Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1936, Blaðsíða 180
178
Þar með var sýkilberinn fundinn og sannað, að hann hefði bacilluna
í gallvegunum (gallbröðrunni).
Sýkilberinn er M. G.dóttir, Neðribæ. Hún hélt sig, eins og áður er
sagt, ekki hafa haft taugaveiki. Krankleiki hennar í des 1923 hefir
samt eflaust verið taugaveiki, en aðeins mjög létt.
Ég hafði reynt að rækta frá fæces, en ekki fundið B.T. Rannsókn-
arstofa Háskólans hafði heldur ekki fundið sýkla í því sýnishorni, er
hún fékk, og hefir því sú niðurstaða eflaust verið rétt.
Hér er því sýnt, að þótt ekkert finnist í fæces, getur bacillan verið
finnanleg í blöðrugallinu.
Smitunin undanfarin ár skýrist mjög auðveldlega frá Neðribæ, nema
í síðasta faraldri. í þessu efni vísa ég til athugasemda minna þar að
lútandi hér að framan.
Meðan ég dvaldi i Flatey, bólusetti ég 59 manns gegn taugaveiki.
Flesta bólusetti ég aðeins einu sinni, þar eð bóluefni þraut. Var svo
til ætlazt, að héraðslæknirinn bólusetti í seinna sinni, þegar bóluefnið
kæmi.
Smitberinn ákvað að gera tilraun til að losna við bacilluna með
operation. í vetur var þessi tilraun gerð hér á Landsspítalanum og
gallblaðran tekin. Þetta bar þó ekki tilætlaðan árangur, smitið hélzt.
Hún fór þó heim til Flateyjar aftur með fyrirmælum um að gæta
ýtrasta þrifnaðar og varasemi, og er líklegt, að þær ráðstafanir nægi,
ef vel verða haldnar, til að koma í veg fyrir fleiri smitanir.
Byrjað er ennfremur að undirbúa umbætur á vatnsbólum eyjar-
innar, en sum þeirra verða, eins og áður er sagt, að teljast gersamlega
óhæf til notkunar.
Um salerni hefi ég áður talað. Undirbúningur um umbætur á því
sviði mun einnig hafinn.
Með öllu þessu ætti að vera nokkurnveginn tryggt, að búið sé að
ráða niðurlögum taugaveikinnar í Flatey, ef þessi atriði verða vel
haldin. Þó má vera, að einhver af þeim mörgu, sem sýkzt hafa und-
anfarin ár, geymi í sér sýkilinn, sem að vísu verður þó að teljast frem-
ur ósennilegt. —
Ágrip.
í Flatey á Skjálfanda hafa hvað eftir annað komið upp faraldrar
af taugaveiki. 1923—24, 1931, 1934, 1935, 1936. Sumir faraldrarnir hafa
sýkt mjög marga. Áðeins fáir hafa þó látizt. Allir faraldrarnir eftir
1924 hljóta að hafa komið upp í eynni. Síðastliðið sumar fór fram rann-
sókn á uppruna faraldranna, og var þá gerð tilraun til að rekja gang
þeirra allra og sýna fram á, hvaðan smitun væri komin. Smitberi fannst
að lokum, og ætti þar með fullnægjandi skýring að hafa fengizt á
uppruna taugaveikinnar í Flatey. Smitun hefir borizt ýmist með mjólk
eða neyzluvatni. Taugaveikissýkillinn fannst við ræktun úr gallblöðru-
innihaldi, teknu með slöngu upp úr duodenum, eftir að fæces-rannsókn
hafði reynzt árangurslaus.
Bólusetning gegn taugaveiki fór fram á 59 eyjarbúum.
Smitberinn gerði tilraun til að losna við sýkilburð með uppskurði.
Gerð var cholecystectomia. Srnit hélt þó áfram, og með ströngum