Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 33
Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir Krabbi 8. júlí 2000 n Traust n Uppátækjasöm n Hlý n Tilfinninganæm n Skapstór n Óörugg Adam Freyr Aðalsteinsson Steingeit 2. janúar 2001 n Ábyrgur n Agaður n Góður stjórnandi n Skynsamur n Besservisser n Býst við hinu versta S onja Grant hjá Kaffibrugghúsinu er sann-kallað kaffi-séní en hún hefur ferðast um allan heim til þess að bragða og dæma í kaffikeppnum. Talandi um kaffi… Hefur þú prófað að lesa úr kaffibolla? Prófaðu næst þegar þú drekkur svart kaffi að þurrka hann á hvolfi og sjá hvort þú sjáir skilaboð í bollanum. Ef þú sérð fugl táknar það að þú mátt eiga von á mikilvægum skilaboðum, margt fólk boðar fögnuð og hring- ur táknar bónorð eða jafnvel fæðingu. Sonja kaffidrottning er fædd í Ljónsmerkinu. Ljónin eru oftast mjög jákvæð með gott skop- skyn. Þau hafa einstaklega gaman að tísku og eru oft með afgerandi og öðruvísi stíl. Ljónin eru sjaldan feimin og tilheyra oft sviðljósinu á einn eða annan hátt. Ás í Sverðum Bylting | Nýjar hugmyndir | Skýrleiki | Velgengni Þetta spil boðar nýja tíma, ferskan blæ og mig grunar að það sé kærkomið. Þú ert svo bráðsniðug, þér dettur eitt- hvað einstaklega skemmtilegt í hug og munt framkvæma það. Mögulega er þessi hugmynd farin á flug en ef ekki þá er stutt í það. Mér finnst þessi hugmynd tengjast starfinu þínu, eins og þú munir bæta við einhverri nýrri þjónustu sem mun líka lukkast svona svakalega vel. Þristur í Stöfum Framfarir | Útrás | Framsýni | Tækifæri erlendis Þetta spil helst í hendur við fyrra spilið, það er mikil hreyfing hjá þér og tækifærin koma úr öllum áttum. Fólk mun koma til þín með ýmis atvinnutækifæri og þú munt hefja nýtt samstarf í öðru landi. Þú hefur verið þolinmóð hingað til og ert spennt fyrir því að sjá boltann rúlla. Ef einhver mál hafa ekki gengið upp þá er mælt með því að þú gefist ekki upp á þeim, því núna færðu tól og aðstoð til þess að láta þessa drauma rætast. Átta í Myntum Lærlingur | Endurtekin verkefni | Leikni | Hæfniþróun Þú virðist vera þannig karakter að þú munt aldrei hætta að læra eða bæta við þig reynslu. Hér ertu að kafa enn Skilaboð frá spákonunni Nú er tími til þess að dreyma stórt, því spilin eru þér hliðholl og tækifærin ófá. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Sonja Grant SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 19.02. – 25.02. Þú vilt vera meistari Nýjasta parið í bænum MYND/ERNIR stjörnurnarSPÁÐ Í Fyrirsætan Nadía Sif Líndal og Adam Freyr Aðalsteinsson eru nýjasta parið í bænum. Nadía Sif varð landsmönnum kunn eftir heimsfræga hótelheimsókn til breskra lands- liðsmanna á Hótel Sögu. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Nadía Sif er Krabbi og Adam Freyr er Steingeit. Þessi merki eru al- gjörar andstæður en geta á einhvern ótrúlegan hátt smellpassað saman. Steingeitin er stjörnumerki sem þekkir að- eins eina leið; upp. Steingeitin setur sér mark- mið og trúir því að með því að gefa sér tíma og leggja vinnu í eitthvað þá sé enginn draumur of stór. En Steingeitin er varkár í kringum skap- sveiflur Krabbans. Það er vegna þess að Stein- geitin mun ekki leggja vinnu né tíma í eitthvað sem er of óútreiknanlegt. Krabbinn er tilfinningaríkur og þegar hann elskar, þá elskar hann sárt. En hann er einnig metnaðargjarn eins og Steingeitin. Ástæðan fyrir því að pörun þessara merkja er góð, þegar allt bendir í hina áttina, er að ólíkir eiginleikar þeirra gera þau að sterkri heild. n MYND/SAMSETT Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Duglegi klári Hrútur. Þú færð krefjandi verkefni í vinnunni sem þinn klári heili trompar auðveld- lega. Þú vekur athygli í vinnunni og færð verðskuldað hrós fyrir vel unnin störf. Þetta er einstak- lega gott fyrir sjálfstraust þitt því þú ert ekki sá besti í að upphefja sjálfan þig. Naut 20.04. – 20.05. Ertu tilbúið fyrir breytingar? Það skiptir ekki máli því það er það sem koma skal. Þann- ig að núna skaltu undirbúa þig vel og vandlega, því það verða ófáar breytingar og ýmislegt mun koma í ljós í vikunni. Við vöxum í breytingum. Tvíburi 21.05. – 21.06. Hæfileikaríki tvíburi. Bjartari dagar veita þér innblástur og þú ferð að föndra eins og vindurinn. Hvort sem þú ferð að dútla við heimilið, mála ný listaverk, elda stórbrotna máltíð, prjóna peysu eða binda hengi fyrir blóma- pottana. Þú munt skapa eitthvað handgert og fallegt. Krabbi 22.06. – 22.07. Þú lærir að útdeila verkefnum og fá aðstoð þessa vikuna. Þú þarft ekki alltaf að gera ALLT sjálfur. Og þegar maður lærir þetta þá nær maður að vaxa enn frekar í því sem maður er að sinna. Gerðu það sem þú gerir best - en ekki gera allt. Góð verkaskipting er lykillinn. Ljón 23.07. – 22.08. Pásan er búin, hlutirnir loks að fara vel af stað og gamlir draumar að rætast. Alheimurinn þakkar þér fyrir þessa þolinmæði og kemur nú færandi hendi. Meyja 23.08. – 22.09. Stundum verður maður upptekinn af vandamálum annarra þegar maður er ómeðvitað að hunsa sín eigin. Hvað er að angra þig elsku Meyja? Hvað er það sem þú þarft að horfast í augu við? Vog 23.09. – 22.10. Vogin er að taka sig á í meðvirkni sinni og það gengur prýðisvel. Það er góð tilfinning að segja það sem þú þarft að segja án þess að þurfa að fegra það skrilljón bleikum blómum. Þú verður stolt af samskiptum þínum við aðra þessa vikuna. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Ka-tjing! Það eru peningar í þínum kortum. Annað hvort nærðu að semja um betri laun eða færð vel launað verkefni. Ekki eyða því öllu á sama stað en leyfðu þér samt smá spreð. Bogmaður 22.11. – 21.12. Elsku upptekni Bogmaður. Það er afkastamikil vika framundan hjá þér. Passaðu þig að týna þér ekki í kaosinu. Nú skiptir mestu máli að vanda til verka, halda ein- beitingu og skipulagi í toppstandi. Það verður þá allavega tilefni til þess að fagna í lok vikunnar. Áfram þú! Steingeit 22.12. – 19.01. Óvænt heimsókn eða símtal mun leiða til nýrra verkefna þessa vikuna. Skemmtilegt samstarf er í kortunum þínum og það mun koma frá ólíklegum stað. Nálgastu tækifærin með opnum huga! Vatnsberi 20.01. – 18.02. Það er andleg vika framundan hjá Vatnsberanum. Þú munt loksins komast í hugleiðslugírinn og gefur þér tíma til að rækta það á hverjum einasta degi. Með þessu áframhaldi kemur þú til með að verða besta útgáfan af sjálfum þér. Fiskur 19.02. – 20.03. Það er svakaleg bókavika fram- undan hjá Fisknum. Annað hvort munt þú byrja á því að skrifa þína eigin bók eða lesa þær ansi margar. Þú vilt bæta við þig þekk- ingu og fróðleik og verður þess vegna með nefið ofan í bókum alla vikuna. dýpra í þínu fagi og læra meira. Einhver skóli kemur upp í hugann en ég er ekki viss hvort þú farir í nám sjálf eða munt sjálf kenna í skóla en eitthvað varðandi nám og sér- þekkingu fylgir þessu spili. Þú hefur það mikinn metnað og einbeitingu að það dugar ekkert að hálfgera hlutina, þú vilt vera meistari í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Spilið er í raun bara lukkuspil sem segir að þú sért á réttri braut og eigir að halda áfram á þessari braut. FÓKUS 33DV 19. FEBRÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.