Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 120
118
15 dropa af ópíum, sem lítið sögðu. Loks, 5 klukkustundum síðar,
sagði pilturinn föður sínum, að hann hefði orðið var kviðslitsvotts
fyrir nokkru, en nú væri það meira og kæmi hann því ekki inn. Bónd-
inn, er sjálfur hafði verið kviðrifinn beggja vegna, fékk nú sjón sögu
ríkari, því að scrotum var á stærð við tvo hnefa sæmilega. Hljóp hann
nú í síma og bað mig koma. Ég fór nokkuð í skyndingu og hafði ekki
annað í töskunni en þar er vanalega. Þó hafði ég þarmklemmur
(Doyens) og servíettutengur. Jafnan hefi ég hér í langræði allt, er
til þarf til að geta svæft og deyft, auk hnífs og skæra, nálar og spotta
(silki) og umbúðir, svo og Iysol og spritt o. fl. Maður var með mér,
enda brátt náttmyrkur og fjúk, en allt í kafi í fönn. Bærinn er 28
kílómetra burtu, og hittum við hann um kvöldið af ljósi. Maðurinn
lá í keng og tók mikið út, en bar sig hið bezta. Tumor harður og óálit-
legur. Gildur stengur Iá upp í canalis inguinalis vinstra megin. Ég
hafði aldrei þurft að gera taxis. Nú reyndi ég það, án árangurs. Þá
snöggsvæfði ég' piltinn og reyndi aftur, þó að mér þætti ólíklegt að
taxis tækist, enda varð það ekki. Meðan hann var að vakna, rakaði ég
genitalia. Veður og færi voru sem fyrr segir, en sjór ófær. Það
mundi því varla fært að ná i annan lækni, enda von um, að hið inni-
klemmda lifði enn — en engin síðar. Sauð ég nú dót mitt og hóf skurð
við lítið ljós (stórt þarf og eigi), 16 klukkustundum eftir að maður-
inn fór svona. í haulpoka voru nokkrar matskeiðar af dálítið gruggugu
vatni, ca. 20 cm. löng lykkja af mjógirni og mjög mikið af mör,
sumpart rifnum og í flyksum og all-blóðhlaupnum. Vel hafði gengið
að losa pokann. Klemmuhringurinn var ofarlega, ákaflega þröngur
og harðsvíraður og lýgilegt, að allt þetta dót hefði farið þarna niður.
Skar ég á hann gætilega og athugaði görn vandlega. Sýndist mér hún
lífvænleg. Um leið og ég skar á síðasta haftið, ekki gildara orðið,
en ligatursilki, stökk garnarlykkjan eins og fló upp og hvarf í
kviðarholið. Vafalaust hefir mesenterium togað fast í hana. Þetta var
nú ver farið, en illt aðstöðu einum og óvönum, sem líka var að flýta
sér, svo að svæfingar báðar yrðu í hófi, en enginn við, sem einu sinni
hafði verið viðstaddur svæfingu. Þó olli þetta mér lítilli hrjfggð, því
að ég þóttist mundi hafa látið görn inn. Af netju tók ég burt ca.
13 X 13 cm- af netjuræksni, og má vera, að hafi verið óþarflega mikið.
Undirbatt netju á tíðkanlegan hátt. Saumaskap var ég óánægður með,
1) af því að ég hafði bara silki og 2) vegna þess hve afar ödematös
og digur ductus deferens og það drasl var. Síðast var lokað hinu 13
cm. langa sári með stökum saumum. Þetta hafði gengið fljótt, og
strákurinn vaknaði hress. Vindur gekk eftir rúinan sólarhring og'
heldur treglega og skrykkjótt fyrstu dagana. Annað mátti heita i
bezta lagi. Var ég þarna 3 sólarhringa. Ég ætlaði að fara aftur og taka
sauma, en var þá sóttur í öfuga átt — norður í Rif. Gerði ég þá
stúlku boð, er oft hefir tekið sauma fyrir mig, að gera það, en það
var ógert, er ég kom heim, en mér símað, að slæmska væri í skurð-
inum. Lét ég þá flytja piltinn til mín. Þetta reyndist venjuleg macera-
tio við nálspor og greri á 4 dögum. Nokkru síðar ætlaði ég stráknum
heim, en þá fékk hann hita (yfir 38°) og eymsli ofan og utanvert við
nafla við útrönd rectus, —- ásamt vaxandi þykkildi þar. Ég áleit þetta