Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 24
Þ að vakti verulegan óhug meðal netverja árið 2010 þegar þrjú
myndskeið birtust sem sýndu
hrottaleg dýraníð. Eitt mynd-
skeiðið kallaðist 1 maður 2
kettlingar og í því mátti sjá
mann koma tveimur litlum
kettlingum fyrir í loftþéttum
poka þar sem kettlingarnir
köfnuðu. Síðan tók maðurinn
hræin og nuddaði kynfærum
sínum utan í þau. Skömmu
síðar birtust tvö myndskeið
til viðbótar sem sýndu áþekkt
athæfi sem ekki er ástæða til
að lýsa með nánari hætti.
Hópur netverja sem kallaði
sig The Animal Beta Project
ákváðu að finna út hver stæði
að baki myndskeiðunum og
afhjúpa hann.
„Þessi maður gæti snúið
sér að því að myrða mann-
eskjur einn daginn,“ skrifaði
hópurinn á Facebook árið
2011. Hópurinn hefur líklega
ekki gert sér í hugarlund þá
hversu rétt hann hafði fyrir
sér.
Allt fyrir frægðina
Eric Clinton Krik Newman er
fæddur í Kanada árið 1982.
Móðir hans var haldin áráttu-
og þráhyggjuröskun og allt
varð að vera hreint í kringum
hana. Eric greindi síðar frá
því að móðir hans læsti börn
sín reglulega úti í kuldanum
og að eitt sinn hafi hún sett
gæludýr barnanna, kanínur,
út í kuldann svo þau frysu í
hel. Faðir hans var greindur
með geðklofa.
Eric fór um tvítugt að
reyna fyrir sér í klámiðnað-
inum og starfaði einnig sem
fatafella og fylgisveinn.
Hann var mjög upptekinn af
útlitinu og undirgekkst fjölda
lýtaaðgerða.
Árið 2005 var Eric sakfelld-
ur fyrir fjársvik og eftir það
ákvað hann að taka upp nýtt
nafn, Luka Rocco Magnotta,
enda hefur honum líklega
þótt það nafn vænlegra til
vinsælda í heimi fullorðins-
myndbanda.
Luka var heillaður af net-
inu og hafði skapað sér þar
marga mismunandi persónur
á samfélagsmiðlum sem og
spjallrásum. Þessar fals-per-
sónur nýtti hann svo í þeim
tilgangi að afla sjálfum sér
frægðar. Meðal annars kom
hann þeim orðróm af stað að
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
hann ætti í ástarsambandi við
morðingjann Körlu Homolka
sem situr í fangelsi fyrir að
hafa nauðgað og myrt ungar
stúlkur ásamt fyrrum ást-
manni sínum.
En þetta dugði ekki Luka.
Hann vildi frægð, sama hvað
hún kostaði. Fyrst hann gat
ekki vakið aðdáun með útliti
sínu og líkama þá skyldi hann
vekja úlfúð. Því hóf hann að
birta ógeðfelld dýraníðs-
myndbönd í skjóli nafnleynd-
ar á netinu.
Ómögulegt að hætta
„Þú getur birt klám, ofbeldi,
myndband af einhverjum
sem er hrint niður stiga, van-
virðingu á trúarlíkneskjum
og öllum er sama. En í þess-
um myrku undirkimum net-
sins er óskrifuð regla. Regla
númer núll er „ekki fokka
í köttum,“ sagði Deanna
Thompson, ein þeirra sem
rannsökuðu dýraníðsmynd-
böndin og röktu þau til Luka.
Dýravinirnir og aktívist-
arnir á netinu tengdu Luka
við dýraníðið og ekki leið á
löngu áður en blaðamaður
The Sun setti sig í samband
við Luka og spurði út í mynd-
böndin. Svarið sem Luka gaf
honum var ógnvekjandi.
„Þið munið heyra meira frá
mér í náinni framtíð. Næst
verða þó fórnarlömbin ekki
lítil dýr. Ég skal senda þér
nýja myndbandið sem ég er
að vinna að. Að drepa er ekki
eins og að reykja, þú skilur.
Þú getur hætt að reykja, en
eftir að þú hefur drepið og
fundið bragðið af blóði þá er
ómögulegt að hætta.”
Fjöldi aðila innan aktí-
vistahópsins sem rannsakaði
Luka hafði samband við lög-
reglu. Hins vegar hafði lög-
regla ekki ýkja mikinn áhuga
á að rannsaka nokkur katta-
morð. „Þetta eru bara kettir.
Það er ekkert sem við getum
gert í þessu. Við höfum ekki
tíma fyrir þetta,“ sagði lög-
regla við einn dýravinanna.
1 geðsjúklingur, 1 ísnál
Þann 25. maí 2012 birtist
ellefu mínútna myndband á
netinu sem bar nafnið 1 geð-
sjúklingur, 1 ísnál. Í mynd-
bandinu sást nakinn karl-
maður bundinn við rúmgafl
og ítrekað stunginn með ísnál
og eldhúshníf. Síðan var líkið
aflimað og líkamsleifunum
sýnd vanvirðandi kynferðis-
leg háttsemi.
Fjórum dögum eftir að
morðmyndbandið birtist,
barst pakki í höfuðstöðvar
Íhaldsflokksins í Kanada.
Pakkinn var blóðugur, illa
lyktandi og var merktur með
hjarta. Í pakkanum var af-
limaður vinstri fótur ásamt
bréfi þar sem skrifað var
að sex líkamshlutum hefði
verið komið í dreifingu og
að morðinginn ætlaði sér að
myrða aftur.
Álíka pakkning var send
Frjálslynda flokknum en sú
sending var stöðvuð á póst-
húsi. Þar fannst aflimaður
vinstri handleggur.
Húsvörður í fjölbýlishúsi
varð var við grunsamlega
ferðatösku sem hafði verið
skilin eftir í ruslahrúgu
fyrir aftan húsið. Í töskunni
var rotnandi búkur. Lögregla
SAKAMÁL
Jun Lin var myrtur með hrottalegum hætti. MYND/FACEBOOK
kembdi svæðið í leit að frek-
ari vísbendingum og fann
blóðugan fatnað, eggvopn og
pappíra þar sem nafnið Luka
kom fyrir.
Lögregla hélt þá að heimili
Luka, en hann var þá á bak
og burt. Blóðug ummerki í
íbúðinni gáfu þó til kynna að
þar hefði eitthvað saknæmt
átt sér stað.
Líkamsleifarnar reyndust
tilheyra skiptinemanum Jun
Lin sem hafði verið saknað
í um viku. Þann 5. júní bár-
ust líkamshlutar til tveggja
skóla í Kanada, hægri fótur
og hægri hönd. Þann 1. júlí
fannst svo höfuðið við lítið
stöðuvatn í almenningsgarði.
Slátrarinn frá Montreal
Þá hófst eltingarleikurinn.
Lögreglu varð fljótlega ljóst
að Luka hefði flúið Kanada
og væri erlendis í felum.
Hann var því eftirlýstur
af Interpol og ekki stóð á
ábendingunum. Hann var til
umfjöllunar í flestum stærri
miðlum heims. Í Frakklandi
var hann kallaður „Slátrar-
inn frá Montreal“ og í Þýska-
landi var hann kallaður
„Klámmorðinginn“. Luka var
orðinn frægur. Langþráður
draumur hans hafði loksins
ræst.
Það er því kannski ekki
að undra að þegar lögregla
hafði loks hendur í hári hans
þá var það á netkaffihúsi í
Berlín þar sem Luka sat og
las fréttir um sjálfan sig.
Luka fékk því að lokum
það sem hann dreymdi allt-
af um. Heimildarmyndin
„Don‘t Fuck With Cats,“ kom
út á Netflix árið 2019 og
vakti mikla athygli og móðir
Luka hefur skrifað bók um
hvernig það er að vera móðir
morðingja. Luka hefur einn-
ig verið duglegur að minna
á sig úr fangelsinu þar sem
hann situr nú í lífstíðarfang-
elsi, en hann svarar gjarnan
fyrirspurnum fjölmiðla,
sendir á fjölmiðla erindi að
fyrra bragði og svo varð það
frægt þegar hann gifti sig í
fangelsinu öðrum fanga, Ant-
hony Jolin, sem einnig situr
inni fyrir morð.
Luka hefur þó ekki gengist
við brotum sínum og heldur
því fram að maður að nafni
Manny hafi neytt hann til
að fremja þessa svívirðilegu
glæpi.
Þá kom aftur til kasta net-
verja sem voru fljótir að
komst að því að Manny var
tilbúningur og nafnið stolið
úr kvikmyndinni Basic In-
stinct, en í þeirri mynd er
maður myrtur með ísnál. n
Luka var
tilbúinn að
gera allt fyrir
frægðina,
sama hvað
það kostaði
MYND/
FACEBOOK
HUNDELTI KATTAMORÐINGINN
Dýravinir á netinu höfðu margsinnis varað lögreglu við Luka Magnotti. Maður með slíkan
kvalarlosta væri líklegur til að taka líf. En lögregla hlustaði ekki fyrr en það var of seint.
24 FÓKUS 19. FEBRÚAR 2021 DV