Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 126

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Side 126
124 Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Verzla allir bændur hreppsins við það, og virðist því vegna vel, enn sem komið er. Þó er það byrjað að safna skuldum, en hefir Iíka byggt stórt og myndarlegt sláturhús og vöruskemmu. Suðurfjarðarhreppur skiptist í tvennt, Suðurfirði, sein eru nokkur bændabýli, fyrir innan Bíldudal, og kauptúnið Bíldudal. í Suðurfjörðum er ekki um neinar verulegar framfarir að ræða, hvorki fvrr né síðar, né heldur verulega afturför. Þar er kyrrstaða. Um Bíldu- dal er annað að segja. Þegar ég kom hingað árið 1906, var hér blóm- legur verzlunarstaður og útvegsþorp. Þá voru hér mörg þilskip og bátar, sem stunduðu fiskiveiðar, vor, sumar og haust. Fjörðurinn og víkin, sem kauptúnið stendur við, fylltist þá oft af allskonar veiðiskap, síld og smokk, einkum á haustin. Þorsk, ýsu og ýmsar aðrar fiskteg- undir lögðu menn hér á land til verkunar, og var mikil atvinna við það á sumrin. Þegar síld kom inn á víkina og fyllti jafnvel höfnina, voru duglegir menn við hendina með síldarnet og vörpur. Var síklin látin í íshús og höfð til beitu. Þegar smokkurinn kom í fjörðinn og stund- um alla leið inn á höfn, var uppi fótur og fit. Allir, jafnt konur sem karlar, ungir sem gamlir, presturinn og læknirinn, náðu sér í smokk- öngul, komu sér fyrir í einhverjum af hinum mörgu bátum og drógu smokk. Þegar í land kom, vaí hægt að selja aflann fyrir talsvert verð. Hann var látinn í íshúsið og síðan seldur þaðan til beitu. 2 brvggjur voru hér. Önnur eldri, bátabryggja, hin yngri og stærri, hafskipa- bryggja. Við hana lögðust öll stærri skip, er hingað komu. Var þeim báðum lengi vel við haldið. Þá voru hér stór og reisuleg íbúðarhús, einkum hið svonefnda kaupmannshús, með stórri og vandaðri verzl- unarbúð. Þá voru margar vöruskemmur og fiskhús. Öll þessi mann- virki voru frá tíð P. J. Thorsteinsson. Hér var stórt og vandað íshús og stórt hús með girðingum til refaræktunar. Þá var hér myndarlegur barnaskóli og kirkja, hvorttveggja nýlegt. Um sama leyti kom síminn hingað og símastöð. Verzlun alla og viðskipti höfðu þá allir Arnfirð- ingar og fleiri sveitir að nokkru leyti við Bíldudal. Löngu seinna, í heimsstyrjöldinni, var hér komið upp rafveitu til ljósa fyrir allt kaup- túnið og til suðu og nokkurrar upphitunar fyrir marga. Nú hefir fólki fækkað mikið. Fjörðurinn og víkin fyllist oft af veiðiskap, síld og smokk, sem fyrr, en nú er ekkert þilskip til, aðeins 3 eða 4 vélbátar. 2 línubátar eiga hér heimili, eign tveggja hlutafélaga. Hafa þessi skip stundað fiskiveiðar nokkur undanfarin ár með þeim árangri, að nú eru félögin bæði gjaldþrota, skipin komast ekki lir höfn fyrir fé- leysi og verða líklega bæði seld, ef einhver vill kaupa þau fyrir eitt- hvað. Síldarnet eða vörpur ekki til, þótt sildin verði svo væn að koma inn að bryggju. Til smokkveiða fara þeir einir, sem sjálfir þurfa á beitu að halda. Enginn kaupir smokk, því að það er ekki hægt að geyma hann. íshúsið er orðið ónýtt. Það er notað fyrir heyhlöðu. Sama er um refaræktunarhúsið. Það hefir langa lengi verið notað fyrir fjós og heyhlöðu. Því að menn eru svo framtakssamir hér, að þeir eiga þó kú og nokkrar rollur. Hið stóra og myndarlega Kaup- mannshús, hin vandaða verzlunarbúð og nokkur fiskihús brunnu til kaldra ltola fyrir nokkrum árum, og hefir ekkert verið byggt í þeirra stað. Hin fiskihúsin, vöruskemmur og bryggjur grotna niður,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.