Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 26
26 FÓKUS MYND/AÐSEND 19. FEBRÚAR 2021 DV Konudagurinn er sunnudaginn 21. febrúar. Tilvalinn tími til að sýna konunum í þínu lífi hvað þær skipta þig miklu máli. Við heyrðum í nokkrum ofurkonum og báðum þær um að lýsa draumakonudeginum sínum. VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA „Þessi dagur er nú ekki háheilagur fyrir mér en ég yrði mjög glöð ef ég fengi að sofa út – sem er til sirka níu af því ég hef aldrei á ævinni kunnað að sofa út. Svo á fullkomnum degi myndi líka góður bröns á góðum stað gleðja eða að maðurinn minn myndi baka pönnukökur. Svo væri ég til í gott kaffi, BLÓM af því ég elska blóm og súkkulaði. Þá væri ég nú heldur betur glöð með daginn.“ INGILEIF FRIÐRIKSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA OG RITHÖFUNDUR „Stútfullur af konum! Ég er gift konu og umkringd alveg ótrúlega mörgum mögnuðum konum, svo ég fagna því sannarlega á konudaginn. Ætli draumakonudagur- inn myndi ekki hefjast á kaffibolla í rúmið frá minni konu. Svo tæki við góður konudags-brunch með fjöl- skyldunni, með tilheyrandi gúmmelaði og næsheitum. Eftir það tækjum við hjónin bíltúr út fyrir bæjarmörkin, fengjum okkur kvöldverð á notalegum stað og end- uðum svo í bústað með heitum potti. Það væri algjör draumur!“ EVA RUZA SKEMMTIKRAFTUR OG ÁHRIFAVALDUR „Dagurinn mundi byrja á því að Siggi minn vekur mig með kossi, lyftir mér upp og heldur á mér úr rúminu inn í eldhús, þar sem dýrindis morgunmatur bíður mín. Gæti verið vesen samt fyrir hann að halda á mér, en það væri fallegt. Eftir morgunmatinn heldur hann á mér inn í herbergi þar sem bíða mín ný föt fyrir daginn. Leið okkur liggur svo niður á Reykjavíkurflugvöll þar sem þyrla bíður okkar. Þyrlan fer með okkur í klukkutíma ferð þar sem við stoppum á toppi Esjunnar og fáum okkur jarðarber. Eftir þyrluna heldur Siggi á mér inní bíl og fer með mig í eins og hálfs tíma dekur. Nudd og svo notalegur kaffibolli og „meððí“ í heita pottinum. Eftir dekrið færum við á hótel „down town“ Reykja- vík, gott að borða og barnlaus nótt. Kannski væri Siggi reyndar kominn með í bakið eftir daginn eftir að hafa haldið á mér út um allt, enda er ég 180 cm. Þetta væri svona draumadagur – því ég fæ aldrei að halda upp á Konudaginn þar sem ég hjálpa öðrum að gleðja. Ég starfa í blómabúðinni Ísblóm og er í hlaupa- skónum frá morgni til kvölds að afgreiða blóm.“ ELÍN HIRST FJÖLMIÐLAKONA OG RITHÖFUNDUR „Já, draumakonudagurinn minn er einmitt að fara að rætast um helgina. Nú er búið að opna Þjóðleikhúsið á ný og ég er að fara með barnabörnin mín þrjú; Margréti Stefaníu 10 ára, Friðrik Ólaf 8 ára og Hólmfríði Elínu 5 ára, á Kardimommubæinn. Það er alltaf svo hátíðlegt að fara í Þjóðleikhúsið. Við hlökkum öll mikið til, enda eru þetta miðar frá því haust sem loksins er hægt að nýta núna vegna Covid-19 ástandsins.“ MYND/DV HANNA MYND/ERNIR DRAUMAKONUDAGUR ÍSLENSKRA OFURKVENNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.