Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 9
Íslensk börn sofa minna en víða annars staðar og segir Tryggvi það geta haft áhrif þegar kemur að offitu. MYND/GETTY 6,5% SKÓLABARNA MEÐ OFFITU 1+ ár BIÐLISTI 80-90 BÖRN Á BIÐLISTA 2-18 ára ALDUR BARNA Í HEILSUSKÓLANUM 11,5 ár MEÐALALDUR BARNA Í HEILSUSKÓLANUM þarf líka að bregðast við ef þau þyngjast of hratt,“ segir hann. Spurður í hvernig ástandi verst settu börnin sem koma í Heilsuskólann séu segir hann líkamlegt ástand þeirra sé misjafnlega slæmt en þau eigi það sameiginlegt mörg að líða illa. „Sum þeirra eru í góðu formi og taka þátt í íþróttum. Við lítum til þess að ef þróunin heldur áfram uppi þegar kemur að offitu hjá íslenskum börnum. „Það gefur í skyn að þetta sé eitthvað sem við ráðum ekki við. Ég er sannfærður um að með sam- stilltu átaki getum við breytt þessu, alveg eins og við náðum tökum á unglingadrykkju og reykingum. Þetta snýst um að við sem samfélag tökum okkur saman og ákveðum að það sé ekki gott að svona mörg börn, og svona margir full- orðnir, séu með offitu. Það er hægt að breyta öllu ef maður leggur sig fram.“ Skiptir máli að borða morgunmat Tryggvi segir lykilatriði að foreldrar taki virkan þátt þegar kemur að því að vinna gegn offitu hjá börnum. „Þeir eru okkar aðal samstarfsað- ilar. Margir hverjir eru mjög áhugasamir og hafa staðið sig mjög vel við að sinna sínum börnum. Ég á enn eftir að hitta foreldra sem keppast við að eiga börn með offitu. Ég hef hitt yfir þúsund fjöl- skyldur og langflestir for- eldrar leggja sig fram við að hjálpa börnunum sínum. Það er grunnatriði að ná góðri samvinnu við foreldra til að við náum að snúa þróuninni við,“ segir hann. Fyrir foreldra barna í of- þyngd mælir hann með að þau hugi að svefnvenjum og mat- armynstri barnanna. „Börn þurfa að ná að hvílast vel og fara þá nógu snemma að sofa. Morgunmatur er lykilatriði og til þess að hafa matarlyst þurfa börnin að hafa sofið nóg. Mikilvægt er að halda að þeim fjölbreytni í ávöxtum og grænmeti. Reglulegir mat- málstíma skipta máli. Ég myndi líka hvetja fólk til að tala við skólahjúkrunarfræð- inga sem í dag þekkja almennt vel til barna og ofþyngdar og geta gefið hagnýt ráð.“ n þá aukast fylgikvillar offitu og það viljum við geta komið í veg fyrir.“ Fitulifur og áunnin sykursýki Meðal fylgikvilla sem þau sjá er fitulifur í börnum undir 12 ára og ógreinda sykur- sýki. „Oft er líka mikið álag á sykurkerfið án þess að endi- lega sé um sykursýki að ræða. Sum börn þjást af kæfisvefni. Fæst börn eru með marga af þessum fylgikvillum. Þetta er þó staðfesting á því að börnin þola ekki að vera með þessar fitubirgðir og sýna líkamleg einkenni þess sem er ekki gott. Ef mörg börn eru í þeirri stöðu hljótum við sem sam- félag að þurfa að endurskoða ýmislegt í okkar samfélags- skipulagi,“ segir Tryggvi. Hann vill ekki nota orðið faraldur um þá stöðu sem er Hjá sumum börnum með offitu sjáum við að þau eru að neyta of mikils af sælgæti og gosi en það er sjaldgæft að málið sé svo einfalt. MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að fólk temji sér lífshætti sem fela í sér hreyfingu á fullorðinsárum. Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðli- legan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust. • Öll börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið og er fið. Heildar tímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn. • Hreyfingin ætti að vera eins fjölbreytt og mögulegt er til að efla sem flesta þætti líkams- hreysti, þar á meðal afkasta- getu lungna, hjarta og æðakerf- is sem og vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu. Kröftug hreyfing, sem reynir á beinin, er sérstaklega mikilvæg fyrir og á kynþroskaskeiði fyrir beinmyndun og beinþéttni. LYKILATRIÐI AÐ FORELDRAR TAKI VIRKAN ÞÁTT Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, segir lykilat- riði að foreldrar taki virkan þátt þegar börn fá meðferð vegna offitu. MYND/STEFÁN FRÉTTIR 9DV 19. FEBRÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.