Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 21
DV 19. FEBRÚAR 2021 FÓKUS 21
UNA JÓNS
Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, er súper góð í hagfræði
og fræðir okkur reglulega um húsnæðismarkaðinn í fjölmiðlum og þykir
koma vel fyrir. Una starfaði áður hjá Íbúðalánasjóði og stóð sig glimrandi
vel. Una er útvistarkona sem hleypur og hendir sér á gönguskíði. Una festi
nýlega kaup á Jimny jepplingi til þess að geta elt ævintýrin enn frekar.
HEIÐA Í NIKITA
Heiða Birgisdóttir fatahönnuður – oft kennd við Nikita,
er á lausu. Heiða er afburða listakona sem stofnaði
fyrir rúmum 20 árum brettafatafyrirtækið Nikita ásamt
þáverandi eiginmanni sínum. Síðan þá hefur hún meðal
annars starfað hjá Cintamani. Heiða er mikil áhuga-
manneskja um snjóbretti og fjallamennsku.
KRISTÍN BJÖRK
Kristín Björk Þorvaldsdóttir flugfreyja, kamelljón og
eldhúsdíva er ein af þeim konum sem virðist geta skipt
um ham eftir aðstæðum og tækifærum. Hún er elskar
útiveru hvort sem það eru göngur, skíði, veiði eða golf.
Kristín er líkleg til afreka í eldhúsinu eins og girnilegar
myndir á samfélagsmiðlum sýna. Fagurkeri með góða
bragðlauka.
DAGBJÖRT REGINS
Dagbjört Reginsdóttir eða Dæja eins og hún kölluð
er læknir og stundar sérnám í geðlækningum. Hún
starfar á Landspítalanum og kemur úr sannkölluðu
kvennaveldi en hún á fjórar systur og einn bróðir.
Systur hennar hafa allar látið til sín taka á hinum ýmsu
sviðum og eru annálaðar smekkkonur með breið bros.
Dagbjört er úr Hafnarfirði og býr þar ásamt börnum
sínum þremur. Metnaðarfull og stórglæsileg kona.
BIRNA DRÖFN JÓNASDÓTTIR
Blaðakonan Birna Dröfn Jónasdóttir skartar guðdóm-
legu rauðu hári, skopskyni sem kippir svo sannarlega
munnvikunum í rétta átt og fatastíl sem tekið er eftir.
Birnu má oft rekast á í miðbænum þar sem hún starfar
en hún sést gjarnan í hádegismat á lekkerum stöðum
miðborgarinnar.
MYND/FACEBOOK
MYND/INSTAGRAM
MYND/FACEBOOK
MYND/FACEBOOK MYND/ÚR SAFNI