Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 36
Fermingarkaka
Hérna kemur uppskrift að ferming-
arköku sem virkar vel í hvaða veislu
sem er. Súkkulaðibotnar með góðu
smjörkremi.
Ég sýni hér á myndinni tvær gerðir
af því hvernig hægt er að skreyta
kökuna, bæði með lifandi blómum
og svo einnig með marengstoppum.
Mikilvægt er að pakka blóma-
stönglunum alltaf inn í svokallað
blómalímband áður en þeim er
stungið inn í kökuna. Þetta er gert
til þess að forðast að vökvi úr blóm-
unum fari í kökuna sjálfa.
Þessi uppskrift dugar í 2 botna
í bökunarformi sem er 20,3 cm x
7,6 cm, hringlaga form. Ég geri svo
hálfa uppskrift í viðbót til að setja í
toppinn á kökunni en það form er frá
Wilton í stærðinni 15,2 cm x 5,08 cm
hringlaga.
Súkkulaðikaka
3 dl hveiti
2 dl sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 dl kakó
1/2 dl matarolía
1,5 dl ab mjólk
4 stk. egg
1 tsk. vanilludropar
Stillið ofninn á 180 gráður.
Spreyið formin með PAM spreyi eða
smyrjið þau vel að innan með smjör-
líki.
Blandið þurrefnum saman í skál og
gott er að sigta kakóið og hrærið létt.
Blandið svo olíunni, ab-mjólkinni,
vanilludropunum og eggjunum
saman við og hrærið vel, ég set þetta
í hrærivélina og notast við meðal-
hraðastillingu.
Passið að hræra blönduna vel
saman þannig að hún sé kekkjalaus.
Skiptið deiginu jafnt í formin tvö,
setjið í ofninn og bakið í um 35
mínútur, gott að nota bökunarprjón
til að kanna hvort að kakan sé alveg
tilbúin.
Látið botnana alveg kólna áður en
kremið og skreytingar eru settar á.
Smjörkrem
500 g smjörlíki (mjúkt)
500 g flórsykur
2 msk. vanilludropar
Blandið saman í skál smjörlíki, flór-
sykri og vanilludropum og þeytið vel
saman á góðum hraða. Því lengur
sem hrært er því hvítara verður
kremið.
Takið smá part af smjörkreminu til
hliðar ef valið er að lita smá part af
því.
Smyrjið kreminu á kökuna, setjið
vel af kremi milli botnanna og á alla
kanta. Sléttið úr kreminu eins og
hægt er og kælið hana í um 20 mín-
útur og endurtakið aðferðina. Setjið
litað smjörkrem hér og þar á kökuna
og að því loknu er best að strjúka yfir
kökuna til að allt krem verði jafnt.
Pakkið blómastönglunum inn í
blómalímband til þess að forðast
að vökvi úr blómunum berist í mat-
vælin, stingið blómunum hér og þar
sem ykkur finnst fallegast.
Una í eldhúsinu
Una Guðmundsdóttir matgæðingur
DV deilir hér fallegum og bragð-
góðum hugmyndum að fermingar-
veislum. Þar sem ekki er vitað
hvernig samkomutakmarkanir
verða í kringum fermingar er snið-
ugt að útbúa sem mest sjálfur og
geta þá skalað veisluna upp eða
niður eftir þörfum.
MYNDIR/VALLI
Dísæt og
dásamleg
fermingar-
veisla
SÆLGÆTISBAR
Sælgætisbar er skemmtileg leið til að skreyta borðið. Bæði er
hægt að raða sælgætinu á fallegan kökudisk eða nota fallegar
mismunandi krukkur. Sælgætispokana fékk ég í Søstrene Grene,
þeir eru til í mismunandi fallegum litum. Eins fannst mér upplagt
að kaupa litlar gylltar tangir til að forðast það að fólk fari með
hendurnar í sælgætið, tangirnar fékk ég líka í Søstrene Grene.
36 MATUR 19. FEBRÚAR 2021 DV