Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 126
124
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Verzla allir bændur hreppsins
við það, og virðist því vegna vel, enn sem komið er. Þó er það byrjað
að safna skuldum, en hefir Iíka byggt stórt og myndarlegt sláturhús
og vöruskemmu. Suðurfjarðarhreppur skiptist í tvennt, Suðurfirði, sein
eru nokkur bændabýli, fyrir innan Bíldudal, og kauptúnið Bíldudal.
í Suðurfjörðum er ekki um neinar verulegar framfarir að ræða, hvorki
fvrr né síðar, né heldur verulega afturför. Þar er kyrrstaða. Um Bíldu-
dal er annað að segja. Þegar ég kom hingað árið 1906, var hér blóm-
legur verzlunarstaður og útvegsþorp. Þá voru hér mörg þilskip og
bátar, sem stunduðu fiskiveiðar, vor, sumar og haust. Fjörðurinn og
víkin, sem kauptúnið stendur við, fylltist þá oft af allskonar veiðiskap,
síld og smokk, einkum á haustin. Þorsk, ýsu og ýmsar aðrar fiskteg-
undir lögðu menn hér á land til verkunar, og var mikil atvinna við það
á sumrin. Þegar síld kom inn á víkina og fyllti jafnvel höfnina, voru
duglegir menn við hendina með síldarnet og vörpur. Var síklin látin
í íshús og höfð til beitu. Þegar smokkurinn kom í fjörðinn og stund-
um alla leið inn á höfn, var uppi fótur og fit. Allir, jafnt konur sem
karlar, ungir sem gamlir, presturinn og læknirinn, náðu sér í smokk-
öngul, komu sér fyrir í einhverjum af hinum mörgu bátum og drógu
smokk. Þegar í land kom, vaí hægt að selja aflann fyrir talsvert verð.
Hann var látinn í íshúsið og síðan seldur þaðan til beitu. 2 brvggjur
voru hér. Önnur eldri, bátabryggja, hin yngri og stærri, hafskipa-
bryggja. Við hana lögðust öll stærri skip, er hingað komu. Var þeim
báðum lengi vel við haldið. Þá voru hér stór og reisuleg íbúðarhús,
einkum hið svonefnda kaupmannshús, með stórri og vandaðri verzl-
unarbúð. Þá voru margar vöruskemmur og fiskhús. Öll þessi mann-
virki voru frá tíð P. J. Thorsteinsson. Hér var stórt og vandað íshús
og stórt hús með girðingum til refaræktunar. Þá var hér myndarlegur
barnaskóli og kirkja, hvorttveggja nýlegt. Um sama leyti kom síminn
hingað og símastöð. Verzlun alla og viðskipti höfðu þá allir Arnfirð-
ingar og fleiri sveitir að nokkru leyti við Bíldudal. Löngu seinna, í
heimsstyrjöldinni, var hér komið upp rafveitu til ljósa fyrir allt kaup-
túnið og til suðu og nokkurrar upphitunar fyrir marga. Nú hefir fólki
fækkað mikið. Fjörðurinn og víkin fyllist oft af veiðiskap, síld og
smokk, sem fyrr, en nú er ekkert þilskip til, aðeins 3 eða 4 vélbátar.
2 línubátar eiga hér heimili, eign tveggja hlutafélaga. Hafa þessi skip
stundað fiskiveiðar nokkur undanfarin ár með þeim árangri, að nú
eru félögin bæði gjaldþrota, skipin komast ekki lir höfn fyrir fé-
leysi og verða líklega bæði seld, ef einhver vill kaupa þau fyrir eitt-
hvað. Síldarnet eða vörpur ekki til, þótt sildin verði svo væn að koma
inn að bryggju. Til smokkveiða fara þeir einir, sem sjálfir þurfa á
beitu að halda. Enginn kaupir smokk, því að það er ekki hægt að
geyma hann. íshúsið er orðið ónýtt. Það er notað fyrir heyhlöðu.
Sama er um refaræktunarhúsið. Það hefir langa lengi verið notað
fyrir fjós og heyhlöðu. Því að menn eru svo framtakssamir hér, að
þeir eiga þó kú og nokkrar rollur. Hið stóra og myndarlega Kaup-
mannshús, hin vandaða verzlunarbúð og nokkur fiskihús brunnu
til kaldra ltola fyrir nokkrum árum, og hefir ekkert verið byggt í
þeirra stað. Hin fiskihúsin, vöruskemmur og bryggjur grotna niður,