Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 2
Filter á andlit og umræðu Hver er nákvæmlega tilgangurinn með fjöl-miðlum í dag? Þessu fór Svarthöfði að velta fyrir sér í vikunni sem leið eftir að hann veitti því eftirtekt að nánast hver og ein einasta opinbera stofnun eða yfirvald er með sína eigin fréttaveitu á heimasíðum sínum, samfélags- miðlum og víðar. Svarthöfði bar þetta undir félaga sinn sem starfar sem blaðamaður og komst þar að því að blaðamönnum er gjarn- an svarað með: „Það kemur út tilkynning síðar í dag,“ þegar þeir hringja í opinbera aðila, og jafnvel í slökkvilið eða lög- reglu. Allir vilja stýra umræð- unni um sig og sína. Lögregla er líka farin að ákveða hvað er fréttnæmt eða ekki. Í dagbók lögreglu stendur gjarnan „Ekkert fréttnæmt“. Lögreglufélagi Svarthöfða benti á að lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu er með upp- lýsingafulltrúa sem nánast enginn veit símanúmerið hjá. Nágrannaþjóðir okkar fá upp- lýsingar um rannsóknir lög- reglu fyrr en hér tíðkast og fjölmiðlum er tjáð hvort vafa- samt sé að birta þetta eða hitt. Upplýsingafulltrúi Lög- reglunnar lætur hins vegar hringja út. Það er vafasamt. Því herja blaðamenn á lög- reglumenn í von um lágmarks upplýsingar – oft til að streitast á móti sturluðum sögusögnum sem grassera. Svarthöfði saknar þess ekki að keyra með blikkljósin. Allir eru að ritskoða sjálfa sig í dag. Ekkert má segja nema leggja það undir nefnd, tvílesa það yfir, hringja í vin og leggja í bleyti í viku og grafa á krossgötum á Jóns- messunótt. Meira að segja hið unaðs- lega tímarit Séð og heyrt sem gladdi Svarthöfða með góm- sætu slúðri vikulega – og var oftast lesið í baði með einn kaldan á kantinum – er nú lát- ið. Fólk vill setja „filter“ á um- ræðuna og andlitið og myndin frá kokteilkvöldinu þarf að birtast á meðan verið er að hella í glas. Nú álpast fólk áfram á sam- félagsmiðlum og birtir sjálft myndir og það meira að segja með myndatextunum: Sæt saman! Glanspappírinn hafði áferð sem gaf þessum innan- tómu fréttum það vægi sem þurfti. Þetta hefur líka orðið til þess að unga fólkið í dag veigrar sér við að eiga samskipti í síma. Það er nefnilega ekki hægt að ritskoða sig eins vel þar og hægt er að gera þegar sam- skiptin eru skrifleg og hægt er að „uppfæra“ í sífellu. Við erum greinilega hætt að treysta okkur sjálfum og orðum okkar. Við viljum fá að smjatta á orðunum, stroka þau út, endurskrifa, endurbæta, draga úr gífuryrðum eða bæta inn blótsyrðum eftir þörfum. Allt betra en að þurfa að buna einhverju út úr sér án þess að það sé lesið upp af blaði. Þetta er að verða stór hluti almennra samskipta sem við erum bara að glata niður. Og stór hluti fjölmiðlunar líka. Nú fá fjölmiðlar varla að kafa djúpt eftir upplýsingum eða grennslast fyrir um hitt og þetta. Frasinn „Talaðu við höndina“ sem var pirrandi vinsæll í kringum aldamótin er orðinn „Lestu fréttatil- kynninguna“. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Feita bakið á brettinu E f þú myndir missa nokkur kíló þá gætir þú orðið ungfrú Ísland,“ sagði þekktur einkaþjálfari við mig á líkamsræktar- stöð þar sem ég skokkaði á hlaupabretti. Ég var í kringum tvítugt og nokkuð ánægð með mig. Ég æfði af kappi og var orðin ansi hraust. Einkaþjálfarinn sem um ræðir var mér eldri kona. Hún brosti. Ég horfði hissa á hana. Ég var of þung sem barn en fékk svo mikinn áhuga á líkamsrækt þegar ég var 15 ára og kom mér í gott form. Það fór hins vegar fyrir ofan garð og neðan þegar ég var skiptinemi í Brasilíu en þegar hér er komið sögu var ég í fínu standi – að mér fannst. Ég hægði á brettinu og starði opinmynnt á brosandi konuna. Ó. Hún meinti þetta sem hrós. „Ha?“ sagði ég, óviss um hverju ég ætti að svara. „Já, það þarf bara að skafa aðeins af þér. Af bakinu. Þú ert með svo fallegt andlit nefnilega.“ Einmitt en feitt bak? Og hvað þýðir það eiginlega þegar fólk segir „hún er svo andlitsfríð“. Er viðkomandi þá ljótur annars staðar? „Ég gæti hjálpað þér,“ segir hún. Ég horfði á hana og velti því fyrir mér hvort hún héldi í alvörunni að hún myndi snapa sér viðskipti með þessum hætti. Ef ég hefði ekki verið á ferð hefði ég mögulega skallað hana með fallega and- litinu mínu. Í staðinn sagðist ég ætla að hugsa málið og jók hrað- ann á brettinu. Ég hugsa reglulega til þessa atviks og ber það saman við athugasemdir leikfimikennara míns þegar ég var í grunn- skóla. Hún var afrekskona í líkamsrækt og talaði aldrei niður til okkar „gelgjanna“ heldur benti okkur frekar á það sem hún hefði viljað gera öðru- vísi. Hún sagðist sjá mikið eftir því að hafa hangið í ljósabekkjum sem ung kona og hafa misþyrmt á sér húðinni. Hún hvatti okkur til að vera alltaf með hollan bita á okkur. Fyrst í skólatöskunni og síðar þegar hún varð einn eftirsóttasti líkamsræktarkennarinn í bænum og við „gelgjurnar“ að fullorðnast þá sagði hún okkur að hafa hollan bita í veskinu. Borða alltaf nóg af hollum mat. Þessi kona hefur alltaf verið með hið margrómaða „six pack“ jafnvel nú á sextugsaldri en aldrei nokk- urn tímann hefði henni dottið í hug að tala mig niður til að „bjarga“ mér frá feitu baki. Hún hvatti mig hins vegar áfram til að prófa hitt og þetta. Ég meiri segja keppti einu sinni í sundi því hún sagði að ég hefði fína möguleika. Ég var ekki góður sundmaður en ég var upp með mér að vera beðin og prófaði – og prófaði í kjölfarið fleiri íþróttir. Svo fór að ég fann mína hillu í líkamsræktartímum og mætti nánast daglega. Íþróttakennarinn tók eftir því og bað mig um að segja bekknum frá því hvaða æfingar mér þættu skemmtilegastar og „kenna“ einn tíma í kickboxi sem ég stundaði þá af krafti. Alltaf talaði þessi kennari okkur upp, hvatti okkur til að gera meira, vilja meira, ögra okkur en aldrei var einn tekinn niður til að stækka annan. Ég fór úr því að skæla af kvíða fyrir „píp-testi“ í að hlakka til – elska áskorunina og styrkinn sem líkam- inn bjó yfir. Vitandi að það væri í góðu lagi að geta svo ekki meira. Að því sögðu er „píptest“ samt eitt það glataðasta sem ég veit um. En hvað veit ég, með mitt feita bak. n Það þarf bara að skafa aðeins af þér. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Kristín Sif Björgvinsdóttir afrekskona í hnefaleikum og útvarpskona á K100 deilir hér sínum uppáhalds æfingum. 1 Burpees: Froskahopp „Af því að burpees er hvíld!,“ Kristín rekur upp hlátur. „Nei af því að það er hægt að gera burpees hvar sem er, hvenær sem er og af því að allir elska að hata burpees.“ 2 Assault hjólasprettir „Það er ekkert sem kveikir jafn hratt í lungunum á þér og sprettir á þessu dýrðlega hjóli.“ 3 Clean með stöng „Bara best alltaf, elska að grípa í stöngina og cleana. Aldrei verra ef það er mikið af cleani í æfingu dagsins.“ Clean = þyngd er lyft upp í brjósthæð með því að spenna líkamann upp með þyngdina og grípa hana svo við axlar- hæð. 4 Deadbug Heel taps „Þessi core æfing lítur út fyrir að vera saklaus og létt en haltu þér fast, hún rífur í magavöðvana alveg inn að kjarna.“ DHT = Kviðkreppur þar sem höndum er smellt í hæla. 5 Jumping lunges „VEISLA fyrir lærin og keyrir hjartsláttinn VEL upp. Skemmtileg bodyweight æfing sem klikkar aldrei.“ JL = hoppandi framstig. ÆFINGAR 2 LEIÐARI 19. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.