Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 13
greinast með svona arfgengar
ástæður í tékk. Því svona er
oft hægt að halda auðveldlega
niðri með lyfjum svo fólk lendi
ekki í hjartaáfalli.
Ég var á lyfjum í tíu ár áður
en það varð vesen. En ég fékk
ekki hjartaáfall heldur tók
læknirinn eftir þessu í línu
riti, þrengda æðin hafði lokast
alveg en af því að ég var á
lyfjum þá hafði hjartað náð að
vinna fram hjá þrengingunni.“
Svo fyrirbyggjandi með
ferðin sem Andrés var á,
bjargaði honum mögulega frá
hjartaáfalli.
Heimavinnandi húsfaðir
Glöggir lesendur tóku kannski
eftir því að tvö ár liðu frá því
að Andrés lauk störfum sem
aðstoðarmaður umhverfisráð
herra þar til hann tók sæti á
þingi.
Eftir að Andrés kynntist
Rúnu, konu sinni, fluttu þau til
útlanda.
„Fluttum til Berlínar, Bright
on og bjuggum svo í Brussel í
nokkur ár. Bborgir eru svona
þema hjá okkur. Svo fluttum
við til Íslands þegar ég var
kosinn.“
Þegar þau fluttu út árið 2013
var dóttir þeirra fimm mánaða
og þá fékk Andrés tækifærið
til að verða heimavinnandi
húsfaðir um hríð.
„Ég gat verið með henni þar
til hún varð eins og hálfs árs
og komst í leikskóla. Það var
ótrúlega gott að eiga þennan
tíma með börnunum. Þau klár
uðu skólann snemma og við
áttum gæða tíma. Dóttir mín
var samt alveg tilbúin að losna
við mig þarna í lokin.“
Aðspurður segist Andrés al
veg vera rómantískur maður.
Hann og kona hans hafi þó
ekki haldið upp á Valentínusar
daginn síðustu helgi.
„Jú, við fórum í afmælis
veislu til bróður míns sem á
afmæli 14. febrúar.“
Andrés vill þó ekkert gefa
upp um áformin fyrir konu
daginn sem er núna á sunnu
daginn. Aðspurður hvort
hann ætli að koma konunni á
óvart svarar hann sposkur:
„Kannski.“
En það er líklega erfitt að
koma einhverjum á óvart á
sunnudegi ef maður opinberar
það fyrst í helgarviðtali sem
birtist á föstudegi.
Metnaður í stað kyrrstöðu
Andrés segir næsta kjörtíma
bil geta skipt miklu máli. Það
sé kominn tími fyrir metn
aðarfulla ríkisstjórn í staðinn
fyrir ríkisstjórn sem stendur
fyrir kyrrstöðu og lægsta
samnefnara.
„Það þarf að fá almenni
lega ríkisstjórn sem er laus
við Sjálfstæðisflokkinn. Ég
held að það sé lykilatriði til
að ná fram ákveðnum grund
vallarbreytingum í þágu lofts
lagsmála og ýmissa aukinna
mannréttinda.
Við erum til dæmis búin
að upplifa núna algjöra kyrr
stöðu í úrbótum á útlendinga
málum allt kjörtímabilið og
það er eitthvað sem við þurf
um að laga og verða betri í og
það skiptir mjög miklu máli.
Það verður að vera metn
aðarfull ríkisstjórn með al
vöru aðgerðir eftir kosningar
en ekki einhver ríkisstjórn um
lægsta samnefnara. Það væri
alveg rosalega glötuð staða.“ n
DV 19. FEBRÚAR 2021 FRÉTTIR 13
glufu og banna alveg barna
hjónabönd.“
Ekki lengur fyrir elítu
Það sem gæti komið lesendum
mest á óvart við þingstörfin
er, að mati Andrésar, það að
starfið henti í raun hverjum
sem er. Þingstörf séu ekki
lengur fyrir afmarkaða elítu.
„Ég held að fólk mikli
starfið stundum fyrir sér,
fólk sem ekki hefur reynslu
heldur stundum að þetta sé
ekki fyrir hvern sem er. Þetta
er jú krefjandi starf en fyrir
fólk sem kann að setja sig inn
í mál, mynda sér skoðanir og
vinna undir smá álagi þá er
þetta starf sem hentar hverj
um sem er. Þetta er eitthvað
sem mér hefur þótt breytast
undanfarin ár, en þetta má
alveg breytast meira.“
Lækkun kosningaaldurs
Á þingferli sínum er Andrés
hvað stoltastur af baráttu sinni
fyrir lækkun kosningaaldurs.
„Það hafa margir borið
þessa baráttu uppi. Fyrst kom
þetta fram árið 2007, löngu
fyrir minn tíma, og þá hafði
eitt land tekið þetta skref. En
nú eru þau nær tuttugu.
Ég held að fólk sé bæði að
vanmeta ungt fólk sem mögu
lega kjósendur og vanmeta
getu 1617 ára einstaklinga til
að mynda sér skoðun og vera
góðir kjósendur. Svo held ég
að fólk sé líka að vanmeta já
kvæðu áhrifin sem það myndi
hafa á þingið.
Ég held að það myndi þrýsta
á stjórnmálaflokkana til að
taka raunverulegri afstöðu í
málefnum ungs fólks heldur
en er gert í dag. Og jafnvel
að raða því þannig á lista að
við lendum ekki aftur í því að
að við erum ekki með neinn
undir þrítugu á þingi eins og
er núna.“
Andrés telur mikilvægt að
hafa ungt fólk á þingi.
„Það væri kannski minna
vandamál ef þinginu gengi
betur að taka tillit til þessara
sjónarmiða án þess að vera
með ungt fólk á staðnum. En
eins og Stúdentaráð hefur
fengið að upplifa núna, bara
síðasta árið, varðandi rétt til
atvinnuleysisbóta, hækkun
grunnframfærslu og alls
konar í tengslum við COVID
og ekki í tengslum við COVID.
Það er eitthvað sambandsleysi
þarna á milli.“
Hjartaþræðing fyrir fertugt
Andrés Ingi hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um
skipulagt hjartaeftirlit ungs
fólks. Málaflokkurinn er hon
um mikilvægur vegna eigin
reynslu.
„Ættingi minn fékk hjarta
áfall ungur og í framhaldinu
af því fórum við nokkrir
frændurnir í skoðun og þar
kom í ljós að ég var með svaka
mikla þrengingu í æðum og
var settur á lyf. Þarna var ég
um þrítugt.
Fólk sem fær hjartaáfall
fyrir fimmtugt eða fertugt,
það er líklegt að þar séu arf
gengar ástæður að baki. Þess
vegna getur verið skynsamlegt
að senda fólk í kringum þá sem
Kom í ljós að ég
var með svaka
mikla þrengingu
í æðum og var
settur á lyf. Þarna
var ég um þrítugt.
Andrés Ingi
fann sér nýtt
heimili hjá Pí-
rötum á þingi.
MYND/
SIGTRYGGUR ARI