Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 180

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Page 180
178 Þar með var sýkilberinn fundinn og sannað, að hann hefði bacilluna í gallvegunum (gallbröðrunni). Sýkilberinn er M. G.dóttir, Neðribæ. Hún hélt sig, eins og áður er sagt, ekki hafa haft taugaveiki. Krankleiki hennar í des 1923 hefir samt eflaust verið taugaveiki, en aðeins mjög létt. Ég hafði reynt að rækta frá fæces, en ekki fundið B.T. Rannsókn- arstofa Háskólans hafði heldur ekki fundið sýkla í því sýnishorni, er hún fékk, og hefir því sú niðurstaða eflaust verið rétt. Hér er því sýnt, að þótt ekkert finnist í fæces, getur bacillan verið finnanleg í blöðrugallinu. Smitunin undanfarin ár skýrist mjög auðveldlega frá Neðribæ, nema í síðasta faraldri. í þessu efni vísa ég til athugasemda minna þar að lútandi hér að framan. Meðan ég dvaldi i Flatey, bólusetti ég 59 manns gegn taugaveiki. Flesta bólusetti ég aðeins einu sinni, þar eð bóluefni þraut. Var svo til ætlazt, að héraðslæknirinn bólusetti í seinna sinni, þegar bóluefnið kæmi. Smitberinn ákvað að gera tilraun til að losna við bacilluna með operation. í vetur var þessi tilraun gerð hér á Landsspítalanum og gallblaðran tekin. Þetta bar þó ekki tilætlaðan árangur, smitið hélzt. Hún fór þó heim til Flateyjar aftur með fyrirmælum um að gæta ýtrasta þrifnaðar og varasemi, og er líklegt, að þær ráðstafanir nægi, ef vel verða haldnar, til að koma í veg fyrir fleiri smitanir. Byrjað er ennfremur að undirbúa umbætur á vatnsbólum eyjar- innar, en sum þeirra verða, eins og áður er sagt, að teljast gersamlega óhæf til notkunar. Um salerni hefi ég áður talað. Undirbúningur um umbætur á því sviði mun einnig hafinn. Með öllu þessu ætti að vera nokkurnveginn tryggt, að búið sé að ráða niðurlögum taugaveikinnar í Flatey, ef þessi atriði verða vel haldin. Þó má vera, að einhver af þeim mörgu, sem sýkzt hafa und- anfarin ár, geymi í sér sýkilinn, sem að vísu verður þó að teljast frem- ur ósennilegt. — Ágrip. í Flatey á Skjálfanda hafa hvað eftir annað komið upp faraldrar af taugaveiki. 1923—24, 1931, 1934, 1935, 1936. Sumir faraldrarnir hafa sýkt mjög marga. Áðeins fáir hafa þó látizt. Allir faraldrarnir eftir 1924 hljóta að hafa komið upp í eynni. Síðastliðið sumar fór fram rann- sókn á uppruna faraldranna, og var þá gerð tilraun til að rekja gang þeirra allra og sýna fram á, hvaðan smitun væri komin. Smitberi fannst að lokum, og ætti þar með fullnægjandi skýring að hafa fengizt á uppruna taugaveikinnar í Flatey. Smitun hefir borizt ýmist með mjólk eða neyzluvatni. Taugaveikissýkillinn fannst við ræktun úr gallblöðru- innihaldi, teknu með slöngu upp úr duodenum, eftir að fæces-rannsókn hafði reynzt árangurslaus. Bólusetning gegn taugaveiki fór fram á 59 eyjarbúum. Smitberinn gerði tilraun til að losna við sýkilburð með uppskurði. Gerð var cholecystectomia. Srnit hélt þó áfram, og með ströngum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.