Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR A ndrés hefur þægilega nærveru og líklega gæti hann átt gjöfulan feril við lestur hljóðbóka ef hann fær nóg af þingmennskunni, því hann er með réttu rödd­ ina í það starf. Hann er óspar á brosin sem ná alla leið til augnanna og húmorinn gustar af honum. „Ég er alinn upp í sveit. Í Ölfusi á ferðaþjónustubæ og fékk því að upplifa frekar óhefðbundin sumur allt frá því að ég var lítill pjakkur. Ég gekk þar í nauðsynleg verk, græjaði morgunmat og þreif herbergi og gegndi svo hefð­ bundnari sveitastörfum inn á milli. Ég bjó fyrir austan allt þar til ég kláraði Fjölbrauta­ skóla Suðurlands og flyt í bæ­ inn í háskólanám.“ Andrés er giftur Rúnu Vig­ dísi Guðmarsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Hin klass­ íska íslenska kjarnafjölskylda. Sem ungur maður safnaði hann frímerkjum en í dag safnar hann Pókémon fyrir­ bærum í símaleiknum Póké­ mon Go. En aðaláhugamálin eru fjölskyldan og þingstörf. Föndra fyrirspurnir „Eitt af því sem við höfum reynt að passa vel, ég og Rúna, er að þegar ég kemst heim úr vinnunni fyrir kvöldmat, þá er vinnan skilin eftir utan heimilisins svo við getum átt fjölskyldutíma yfir matnum og fram að háttatíma. Ég held að það skipti miklu máli fyrir fólk svo það nái bara að halda fókus í starfinu að það geti líka haldið fókus á fjölskyldu og vini, því annars brennur það bara upp. Á föstudagskvöldi fáum við okkur eitthvað gott að borða, horfum á mynd og höfum það kósí.“ Hið klassíska íslenska föstu­ dagskvöld hjá hinni klassísku íslensku fjölskyldu. Andrés tekur þó fram að þingmennskan gagntaki mann svolítið og því sé þetta starf sem andlega fylgi manni frá vöku til svefns. „Þegar við liggjum uppi í sófa og erum að horfa á sjón­ varpið, Rúna að prjóna, þá er ég oft að föndra fyrirspurnir í tölvunni. Þetta starf gleypir mann pínu.“ Hugsjónir og byltingin Í háskóla nam Andrés Ingi heimspeki og hélt svo út í nám þar sem hann reyndi fyrir sér í framhaldsnámi í heimspeki í Þýskalandi og síðar tók hann meistaragráðu í alþjóðasam­ skiptum frá háskólanum í Sussex. Þegar efnahagshrunið varð árið 2008 starfaði Andrés sem blaðamaður á fjölmiðlinum 24 stundum. „24 stundir voru með því fyrsta sem var látið gossa þegar hrunið varð. Þá vorum við mörg orðin atvinnulaus og ég fór á Austurvöll, tók þátt í mótmælunum og fylgdist með því hvernig samfélagið var að þróast, líkt og aðrir í Bús­ áhaldabyltingunni. Þetta var erfiður tími og ég hugsa að við höfum flest upplifað vald­ leysi. Þá var þægilegt að geta einbeitt sér að einhverju upp­ byggilegu, einhverju sem gæti hjálpað samfélaginu. Þarna er ég kominn með ákveðna hugsjón. Ég vildi hjálpa til við að endurbyggja þetta kerfi sem þarna var orð­ ið ljóst að væri brotið. Þá varð úr að ég gekk í stjórnmála­ flokk til að koma þessum hug­ sjónum í framkvæmd. Á þess­ um tíma fannst mér Vinstri græn vera ákjósanlegur far­ vegur. Þarna var mikil nýlið­ un og mikil umbótastemning í hópnum. Það var því eðlilegt fyrir mig sem og mörg önnur úr Búsáhaldabyltingunni að leita í Vinstri græn.“ Sofnaði úti en vaknaði inni Andrés lét strax til sín taka í VG. Árið 2009 tók hann þátt í sínu fyrsta prófkjöri og hlaut 13. sæti í Reykjavíkurkjör­ dæmi suður og sama ár varð hann fyrsti karlmaðurinn til að taka sæti í stjórn Kvenrétt­ indafélags Íslands, en þar sat hann sem fulltrúi VG. Árið 2010 leysti Andrés af sem upplýsingafulltrúi í bæði heilbrigðis­ og umhverfis­ ráðuneytinu áður en hann tók við sem aðstoðarmaður Álf­ heiðar Ingadóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra. Árið 2011 varð hann svo aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur sem þá var umhverfisráðherra og gegndi hann því starfi til árs­ ins 2013. „Svo bara gerðist það að ég er kominn á þing. Ég datt fyrst inn sem varamaður árið 2015 og þá bara í viku. Mér fannst það eiginlega eins skemmtilegt og ég hefði getað ímyndað mér. Ég var vel und­ irbúinn, sérstaklega í gegnum reynslu mína í ráðuneytinu og fannst ég vel búinn undir þetta verkefni. Ég hafði fylgst nógu mikið með útsendingum í þingsal til að vita hvernig maður ætti að nálgast þetta svið sem þar er. Ég hugsa að ég hafi komið sæmilega út úr þessari viku. Það var til þess að ég hækk­ aði á lista fyrir kosningarnar 2016 og þar kom ég inn sem uppbótarmaður. Mig minnir að það hafi ekki verið nema 27 atkvæði sem skildu að. Það varð svolítið þema hjá mér. Ég er alltaf úti þegar ég fer að sofa, en vakna svo inni. Konan mín skilur ekki hvernig ég hef taugar í þetta, en ég er bara það kvöldsvæf­ ur að ég nenni ekki að standa í þessu. Maður breytir ekki tölunni þegar það er búið að loka öllum kössunum. Það að vera að eltast við einhverja uppbótarmanna­hringekju al­ veg fram á rauða nótt er ekki fyrir mig. Þá er bara betra að vakna og fá þá endanlegar tölur.“ Studdi aldrei samstarfið Þetta kjörtímabil varð þó ör­ lagaríkt hjá Andrési og segir hann að eftir á að hyggja hafi það líklega verið ljóst frá upphafi, þegar Vinstri græn mynduðu meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Fram­ sókn, að leiðir myndu skilja. „Þegar maður horfir aftur til baka frá deginum í dag þá er þetta mjög rökrétt fram­ vinda. Allt sem gerðist lítur út fyrir að hafa ekki getað orðið öðruvísi. Það er náttúrulega þessi stóri vandi þegar meirihluti flokksforystunnar ákveður að fara í stjórnarsamstarf sem hluti af okkur, ekki bara við Rósa, heldur líka fólkið í grasrótinni og flokksráði kjósa gegn. Þarna upplifum við að flokkurinn sé að fara í átt sem rímar ekki við það sem hann á að standa fyrir.“ Hvorki Andrés né Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem sagði sig úr Vinstri grænum í september á síðasta ári, studdu stjórnarsáttmálann. „Sjálfstæðisflokkurinn sér­ staklega er bara á það önd­ verðum meiði við Vinstri græn að það er eiginlega ómögulegt að sjá hvernig flokkarnir eiga að geta náð saman. Nefni ég þá loftslags­ mál og útlendingamál sem gott dæmi,“ segir Andrés en Andrés Ingi hefur átt viðburðaríkt kjörtímabil á þingi. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Skrítið en skemmtilegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur átt æv- intýralegt kjörtímabil. Á kosninganóttinni var hann úti þegar hann fór að sofa, en vaknaði sem uppbótarþing- maður. Hann var í meirihluta á þingi þegar hann ákvað að segja sig úr Þingflokki Vinstri grænna og ganga til liðs við stjórnarandstöðuna sem þingmaður utan flokka. Og nú hefur hann gengið til liðs við Pírata. 19. FEBRÚAR 2021 DV Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.