Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 178

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 178
176 sumrin. Á vetrum er notuð fata með kassa yfir, og stendur hún í göng- unum framan við baðstofuhurðina. Allsstaðar annarsstaðar eru fjósin notuð. Mjólkursala milli bæja er nokkuð tíðkuð, og evkst auðvitað hættan af þessum óþrifnaði stórlega við það. í faröldruniun 1923—1924 og 1931 var mjólkin eflaust aðalsmitunarleiðin. Ekki hefi ég fundið dæmi þess, að taugaveikin hafi borizt þannig s. 1. vetur, og hefi ég þó stöð- ugt haft þann möguleika á bak við eyrað. A einum eða tveimur bæjum nota kjrrnar sömu forstofu og fólkið. Er þetta sorglegt dæmi um, hve tilfinningu fólksins fyrir hreinlæti er ábótavant. Húsakynni í eynni eru víðast góð. Á 9 bæjum af 13 eru steinhús eða góð timburhús. Á 4 bæjum er bygg'ing slæm. Ástæðunnar til þess, að heilbrigðisháttunum er svo ábótavant, er ekki fyrst og fremst að leita í slæmum húsakynnum. Orsökin er ann- arrsstaðar að linna, og eflaust er fleira en eitt, sem fellur undir þetta. órfir sumartímann er afskaplegt erfiði á fólkið lagt. Eyjarskeggj- ar sækja sjó af miklum dugnaði, en jafnframt er í evnni allmikill land- búskapur, og fólkið skiptir sólarhringnum milli sjósóknar og hey- skaparins. Einnig á veturna á kvenfólkið að minnsta kosti mjög ann- ríkt. Mikill barnafjöldi á heimilunum þyngir enn störf þess. Það er þess vegna ekki sanngjarnt að leggja fólkinu það út til lasts, þótt þrifnaður sé ekki sem skyldi. En ofan á þetta bætist — og sem afleið- ing af því — að tilfinningu fólksins fyrir þrifnaði og góðri umgengni er mjög ábótavant. Þá eru vatnsbólin. í eynni eru 6 brunnar, sumir slæmir. Verstir eru Garðshornsbrunnurinn, sem áður er lýst, og Sælandsbrunnurinn. Allir eru brunnarnir í ræktuðu landi. Ég' benti bændunum á vesturbæjunum á, að ráðlegt væri að grafa einn sameiginlegan brunn vestan barnaskólans og leiða þaðan vatn á alla vesturbæina og niður að sjóhúsunum. Þeir tóku yfirleitt vel í þetta. Þó þyrfti að athuga það hetur, gera hallamælingar o. s. frv. áður en til framkvæmda kæmi. Jafnframt reyndi ég að brýna fyrir bændunum nauðsyn þess, að þeir byggðu salerni hver á sínum bæ. Tóku þeir því allir vel, og er vonandi, að það verði framkvæmt hið bráðasta. Ég hefi nú rakið gang faraldranna eftir upplýsingum sem ég aflaði mér á eynni. Erindi mitt var að leita að sýklaberanum. Grunur um sýk- ilburð féll fyrst á þá, sem tekið höfðu veikina fyrir 1931 og sérstak- lega þá þeirra, sem likur að öðru leyti bentu til, að gætu verið valdir að smituninni vegna samgangs við þá, sem sýktust, eða matvæli þeirra. Til þess að geta skorið úr, hver af þessum hópi væri sýkilberinn, var bakteriologisk rannsókn óhjákvæmileg. Ég hafði þess vegna með hjálp Rannsóknarstofu Háskólans búið mig út með nauðsynlegustu tækjum til sýklaræktunar. Áður en ég fór norður, höfðu verið send til Flateyjar allmörg ilát undir sýnishorn af þvagi og saur, og var svo til ætlazt, að héraðs- læknir eða vfirsetukona önnuðust þetta og sendu síðan til Rannsóknar- stofu Háskólans. Úr þessu hafði þó ekki orðið. Ég framkvæmdi þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.