Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Síða 178
176
sumrin. Á vetrum er notuð fata með kassa yfir, og stendur hún í göng-
unum framan við baðstofuhurðina. Allsstaðar annarsstaðar eru fjósin
notuð.
Mjólkursala milli bæja er nokkuð tíðkuð, og evkst auðvitað hættan
af þessum óþrifnaði stórlega við það. í faröldruniun 1923—1924 og 1931
var mjólkin eflaust aðalsmitunarleiðin. Ekki hefi ég fundið dæmi
þess, að taugaveikin hafi borizt þannig s. 1. vetur, og hefi ég þó stöð-
ugt haft þann möguleika á bak við eyrað.
A einum eða tveimur bæjum nota kjrrnar sömu forstofu og fólkið.
Er þetta sorglegt dæmi um, hve tilfinningu fólksins fyrir hreinlæti
er ábótavant.
Húsakynni í eynni eru víðast góð. Á 9 bæjum af 13 eru steinhús
eða góð timburhús. Á 4 bæjum er bygg'ing slæm.
Ástæðunnar til þess, að heilbrigðisháttunum er svo ábótavant, er
ekki fyrst og fremst að leita í slæmum húsakynnum. Orsökin er ann-
arrsstaðar að linna, og eflaust er fleira en eitt, sem fellur undir þetta.
órfir sumartímann er afskaplegt erfiði á fólkið lagt. Eyjarskeggj-
ar sækja sjó af miklum dugnaði, en jafnframt er í evnni allmikill land-
búskapur, og fólkið skiptir sólarhringnum milli sjósóknar og hey-
skaparins. Einnig á veturna á kvenfólkið að minnsta kosti mjög ann-
ríkt. Mikill barnafjöldi á heimilunum þyngir enn störf þess. Það
er þess vegna ekki sanngjarnt að leggja fólkinu það út til lasts, þótt
þrifnaður sé ekki sem skyldi. En ofan á þetta bætist — og sem afleið-
ing af því — að tilfinningu fólksins fyrir þrifnaði og góðri umgengni
er mjög ábótavant.
Þá eru vatnsbólin. í eynni eru 6 brunnar, sumir slæmir. Verstir eru
Garðshornsbrunnurinn, sem áður er lýst, og Sælandsbrunnurinn. Allir
eru brunnarnir í ræktuðu landi.
Ég' benti bændunum á vesturbæjunum á, að ráðlegt væri að grafa
einn sameiginlegan brunn vestan barnaskólans og leiða þaðan vatn
á alla vesturbæina og niður að sjóhúsunum. Þeir tóku yfirleitt vel í
þetta. Þó þyrfti að athuga það hetur, gera hallamælingar o. s. frv.
áður en til framkvæmda kæmi. Jafnframt reyndi ég að brýna fyrir
bændunum nauðsyn þess, að þeir byggðu salerni hver á sínum bæ.
Tóku þeir því allir vel, og er vonandi, að það verði framkvæmt hið
bráðasta.
Ég hefi nú rakið gang faraldranna eftir upplýsingum sem ég aflaði
mér á eynni. Erindi mitt var að leita að sýklaberanum. Grunur um sýk-
ilburð féll fyrst á þá, sem tekið höfðu veikina fyrir 1931 og sérstak-
lega þá þeirra, sem likur að öðru leyti bentu til, að gætu verið valdir
að smituninni vegna samgangs við þá, sem sýktust, eða matvæli þeirra.
Til þess að geta skorið úr, hver af þessum hópi væri sýkilberinn,
var bakteriologisk rannsókn óhjákvæmileg. Ég hafði þess vegna með
hjálp Rannsóknarstofu Háskólans búið mig út með nauðsynlegustu
tækjum til sýklaræktunar.
Áður en ég fór norður, höfðu verið send til Flateyjar allmörg ilát
undir sýnishorn af þvagi og saur, og var svo til ætlazt, að héraðs-
læknir eða vfirsetukona önnuðust þetta og sendu síðan til Rannsóknar-
stofu Háskólans. Úr þessu hafði þó ekki orðið. Ég framkvæmdi þessa