Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 119
117
og Laugardalshreppum eru ekki heimavislarskólar og aðbúð skóla-
barna mest ábótavant. í ráði er að bæta úr þessu bráðlega.
Keflavikur. Skólahús flest of lítil í héraðinu, nema eitt. í Höfnum
brann fundar- og skólahús hreppsins, og var það happ mikið, því að
lélegra og kaldara skólahús fannst ekki í hérðinu, þó að víða séu þau
slæm. Nýi skólinn þar er steinsteyptur og tvær álmur. Er í annari
fundarhús og um leið leikfimissalur með ,,senu“, en i hinni er skóla-
stofan, 6 m. á lengd, en 4,25 á breidd. Þar er lítil forstofa fyrir fund-
arsalinn, önnur inn af til skólans, og þar smá bókaherbergi. Kjallari
er undir nokkru af annari álmunni. Þar eru miðstöðvarhitunartæki
og salerni. Skólahúsið er hið snotrasta og hreppnum til stórsóma.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Vestmannaeijja. Uppeldi og uppeldiseftirliti mjög ábótavant. Barna-
leikvöllur starfræktur í sumar.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Meðferð þurfalinga er í góðu lagi.
Dala. Meðferð þurfalinga góð.
Hóls. Meðferð á sveitarómögum, gamalmennum og fleirum, eftir
fremstu getu.
Hesteijrar. Meðferð þurfalinga góð.
Rcykjarfj. Meðferð þurfalinga yfirleitt sæmileg.
Öxarfj. Meðferð þurfalinga er góð og það svo, að þeir eiga hezt
allra manna, þ. e. a. s..ef þeir hafa ákveðið hugarfar, en það virðast
þeir margir fá. Mig ininnir, að Sindhað gamli lenti einu sinni með
félögum sínum í klóm óvættar, er fitaði þá félaga og át síðan. En til
þess að þeir fitnuðu, gaf hann þeim galdradrykk, svo að þeir urðu
eins og skepnur. Þurfalingarnir fá þenna galdradrykk nú á dögum,
en fara fæstir að eins og' Sindbað að hella honum niður. Sindbað
einn hlaut ekki nafnlausa gröf í maga fjanda þessa. Nú má ætla, að
ég hafi enga sanlúð með þurfalingum. Svo er ekki. En hitt er satt, að
ég vorkenni lítt þeim, sem heilsuna hafa.
Þistilfj. Meðferð þurfamanna góð.
Hróarstungu. Meðferð þurfalinga má heita sæmileg.
Fljótsdals. Meðferð þurfalinga góð.
Vestmannaegja. Yfirleitt sæmileg.
Keflavíkur. Meðferð þurfalinga góð, það sem ég þekki til.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Öxarfj. Það var hinn 26. febr., að pilturinn B. V., 17 ára þann dag,
fór í fjárhús að morgunlagi. Eftir litla stund sást hann koma aftur
og ganga í keng. Hann fór í sæng sína og kvartaði um ákafa kveisu.
Eftir nokkurt ráðabrugg réðst fólkið í að gefa honum þessa vanalegu