Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15DV 19. FEBRÚAR 2021 TÍMALÍNA 1998–2002 Jón Baldvin verður sendiherra Ís- lands í Bandaríkjunum og Mexíkó. 2001 Jón Baldvin sendir Guðrúnu þrjú bréf, þar af eitt frá Tallin. Hún er þá sautján ára. 2002–2005 Jón Baldvin verður sendi- herra Íslands í Finnlandi og Eystrasaltsríkj- unum. 2007 Utanríkisráðuneytið svarar fyrirspurninni og ríkissak- sóknari fellir málið niður. 2016 Jóni ekki boðið á málþing í Norræna húsinu um sjálfstæði Eystrasaltslandanna. 2012 Guðrún stígur fram í tímaritinu Nýju Lífi og birtir bréf Jóns Baldvins. 2005 Guðrún, 21 árs, kærir Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. 2013 Lögreglan rannsakar ásakanir á hendur Jóni Baldvini sem ná allt aftur til ársins 1966 þegar hann kenndi í Hagaskóla. 2019 Jón Baldvin fer í hálftíma langt einkaviðtal í Silfur Egils. Sver af sér allar sakir og talar opinskátt um ætluð veikindi dóttur sinnar. 2021 Mál Jóns gegn Aldísi og Sigmars til umfjöllunar í héraðsdómi. 2019 Jón Baldvin kærir Aldísi Schram, Sigmar Guðmunds- son og RÚV fyrir ummæli Aldísar og Sigmars á Rás 2. 2020 Bryndís Schram gefur út ævisögu sína: Brosað gegnum tárin. Aldís segir Bryndísi ljúga í bókinni. 2021 RÚV minnist ekki á Jón Baldvin í frétt sinni um 30 ára afmæli viðurkenn- ingar Íslands á sjálf- stæði Litáen. 2016 Jón Baldvin gerður að heiðursdoktor við háskólann í Vilníus. 2019 Jón Baldvin segir í yfirlýsingu hjá Frétta- blaðinu að ásakanir um kynferðisbrot séu uppspuni eða skrumskæling á veruleik- anum. 2019 Sigmar Guðmundsson tekur viðtal við Al- dísi Schram í morgunútvarpi Rásar 2. Aldís segir Jón Baldvin hafa beitt sig ofbeldi og fengið sig nauðungarvistaða á geðdeild. 2006 Ríkissaksóknari fyrirskipar lögreglurann- sókn á málinu. Lögreglan óskar upplýsinga frá dómsmálaráðuneytinu sem áframsendir fyrirspurnina til utanríkisráðuneytisins. 2005 Guðrún lýkur stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. 1997–1998 Að sögn Guð- rúnar er Jón Baldvin í og við herbergi hennar á meðan hún sefur. M álið var upphaflega höfðað af Jóni Bald-vini Hannibalssyni gegn dóttur hans, Aldísi Schram, blaðamanninum Sig- mari Guðmundssyni og RÚV til réttargæslu vegna hugsan- legrar bótakröfu en málið varðar útvarpsviðtal sem Sig- mar tók við Aldísi og birt var á Rás 2. Í þættinum sagði Al- dís frá meintum brotum Jóns gegn sér og öðrum. Í grófum dráttum má skipta ásökunum Aldísar í tvennt. Annars vegar fjalla þær um meint kynferðis- brot Jóns, og hins vegar um aðkomu hans að nauðungar- vistunum Aldísar. Hefur Aldís sagt aðkomu Jóns að nauðung- arvistununum meiri en hann hefur sjálfur viðurkennt. Árið 2012 birtust í fyrsta sinn opinberlega ósæmileg bréf sem Jón Baldvin hafði sent ungri frænku sinni, Guð- rúnu Harðardóttur. Hún kærði hann siðar fyrir kynferðisbrot en málið var látið niður falla. „Kynferðislegt óargadýr“ Mikill hiti var í réttarsal er vitnaleiðslur fóru fram í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi en ró virtist hafa færst yfir að- ila máls og áhorfendur þegar kom að munnlegum málflutn- ingi lögmanna. Dómarinn í málinu hafði milligöngu um sættir í málinu í dómshléinu á milli fyrri og seinni hluta aðalmeðferðar. Skemmst er frá því að segja, að ekkert varð af sáttum. Hafa verður í huga að málið sem nú bíður dómsuppsögu er eftir sem áður „einungis“ meiðyrðamál, þó skýrslu- gjöf vitna og umfjöllunar- efnið hafi að mestu fjallað um ætluð kynferðisbrot Jóns Baldvins. Lögmaður Aldísar sagði í ræðu sinni að málið hafi bersýnilega átt að verða „syndaaflausn“ Jóns. Ef svo var er ljóst að sú syndaaflausn snerist við meðferð málsins upp í andhverfu sína. Lögmaður Aldísar, Gunn- ar Ingi Jóhannsson, fór þá jafnframt hörðum orðum um Jón í ræðu sinni. Sagði að ekki mætti skilja annað af lestri frásagna kvenna á „metoo Jón Baldvin“ síðunni, en að Jón væri „kynferðis- legt óargadýr“. Lýsti Gunnar því að ásökunum Aldísar hafi aldrei verið svarað öðruvísi af Jóni en með því að benda á Aldísi og segja ásakanirnar runnar undan rifjum hennar. Í sömu andrá hefur Jón rýrt trúverðugleika Aldísar með því að tefla fram ætluðum geðsjúkdómum hennar. Brotin fyrnd eða utan lögsögu stjórnvalda Flest brot sem Aldís sagði Jón hafa framið eru fyrnd. Kom fram í máli lögmanns Al- dísar, að Aldís hefði tilkynnt brot Jóns til lögreglu, en þar sem hún væri sjálf löglærð hafi hún vitað að brotin væru fyrnd og því ekki kært. Niður- staða tilkynningar Aldísar var einmitt sú, að brotin væru ýmist fyrnd eða að þau væru framin erlendis og íslensk lög- regla hefði því ekki lögsögu í málinu. „Það átti eftir að nýt- ast honum vel síðar,“ skaut lögmaðurinn svo inn. Vísaði hann þar til þess að íslenskir dómstólar vísuðu nýverið ákæru Héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini fyrir kyn- ferðisbrot í húsi Jóns á Spáni frá dómi þar sem ekki þótti sannað að verknaðurinn hafi stangast á við gildandi rétt þegar það var framið. Landsréttur staðfesti síðar úrskurð Héraðsdóms, og er það mál því úr sögunni fyrir fullt og allt. Fyrningartími brota er mis- langur eftir þeim viðurlögum sem lögð eru við brotunum í hegningarlögum. Til dæmis fyrnast brot sem varða fang- elsi í fjögur til átta ár hið mesta á 15 árum og brot sem varða eins til fjögurra ára fangelsi fyrnast á tíu árum. Árið 2007 var fyrningar- reglum breytt á þann veg að fyrningartími kynferðisbrota gegn börnum byrjar ekki að telja fyrr en barnið verður 18 ára gamalt. Sú breyting sem þá var gerð var ætlað að vera afturvirk, á þann veg að fyrningarfrestur ófyrndra brota sem framin voru fyrir gildistöku laganna lengist. Tekist hefur verið á um lögmæti þessa atriðis í dómsmálum. Fyrningarfrest- ur brota rofnar, samkvæmt lögunum, þegar rannsókn sakamáls hefst. Þetta orða- lag hefur einnig valdið heila- brotum meðal lögfræðinga og iðulega er um það deilt hvað „upphaf rannsóknar“ þýðir. Er það þegar brot eru kærð? Þegar brot eru færð í mála- skrá lögreglu? Þegar ákæra er gefin út? Langflest meint brot Jóns Baldvins eru þó nógu gömul til þess að vera óumdeilanlega fyrnd og því svo gott sem úti- lokað að þær ásakanir verði nokkurn tímann rannsakaðar. Í dómsmáli Jóns gegn Aldísi fór mikið púður lögmanna í að ræða ásakanir Aldísar gegn Jóni um að hafa komið að nauðungarvistununum. Meðal annars var tekist á um það hvort að notkun Jóns á bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington, er hann sendi yfirvöldum á Íslandi bréf um að Aldísi þyrfti að vista á geðdeild, teldist misnotkun á opinberu valdi. Aldís var nauðungarvistuð 1992 og aftur 2002. Í lögregluskýrslu um síðara málið stendur að umrætt atvik hafi verið skráð sem „aðstoð við erlent sendi- ráð“. Ljóst er að sendiherra hefur ekki það vald sem hann var sagður hafa misnotað. Hins vegar er það enn vafa undir- orpið hvort brotið hafi verið á rétti Aldísar af hálfu lækna á geðdeild, en fyrir liggur að ekki var leitað til dómstóla eins og átti að gera vegna mánaðarlangrar nauðungar- vistunar Aldísar árið 2002. Á fjórða tug kvenna yfir 60 ára tímabil Ásakanirnar um brot Jóns á metoo síðunni sem helguð var Jóni varða brot sem eiga að hafa gerst á 60 ára tímabili. Það fyrsta árið 1962 þegar Jón var háskólanemi í Edinborg. Á fjórða tug kvenna hafa nú stigið fram, og um 20 undir nafni. Nú síðast stigu þrjár konur fram undir nafni og lýstu áreitni Jóns í ráðherra- bústaðnum þar sem Jón var undir áhrifum áfengis. Sam- kvæmt frásögn þeirra kast- aði Jón „rándýrum“ koníaks- glösum ráðherrabústaðsins í gólfið áður en hann rauk inn í eldhús þar sem starfsfólk var að ganga frá eftir veislu kvöldsins. Mun Jón hafa kall- að „mig vantar kvenmann“ áður en hann rauk aftan að einni konunni og greip um brjóst hennar. Jón segist aldrei hafa komið inn í ráðherrabústaðinn eftir að hann sjálfur lauk störfum sem ráðherra og neitar ásök- ununum. Sem fyrr sagði er nú vika liðin frá lokum aðalmeðferð- ar og hefur dómari því þrjár vikur til viðbótar til þess að kveða upp sinn dóm. Vegna umfangs málsins er líklegt að allur sá tími verði nýttur. Dóms er því líklega að vænta fyrstu vikuna í mars. n Vika er nú liðin af mán- aðarfresti dómara til að dæma í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Heimir Hannesson heimir@dv.is Dóms er því líklega að vænta fyrstu vikuna í mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.