Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 8
YFIR ÞRJÚ ÞÚSUND BÖRN MEÐ OFFITU Allt að níutíu börn eru á biðlista eftir meðferð hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins vegna offitu. Ríf- lega árs bið er eftir meðferð. Dæmi eru um að þessi börn séu komin með fylgikvilla offitu á borð við fitu- lifur, ógreinda sykursýki og kæfisvefn. U m 6,5% íslenskra barna eru með offitu sam-kvæmt nýjustu tölum frá Þróunarmiðstöð heilsu- gæslunnar. Þetta jafngildir yfir þrjú þúsund börnum. Of- fita hjá börnum hefur aukist jafnt og þétt frá 1980 þegar um 1% barna glímdi við offitu. Tryggvi Helgason, barna- læknir og sérfræðingur í offitu barna, skrifaði nýverið bréf til lýðheilsusviðs Embættis land- læknis vegna þessarar stöðu og óskar eftir aðgerðum. Hann bíður eftir svari. Tryggvi starfar við Heilsu- skóla Barnaspítala Hrings- ins þar sem fjölskyldum eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun. Bæði er boðið upp á hópmeðferð og einstaklingsmeðferð, en mark- Sum þeirra barna sem koma í Heilsu- skólann eru í góðu formi og taka þátt í íþróttum en mikilvægt sé að grípa inn í til að koma í veg fyrir fylgi- kvilla offitu. MYND/GETTY Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is miðið er að greina orsakir of- fitu hjá viðkomandi barni eða unglingi og finna leiðir til að hægja á þyngdaraukningu. Ríflega árs biðlisti Til að komast að hjá Heilsu- skólanum er miðað við að börn og unglingar séu 2,5 staðalfrá- vikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI (e. Body Mass Index) eða hafi þyngst mikið á stuttum tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu. Tryggvi segir algjört lykilatriði að foreldrar taki virkan þátt í meðferðinni. Á hverjum tíma eru að jafnaði 250-300 börn og fjöl- skyldur þeirra í meðferð hjá Heilsuskólanum. Sjötíu nýjar fjölskyldur bætast við á hverju ári. Sem stendur eru milli áttatíu og níutíu börn á bið- lista. Biðlistinn hefur verið að lengjast og er nú ríflega árs bið eftir meðferð. „Ég hef kynnt stöðuna fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Okkar ósk er að stækka teymið þann- ig að við getum sinnt fleiri fjölskyldum,“ segir Tryggvi. Í þverfaglegu teymi Heilsu- skólans starfar læknir, félags- ráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, íþrótta- og heilsufræðingur, sálfræðingur, næringarfræð- ingur og móttökuritari, alls níu starfsmenn í 2,5 stöðu- gildi. Íslands hæst í offitu meðal OECD-ríkja Hlutfall landsmanna með of- fitu er hæst hér á landi meðal OECD-ríkjanna og segir Tryggvi því ekki koma á óvart hversu algeng offita sé meðal íslenskra barna, mun algeng- ari en annars staðar í Norður- Evrópu. „Ýmsir þjóðfélagslegir þætt- ir geta þarna spilað inn í. Við vinnum lengri vinnudag en Norðurlandaþjóðirnar, vinnu- dagurinn hjá börnum er líka oft lengri því þau eru lengur í tómstundum en annars staðar, íslensk börn sofa minna, auk þess sem matarrútína og matarsiðir eru öðruvísi hér en víða annars staðar,“ segir Tryggvi. „Við höfum séð að í Suður- Evrópu eru í grunninn aðrar matarrútínur en hjá okkur en þar er offita líka að aukast hjá börnum samhliða því að vest- rænt/amerískt mataræði kem- ur inn. Þetta er meira unninn matur sem er mikið til einföld kolvetni. Hjá sumum börnum með offitu sjáum við að þau eru að neyta of mikils af sæl- gæti og gosi en það er sjald- gæft að málið sé svo einfalt,“ segir hann. Tryggvi bendir á að það sé á undanhaldi að krakkar eldi með foreldrum sínum, geri sitt eigið nesti og læri að um- gangast ávexti og grænmeti. „Margir krakkar hreinlega kunna ekki að meðhöndla grænmeti, kunna ekki að taka innan úr papriku og fá sér þegar þau koma heim úr skólanum.“ Þá hafi breyttir samfélags- hættir á síðustu áratugum sín áhrif. „Það er af sem áður var þegar stórfjölskyldan borðaði saman. Afar og ömmur höfðu mun meiri áhrif á matarupp- eldi barna en samvera með þeim hefur minnkað,“ segir hann. Yngstu börnin tveggja ára Í Heilsuskólanum er tekið við börnum allt frá rúmlega tveggja ára og til átján ára aldurs. Meðalaldur hefur verið nokkuð stöðugur í kring um 11,5 ár frá upphafi en hann nálgast þó tólf árin vegna lenginga biðlista eftir meðferð. ÁHRIF FORELDRA Á HREYFINGU BARNA Þeir geta: • Verið góð fyrirmynd og hreyft sig með börnunum. • Hugað að eigin hreyfivenjum og barna sinna. • Hvatt til útileikja og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi. • Bent á athafnir sem fela í sér hreyfingu þegar börnunum leiðist. • Gefið gjafir sem hvetja til hreyf- ingar, s.s. bolta, sippubönd, skauta eða hjól. • Hvatt barnið til að ganga eða hjóla í og úr skóla. • Samið við barnið um tímamörk fyrir daglega afþreyingu við skjá. Lengi var talað um að það væri ekkert áhyggjuefni þó mjög ung börn væru feit því fitan myndi renna af þeim með aldrinum. Tryggvi segir þetta ekki samræmast þekk- ingu á offitu í dag og því þurfi að grípa strax til aðgerða, jafnvel hjá börnum á þriðja aldursári með offitu. „Við fylgjumst bæði með hæð og þyngd barna. Ef þau hætta að lengjast er brugðist við og það 8 FRÉTTIR 19. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.