Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Qupperneq 174
172
barnsfararsótt, síðar bráðaberkla. Nokkru síðar var hún flutt til Húsa-
víkur, og þar sýndi sig, að hún hafði taugaveiki. Hún lá alls 16 vikur.
Sjúkdómur S. þekktist ekki fyrr en uppvíst var um taugaveiki í konu
hans.
M. G.dóttir, Neðribæ (56 ára) og Þ. J.dóttir (17 ára) urðu lasnar um
svipað leyti og J., en ekki var það þá álitið vera taugaveiki. Enn-
fremur veiktist H. J.son, bóndi á Bjargi (40 ára) og J. sonur
hans (18 ára). H. lá 4 vikur, J. 12 vikur. Þ. J.dóttir, Baldurshaga, var
sú síðasta, er veiktist að þessu sinni. Hún lá 7 vikur. Bæði Bjarg og
Baldurshagi fengu mjólk frá Neðribæ um þetta leyti. Beinast liggur
við að álíta, að S. hafi horið smitið í fjósið og þaðan hal’i það flutzt
á hina bæina og jafnvel til M. og Þ. líka. Enginn lézt úr veikinni að
þessu sinni.
1931 er næsti faraldur. Hann virðist eiga upptök sín í eynni. Þá
dvaldi í Flatev T. nokkur T.son. Hann kom vestan úr Þorgeirsfirði
fyrir jól þ. á. Hann var landshornamaður, og meðan hann dvaldi í
eynni gekk hann milli bæja, kom allsstaðar, en átti hvergi heima.
Þenna vetur bjó G. J.son í kjallara barnaskólans. Hann and-
aðist 8. febrúar. T. var þá fenginn til skepnuhirðingar fyrir heim-
ilið. Þá l)jó ennfremur í kjallaranum M. F.dóttir. Um miðjan febrúar
veiktist T„ hann hélt þá til í Krosshúsum og borðaði í Neðribæ, en
var allsstaðar húsgangur. Hann hafði þó fótaferð lengst af og gekk
erinda sinna í fjósið. í apríl var hann fluttur til Grenivíkur, þá fár-
veikur, og þaðan til Akureyrar. Þegar þangað kom, upplýstist loks,
að hann hafði taugaveiki.
9. marz þ. á. veiktist allt heimilisfólkið í Krosshúsum nema M. hús-
freyja, enginn lá lengi en flestir urðu mikið lasnir. Læknir hélt þetta
vera mænuveiki, engin lömun kom þó fram nema ein vafasöm peroneus-
lömun á ungu barni, en hún hvarf algerlega aftur.
Heimilið í skólakjallaranum átti 14 kú í Krosshúsafjósinu og fékk
þaðan mjólk. Um miðjan marz veiktist G. S.son af taugaveiki. Hann
lézt af afleiðingum hennar. Hálfum mánuði á eftir G. lagðist O. S.-
dóttir, og þar á eftir 2 börn, S. og R„ öll í skólakjallaranum. Enn-
fremur veiktist J. G.dóttir, hún átti heima í Útibæ, en dvaldi um tíma
í kjallaranum og smitaðist þar.
Snemma þetta vor kom stúlka frá Siglufirði, K. J.dóttir. Hún
veiktist af taugaveiki, er hún kom heim aftur. Hún fékk mjólk frá
Krosshúsum.
T. veiktist fyrst. Augljóst virðist, að öll frekari sýking stafi frá
honum með mjólkinni frá Krosshúsum. Meðan sýkilberinn var ó-
þekktur, var ómögulegt að gizka á, hvar T. hefði smitazt. Það gat
verið í Neðribæ, skólakjallarnum (M. F.dóttir), Krosshúsum (S. E.-
son), eða raunar hvar sem var.
1934, seinni hluta sumars, varð næsta sýking. Þá veiktist S. F.-
dóttir, kaupakona í Neðribæ. Hún var á 10. degi veikinnar flutt til
Akureyrar og lögð þar á sjúkrahús. Hér um bil 12 dögum eftir að
S. veiktist, varð J. Ö.son í Neðribæ lasinn. Hann kveðst hafa fengið
41° hita snöggvast. Hann lá ca. 10 daga. Aðrir veiktust ekki.
1935—1936 geisar svo stærsti faraldurinn í Flatey Hann byrjaði