega er nægileg mjólk hæði í sveitum og í Bíldudal. <
Þar er verðið 25 aurar lítrinn.
Regkjarfj. Mjólkurframleiðsla frekar lítil. Smjör- og skyrgerð þar
af leiðandi hverfandi. Af þessari litlu mjólk eru þó bændur hér að
reyna að píra í síldarstöðvarnar á sumrin og g'anga svo nærri sér, að
heimilin, sérstaklega börnin, fá nviklu minni mjólk en skyldi.
Miðfj. Á flestum tímum árs mun vera næg mjólk fyrir heimilin,
einnig í kauptúnunum, og er að jafnaði eng'in mjólk keypt að til